Börnin okkar Oddný G. Harðardóttir skrifar 31. júlí 2017 07:00 Á Íslandi ætti ekkert barn að þurfa að búa við efnislegan skort. En því miður er það þó raunin að hér finnast dæmi um sárafátækt og þúsundir barna geta ekki tekið þátt í tómstunda- og íþróttastarfi vegna þess að foreldrarnir eiga ekki peninga nema rétt fyrir fæði, klæði og húsnæði. Þau börn tengjast oft ekki jafnöldrum sínum félagslega, verða út undan og líður illa. Þessa stöðu má bæta með því að nota jöfnunartækin sem ríkið á og hafa sýnt sig að virka best; barnabætur, vaxtabætur og annan húsnæðisstuðning. Jöfnunartækin hafa illu heilli verið veikt mjög mikið vegna aðgerða síðustu ríkisstjórnar og sú sem nú heldur um stjórnartaumana hefur sýnt á spilin í fimm ára fjármálaáætlun og ætlar greinilega að veikja þau enn frekar. Á meðan mun staða margra barna versna. Húsnæðismál efnaminni fjölskyldna eru í miklum ólestri og verður ekki komið í lag nema með aðkomu hins opinbera. Ríkið getur ekki bara varpað vandanum á sveitarfélögin. Vandann þarf að leysa af hinu opinbera hratt og vel því staðan mun ekki lagast af sjálfri sér. Forgangsröðun stjórnvalda hvort sem er ríkisins eða sveitarfélaga skiptir börn miklu máli, þ.e. að málefnum barna og ungra fjölskyldna sé raðað framar. Staða efnaminni fjölskyldna er óásættanleg hér á landi. Við erum rík þjóð og eigum að gæta að lífsgæðum allra barna. Það er hægt og við höfum efni á því! Við eigum jafnframt að gera allt sem við getum til að vernda börn gegn fólki sem beitir þau ofbeldi, nauðgar og misnotar með ýmsum hætti. Þar skiptir máli að lögreglan hafi fjármagn og þekkingu til að sinna slíkum málum af myndugleika og að með sálgæslu og umhyggju sé málunum fylgt fast eftir. Öll börn eru okkar börn og okkur ber að tryggja þeim öllum gott líf. En til þess þarf vilja og stjórnvöld með hjartað á réttum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi ætti ekkert barn að þurfa að búa við efnislegan skort. En því miður er það þó raunin að hér finnast dæmi um sárafátækt og þúsundir barna geta ekki tekið þátt í tómstunda- og íþróttastarfi vegna þess að foreldrarnir eiga ekki peninga nema rétt fyrir fæði, klæði og húsnæði. Þau börn tengjast oft ekki jafnöldrum sínum félagslega, verða út undan og líður illa. Þessa stöðu má bæta með því að nota jöfnunartækin sem ríkið á og hafa sýnt sig að virka best; barnabætur, vaxtabætur og annan húsnæðisstuðning. Jöfnunartækin hafa illu heilli verið veikt mjög mikið vegna aðgerða síðustu ríkisstjórnar og sú sem nú heldur um stjórnartaumana hefur sýnt á spilin í fimm ára fjármálaáætlun og ætlar greinilega að veikja þau enn frekar. Á meðan mun staða margra barna versna. Húsnæðismál efnaminni fjölskyldna eru í miklum ólestri og verður ekki komið í lag nema með aðkomu hins opinbera. Ríkið getur ekki bara varpað vandanum á sveitarfélögin. Vandann þarf að leysa af hinu opinbera hratt og vel því staðan mun ekki lagast af sjálfri sér. Forgangsröðun stjórnvalda hvort sem er ríkisins eða sveitarfélaga skiptir börn miklu máli, þ.e. að málefnum barna og ungra fjölskyldna sé raðað framar. Staða efnaminni fjölskyldna er óásættanleg hér á landi. Við erum rík þjóð og eigum að gæta að lífsgæðum allra barna. Það er hægt og við höfum efni á því! Við eigum jafnframt að gera allt sem við getum til að vernda börn gegn fólki sem beitir þau ofbeldi, nauðgar og misnotar með ýmsum hætti. Þar skiptir máli að lögreglan hafi fjármagn og þekkingu til að sinna slíkum málum af myndugleika og að með sálgæslu og umhyggju sé málunum fylgt fast eftir. Öll börn eru okkar börn og okkur ber að tryggja þeim öllum gott líf. En til þess þarf vilja og stjórnvöld með hjartað á réttum stað.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar