Kókaínsmyglari í haldi þar til dómur fellur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. júlí 2017 19:36 Maðurinn neitaði að hafa staðið að innflutningnum. Vísir/GVA Brasilískur maður, sem í síðustu viku var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning, þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í máli hans. Úrskurður þess efnis var staðfestur í Hæstarétti í dag.Fíkniefnin í snyrtivörubrúsum Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur lítrum af fljótandi kókaíni, sem var af 69 prósent styrkleika í mars síðastliðnum. Hann er sagður hafa flutt fíkniefnin hingað til lands með flugi frá Amsterdam í Hollandi, en fíkniefnin fundust í fjórum brúsum undir snyrtivörur. Sjálfur sagði maðurinn að í brúsunum væri sjampó, sápa og munnskol, en þegar hann var spurður nánar út í innihaldið kannaðist hann ekki við brúsana og vissi ekki hver hefði sett þá í farangur hans. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa ætlað að ferðast á Íslandi. Hann hefði aldrei séð snjó og ætlað að reyna að fara á snjóbretti. Þá sagðist hann vera atvinnuljósmyndari og ætlað að mynda norðurljósin.Ólíklegt að hann sé menntaður ljósmyndari Lögregla rannsakaði farsímanotkun mannsins en engin samskipti reyndust á milli hans og annarra símanúmera hér á landi. Maðurinn kvaðst heimila lögreglu að rannsaka gögn á netfangi sínu, en aðgangsorð sem hann gaf upp reyndist ekki rétt og því var ekki unnt að opna netfangið. Minniskort úr myndavél mannsins var einnig skoðað, en það sem vakti athygli rannsakanda var að ljósmyndirnar á kortinu bentu til þess að maðurinn hefði litla sem enga menntun eða reynslu á sviði ljósmyndunar. Dómnum þótti framburður mannsins ótrúverðugur og sakfelldi hann. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og mótmælti því sömuleiðis að þurfa að sæta haldi á meðan mál hans var til meðferðar. Hæstiréttur hafnaði kröfu hans og verður manninum gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar, en eigi lengur en til 10. október næstkomandi. Tengdar fréttir Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Brasilískur maður, sem í síðustu viku var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning, þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í máli hans. Úrskurður þess efnis var staðfestur í Hæstarétti í dag.Fíkniefnin í snyrtivörubrúsum Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur lítrum af fljótandi kókaíni, sem var af 69 prósent styrkleika í mars síðastliðnum. Hann er sagður hafa flutt fíkniefnin hingað til lands með flugi frá Amsterdam í Hollandi, en fíkniefnin fundust í fjórum brúsum undir snyrtivörur. Sjálfur sagði maðurinn að í brúsunum væri sjampó, sápa og munnskol, en þegar hann var spurður nánar út í innihaldið kannaðist hann ekki við brúsana og vissi ekki hver hefði sett þá í farangur hans. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa ætlað að ferðast á Íslandi. Hann hefði aldrei séð snjó og ætlað að reyna að fara á snjóbretti. Þá sagðist hann vera atvinnuljósmyndari og ætlað að mynda norðurljósin.Ólíklegt að hann sé menntaður ljósmyndari Lögregla rannsakaði farsímanotkun mannsins en engin samskipti reyndust á milli hans og annarra símanúmera hér á landi. Maðurinn kvaðst heimila lögreglu að rannsaka gögn á netfangi sínu, en aðgangsorð sem hann gaf upp reyndist ekki rétt og því var ekki unnt að opna netfangið. Minniskort úr myndavél mannsins var einnig skoðað, en það sem vakti athygli rannsakanda var að ljósmyndirnar á kortinu bentu til þess að maðurinn hefði litla sem enga menntun eða reynslu á sviði ljósmyndunar. Dómnum þótti framburður mannsins ótrúverðugur og sakfelldi hann. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og mótmælti því sömuleiðis að þurfa að sæta haldi á meðan mál hans var til meðferðar. Hæstiréttur hafnaði kröfu hans og verður manninum gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar, en eigi lengur en til 10. október næstkomandi.
Tengdar fréttir Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent