Lítið fækkað í hópi sprautufíkla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2017 14:00 Um 350 manns leita á Vog árlega vegna sprautufíknar. vísir/e.ól Yfirlæknir á Vogi segir þörf á að bæta meðferðarúrræði fyrir sprautufíkla hér á landi. Erfiðlega hefur gengið að fækka í hópi þessa fólks, en í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð undanfarin ár. Undanfarin ár hefur dregið úr fjölda þeirra sem sprauta í æð, en í kringum 350 manns leita á sjúkrahúsið Vog árlega, í um 550 innlögnum, vegna sprautufíknar. Sprautufíklar fara mun oftar í meðferð en aðrir, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Hún segir að sinna þurfi þessum hópi fólks betur. „Ef það væri aukið fjármagn væri hægt að gera meira og halda betur utan um fólk sem er í þessari stöðu, sem þarf meiri aðstoð til að komast aftur á fætur og inn í lífið því það eru margar hættur, þó fólk sé búið í afeitrun og komið í lágmarksjafnvægi. Því það er ekki nema helmingurinn unninn með því,“ segir Valgerður. Hún segir meðalaldur þessa hóps fara hækkandi og að margvíslegir heilsukvillar hrjái hann. Það sé ávinningur allra að bæta úrræðin, enda valdi fíknisjúkdómar þjóðfélaginu tjóni. „Þessi neysla er alveg gríðarlega hættuleg. Hún er lífshættuleg og það er auðvitað mesti skaðinn. Fólk verður lífshættulega veikt og það þarf aðhlynningu, og fyrir auðvitað utan dauðsföll sem er hreinlega alltof mikið af og fólk sem sprautar í æð er í margfaldri lífshættu miðað við aðra jafnaldra þeirra,“ segir hún. Meira utanumhald þurfi. „Þetta er einmitt hópur sem er ekki alltaf tilbúinn til að stoppa og útskrifa sig kannski, en þurfa að koma aftur, og við þurfum að geta sinnt því. Þessi hópur hefur komið tvöfalt oftar en til dæmis restin af öllum sem hafa komið til okkar. Þeir þurfa að koma aftur og gera það, en í raun þyrftum við að geta sinnt þeim enn betur.“ Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Yfirlæknir á Vogi segir þörf á að bæta meðferðarúrræði fyrir sprautufíkla hér á landi. Erfiðlega hefur gengið að fækka í hópi þessa fólks, en í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð undanfarin ár. Undanfarin ár hefur dregið úr fjölda þeirra sem sprauta í æð, en í kringum 350 manns leita á sjúkrahúsið Vog árlega, í um 550 innlögnum, vegna sprautufíknar. Sprautufíklar fara mun oftar í meðferð en aðrir, að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi. Hún segir að sinna þurfi þessum hópi fólks betur. „Ef það væri aukið fjármagn væri hægt að gera meira og halda betur utan um fólk sem er í þessari stöðu, sem þarf meiri aðstoð til að komast aftur á fætur og inn í lífið því það eru margar hættur, þó fólk sé búið í afeitrun og komið í lágmarksjafnvægi. Því það er ekki nema helmingurinn unninn með því,“ segir Valgerður. Hún segir meðalaldur þessa hóps fara hækkandi og að margvíslegir heilsukvillar hrjái hann. Það sé ávinningur allra að bæta úrræðin, enda valdi fíknisjúkdómar þjóðfélaginu tjóni. „Þessi neysla er alveg gríðarlega hættuleg. Hún er lífshættuleg og það er auðvitað mesti skaðinn. Fólk verður lífshættulega veikt og það þarf aðhlynningu, og fyrir auðvitað utan dauðsföll sem er hreinlega alltof mikið af og fólk sem sprautar í æð er í margfaldri lífshættu miðað við aðra jafnaldra þeirra,“ segir hún. Meira utanumhald þurfi. „Þetta er einmitt hópur sem er ekki alltaf tilbúinn til að stoppa og útskrifa sig kannski, en þurfa að koma aftur, og við þurfum að geta sinnt því. Þessi hópur hefur komið tvöfalt oftar en til dæmis restin af öllum sem hafa komið til okkar. Þeir þurfa að koma aftur og gera það, en í raun þyrftum við að geta sinnt þeim enn betur.“
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira