Munu ekki greina strax frá tilkynntum kynferðisbrotum í Eyjum Jakob Bjarnar skrifar 25. júlí 2017 10:23 Þrátt fyrir gagnrýni ætlar Páley lögreglustjóri að halda sínu striki; ekki verður upplýst um tilkynnt kynferðisbrot fyrr en rannsóknarhagsmunir brotaþola eru tryggðir. Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum fyrr en „búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og segir frá tilkynningu frá embættinu. Hér er því um sömu stefnu að ræða og hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár. Tilkynningin var gefin út í kjölfar undirbúningsfundar sem haldinn var í upphafi mánaðar fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem nú stendur fyrir dyrum, en Verslunarmannahelgin er 4. ágúst. Fundinn sátu allir helstu viðbragðsaðilar svo sem fulltrúar frá þjóðhátíðarnefnd, lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit, gæslu, heilbrigðisstofnun, sjúkraflutningum, sálgæsluteymi, flugvelli, Herjólfi, Vestmannaeyjabæ og sýslumanni.Umdeilt verklagÞetta verklag hefur verið gagnrýnt sem og tilmæli Páleyjar Borþórsdóttur lögreglustjóra til Neyðarmóttökunnar að fylgja sömu línu. En, Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar hefur sagt stefnu spítalans vera að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála. Og skiptir þá ekki máli hvers eðlis málin eru. Páley hefur verið sökuð um þöggunartilburði og hefur meðal annarra Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum sagt að ekki sé til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta en flest önnur til embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Þá bárust þau tíðindi úr Svíaríki í upphafi mánaðar að í framhaldi af því að kynferðisbrot hafa verið framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla, hefur verið ákveðið að aflýsa hátíðinni.Svartir sauðir þar sem fólk kemur saman Vart þarf að fjölyrða um að Eyjamönnum er raun af þessum fréttaflutningi en þeir ætla að halda sínu striki á þeim forsendum að verið sé að „tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og áður segir. Í fyrra komu upp tvö mál af þessu tagi en í hitteðfyrra ekkert. Vísir ræddi við Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum en hann vísar í áður nefnda tilkynningu um málið og segir alla upplýsingagjöf vegna þessa á vegum Páleyjar, en litlu sé við þetta að bæta. Jóhannes segir utan dagskrár vissulega það svo að eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið. Hann nefnir að sér finnist oft sem fjallað sé um þjóðhátíð af vanþekkingu og mynd sem dregin sé upp oft bjöguð og einhliða; um sé að ræða fjölskylduhátíð en ekki einhverja drykkjuhátíð unglinga. En, vissulega og því miður slæðast á stundum svartir sauðir með þar sem fólk kemur saman. Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Lögregluembættið í Vestmannaeyjum mun ekki greina frá tilkynntum kynferðisbrotum fyrr en „búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og segir frá tilkynningu frá embættinu. Hér er því um sömu stefnu að ræða og hefur verið undanfarin tvö til þrjú ár. Tilkynningin var gefin út í kjölfar undirbúningsfundar sem haldinn var í upphafi mánaðar fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem nú stendur fyrir dyrum, en Verslunarmannahelgin er 4. ágúst. Fundinn sátu allir helstu viðbragðsaðilar svo sem fulltrúar frá þjóðhátíðarnefnd, lögreglu, slökkviliði, björgunarsveit, gæslu, heilbrigðisstofnun, sjúkraflutningum, sálgæsluteymi, flugvelli, Herjólfi, Vestmannaeyjabæ og sýslumanni.Umdeilt verklagÞetta verklag hefur verið gagnrýnt sem og tilmæli Páleyjar Borþórsdóttur lögreglustjóra til Neyðarmóttökunnar að fylgja sömu línu. En, Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjóri Neyðarmóttökunnar hefur sagt stefnu spítalans vera að svara fyrirspurnum fjölmiðla og upplýsa um fjölda mála. Og skiptir þá ekki máli hvers eðlis málin eru. Páley hefur verið sökuð um þöggunartilburði og hefur meðal annarra Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum sagt að ekki sé til hagsbóta fyrir brotaþola að dregið sé að greint sé frá brotum sem upp koma. Þá hefur verið vísað til þess að hér er ekki um samræmt verklag lögregluembætta en flest önnur til embætti hafa þann hátt á að greina frá tilkynningum um brot sem þessi jafnharðan. Þá bárust þau tíðindi úr Svíaríki í upphafi mánaðar að í framhaldi af því að kynferðisbrot hafa verið framin á tónlistarhátíðinni Bråvalla, hefur verið ákveðið að aflýsa hátíðinni.Svartir sauðir þar sem fólk kemur saman Vart þarf að fjölyrða um að Eyjamönnum er raun af þessum fréttaflutningi en þeir ætla að halda sínu striki á þeim forsendum að verið sé að „tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola,“ eins og áður segir. Í fyrra komu upp tvö mál af þessu tagi en í hitteðfyrra ekkert. Vísir ræddi við Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjón í Vestmannaeyjum en hann vísar í áður nefnda tilkynningu um málið og segir alla upplýsingagjöf vegna þessa á vegum Páleyjar, en litlu sé við þetta að bæta. Jóhannes segir utan dagskrár vissulega það svo að eitt mál af þessu tagi sé einu máli of mikið. Hann nefnir að sér finnist oft sem fjallað sé um þjóðhátíð af vanþekkingu og mynd sem dregin sé upp oft bjöguð og einhliða; um sé að ræða fjölskylduhátíð en ekki einhverja drykkjuhátíð unglinga. En, vissulega og því miður slæðast á stundum svartir sauðir með þar sem fólk kemur saman.
Tengdar fréttir Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48 Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Lögreglustjóri í Eyjum krefst þagnar um kynferðisbrot á þjóðhátíð Páley Borgþórsdóttir hefur gefið út bréf til allra viðbragðsaðila þar sem hún brýnir fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot. 29. júlí 2015 16:48
Sjö af níu umdæmum svara fjölmiðlum Aðeins tvö lögregluumdæmi halda upplýsingum um tilkynnt kynferðisbrot frá fjölmiðlum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að þar sem kynferðisbrot skapi ekki almannahættu gildi ekki sömu verklagsreglur um þau og um til dæmis ofbeldi 20. júlí 2016 07:00