Mannréttindabrot í boði okkar? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Enn einu sinni horfum við upp á ranga ákvörðun yfirvalda þegar kemur að brottvísun fjölskyldu hælisleitenda. Oftast hefur ekki tekist að koma í veg fyrir slík brot á sjálfsögðum mannúðar- og sanngirnisviðmiðum. Við munum þó hvernig fór að lokum í málum albanskra fjölskyldna þar sem tókst að snúa fyrri ákvörðunum og leyfa fólki sem hér hafði fest rætur og glímdi við erfið vandamál að búa, starfa og þroskast við ágæt skilyrði. Biskup Íslands á skildar þakkir fyrir að vekja máls í Fbl. 26. júlí á stöðu afganskra feðgina (hún 11 ára) sem eiga brottvísun yfir höfði sér. Útlendingastofnun ætlar á komandi dögum líka að vísa nígerískri fjölskyldu úr landi. Í bréfi til mín frá kjósanda á Suðurlandi stendur: „Hafa hjónin verið á hrakhólum allt frá því að þau yfirgáfu heimalandið sitt í sitthvoru lagi fyrir níu árum. Þau hafa á lífsleið sinni mátt þola gríðarleg áföll, ofbeldi, fátækt og hótanir. Joy segir þar frá því þegar hún var seld í vændi við komuna til Evrópu, fyrir milligöngu samlanda sinna en hún hefur aldrei hlotið viðeigandi aðstoð vegna þessa. Þau hjónin komu til Ísland snemma árs árið 2016 og óskuðu eftir vernd. Joy er illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar og hefur óvissan varðandi stöðu þeirra á Íslandi ekki góð áhrif á heilsu hennar. Allir þeir sem hafa kynnst hjónunum við nám og í starfi bera þeim góða sögu, en Sunday hefur unnið hjá sama byggingarfélagi síðan hann kom. Mary (8 ára) gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Henni líður vel hér og hefur náð góðum tökum á íslensku, hún hefur aldrei búið í Nígeríu. Í fyrsta sinn á ævinni upplifa þau öryggi og íslenska ríkið ætlar að svipta þau því.“ Þessi endurtekna og ómannúðlega meðferð fólks, jafnvel með ætluðum brotum á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er ólíðandi og okkur til skammar. Lögum, verkferlum og viðmiðum verður að breyta og helst láta um leið reyna á fyrir dómstólum hvort lög séu í raun brotin í skjóli annarra laga eða heimilda.Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. "Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. 26. júlí 2017 07:00 Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Enn einu sinni horfum við upp á ranga ákvörðun yfirvalda þegar kemur að brottvísun fjölskyldu hælisleitenda. Oftast hefur ekki tekist að koma í veg fyrir slík brot á sjálfsögðum mannúðar- og sanngirnisviðmiðum. Við munum þó hvernig fór að lokum í málum albanskra fjölskyldna þar sem tókst að snúa fyrri ákvörðunum og leyfa fólki sem hér hafði fest rætur og glímdi við erfið vandamál að búa, starfa og þroskast við ágæt skilyrði. Biskup Íslands á skildar þakkir fyrir að vekja máls í Fbl. 26. júlí á stöðu afganskra feðgina (hún 11 ára) sem eiga brottvísun yfir höfði sér. Útlendingastofnun ætlar á komandi dögum líka að vísa nígerískri fjölskyldu úr landi. Í bréfi til mín frá kjósanda á Suðurlandi stendur: „Hafa hjónin verið á hrakhólum allt frá því að þau yfirgáfu heimalandið sitt í sitthvoru lagi fyrir níu árum. Þau hafa á lífsleið sinni mátt þola gríðarleg áföll, ofbeldi, fátækt og hótanir. Joy segir þar frá því þegar hún var seld í vændi við komuna til Evrópu, fyrir milligöngu samlanda sinna en hún hefur aldrei hlotið viðeigandi aðstoð vegna þessa. Þau hjónin komu til Ísland snemma árs árið 2016 og óskuðu eftir vernd. Joy er illa farin á sál og líkama vegna reynslu sinnar og hefur óvissan varðandi stöðu þeirra á Íslandi ekki góð áhrif á heilsu hennar. Allir þeir sem hafa kynnst hjónunum við nám og í starfi bera þeim góða sögu, en Sunday hefur unnið hjá sama byggingarfélagi síðan hann kom. Mary (8 ára) gengur í skóla í fyrsta sinn á ævinni. Henni líður vel hér og hefur náð góðum tökum á íslensku, hún hefur aldrei búið í Nígeríu. Í fyrsta sinn á ævinni upplifa þau öryggi og íslenska ríkið ætlar að svipta þau því.“ Þessi endurtekna og ómannúðlega meðferð fólks, jafnvel með ætluðum brotum á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er ólíðandi og okkur til skammar. Lögum, verkferlum og viðmiðum verður að breyta og helst láta um leið reyna á fyrir dómstólum hvort lög séu í raun brotin í skjóli annarra laga eða heimilda.Höfundur er þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Beðið milli vonar og ótta Ég er gestur á jörðinni“ segir í 119. Davíðssálmi. "Við erum gestir og hótel okkar er jörðin“ segir Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson í ljóði sínu. 26. júlí 2017 07:00
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar