Þekkir ráðherra eigin stefnu? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 17. júlí 2017 09:00 Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra gerði mér þann heiður að svara skrifum mínum á þessum vettvangi í síðustu viku. Þorsteinn er ósáttur við að ég skuli benda á að ríkisstjórn hans hugi ekki fyrst og fremst að þeim sem verst hafa það. Þorsteinn virðist reyndar eitthvað misskilja grein mína, þar sem hann segir mig telja „að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu.“ Ekki einu sinni núverandi ríkisstjórn mundi vera svo ósvífin að gera ekkert fyrir þau verst settu. Það að ætla að gera eitthvað, segir hins vegar ekkert um hverjar áherslurnar eru. Stjórnmál snúast að stórum hluta til um forgangsröðun og hvergi birtist forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar betur en í nýsamþykktri fjármálastefnu. Þar hefur ríkisstjórnin lagt línurnar fyrir næstu fimm ár. Miðað við orð Þorsteins vaknar sú spurning hvort ráðherra þekki ekki stefnu eigin ríkisstjórnar. Því hvað er þar að finna? Jú, þak er sett á ríkisútgjöld þannig að þau verða að vera ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu. Sem sagt, dragist landsframleiðsla saman verður að draga úr ríkisútgjöldum. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir að efnahagslífið bólgni áfram út, gerist slíkt ekki þarf einfaldlega að draga úr ríkisútgjöldum. Þorsteinn segir að velferðin sé í forgangi hjá núverandi ríkisstjórn og kemur m.a. inn á bótakerfið. Í því samhengi er ágætt að skoða hækkun lífeyris almannatrygginga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en áætlað er að hún verði á bilinu 3,1 til 4,8% á tímabilinu 2018 til 2022. Og hvað þýðir það? Jú, ef við gefum okkur 4,8% hækkun þá þýðir það að óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir mun hækka í um 239 þúsund krónur á mánuði í byrjun árs 2018. Og það, kæri Þorsteinn, er ekki nóg. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar ekki að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki. Að láta þau sem betur hafa það leggja meira til samneyslunnar. Að afla tekna til að bæta hag þeirra verst settu. Það væri alvöru velferð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra gerði mér þann heiður að svara skrifum mínum á þessum vettvangi í síðustu viku. Þorsteinn er ósáttur við að ég skuli benda á að ríkisstjórn hans hugi ekki fyrst og fremst að þeim sem verst hafa það. Þorsteinn virðist reyndar eitthvað misskilja grein mína, þar sem hann segir mig telja „að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu.“ Ekki einu sinni núverandi ríkisstjórn mundi vera svo ósvífin að gera ekkert fyrir þau verst settu. Það að ætla að gera eitthvað, segir hins vegar ekkert um hverjar áherslurnar eru. Stjórnmál snúast að stórum hluta til um forgangsröðun og hvergi birtist forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar betur en í nýsamþykktri fjármálastefnu. Þar hefur ríkisstjórnin lagt línurnar fyrir næstu fimm ár. Miðað við orð Þorsteins vaknar sú spurning hvort ráðherra þekki ekki stefnu eigin ríkisstjórnar. Því hvað er þar að finna? Jú, þak er sett á ríkisútgjöld þannig að þau verða að vera ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu. Sem sagt, dragist landsframleiðsla saman verður að draga úr ríkisútgjöldum. Með öðrum orðum er gert ráð fyrir að efnahagslífið bólgni áfram út, gerist slíkt ekki þarf einfaldlega að draga úr ríkisútgjöldum. Þorsteinn segir að velferðin sé í forgangi hjá núverandi ríkisstjórn og kemur m.a. inn á bótakerfið. Í því samhengi er ágætt að skoða hækkun lífeyris almannatrygginga í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, en áætlað er að hún verði á bilinu 3,1 til 4,8% á tímabilinu 2018 til 2022. Og hvað þýðir það? Jú, ef við gefum okkur 4,8% hækkun þá þýðir það að óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir mun hækka í um 239 þúsund krónur á mánuði í byrjun árs 2018. Og það, kæri Þorsteinn, er ekki nóg. Ríkisstjórnin ætlar hins vegar ekki að beita skattkerfinu sem jöfnunartæki. Að láta þau sem betur hafa það leggja meira til samneyslunnar. Að afla tekna til að bæta hag þeirra verst settu. Það væri alvöru velferð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar