Verð á matvælum lækkar milli mánaða Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2017 13:33 Verð á matvælum lækkaði um eitt prósent milli mái og júní samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að rekja megi lækkun verðlags á matvælum og fleiri vörum á undanförnum vikum að hluta til þess að Costco hóf starfsemi. Verðhækkun á húsnæði heldur áfram að drífa áfram þá litlu verðbólgu sem mælist þessi misserin.Costco vöruhúsið hóf starfsemi sína í Garðabæ hinn 23. maí síðast liðinn og hefur því verið við lýði í um einn og hálfan mánuð. Án húsnæðis hefur verið verðhjöðnun á Íslandi síðast liðna tólf mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands og hefur verðlag án húsnæðis lækkað um 3,5 prósentustig á þessum tíma. Hagdeild Alþýðusambandsins Íslands fylgist náið með verðlagi helstu verslana á Íslandi. Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að greina megi titring í versluninni eftir að Costco tók til starfa og verð hafi lækkað. „Við sjáum kannski einhverja vísbendingu í nýjustu tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs sem komu í síðustu viku. Þar sér maður merki um að þetta er líklega að hafa áhrif víða og á ýmsum mörkuðum. Matvara t.d. lækkaði um ríflega eitt prósent sem er talsvert milli mánaða,“ segir Henný. Þá hafi til dæmis verð á lyfjum og raftækjum lækkað. Að einhverjum hluta megi rekja þessar verðlækkanir til tilkomu Costco og meiri samkeppni á markaði. „Við skulum vona það. Þetta er nýtt enn þá og maður þarf kannski að horfa á áhrifin af svona breytingu yfir svolítið lengri tíma. Við erum í okkar verðlagseftirliti núna að mæla og skoða og munum fylgjast vel með,“ segir Henný Mestu máli skipti að aukin samkeppni hafi varanleg áhrif. Myndin ætti að skýrast betur með haustinu.Það er í raun verðhjöðnun ef húsnæði er ekki talið með? „Já það er það og verðlag var óbreytt á milli mánaða núna. Húsnæði er og hefur verið að drífa þá verðbólgu sem er áfram. Það hefur ekki orðið nein breyting á því og þetta ýtir þá undir það,“ segir Henný Hinz. Neytendur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Verð á matvælum lækkaði um eitt prósent milli mái og júní samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að rekja megi lækkun verðlags á matvælum og fleiri vörum á undanförnum vikum að hluta til þess að Costco hóf starfsemi. Verðhækkun á húsnæði heldur áfram að drífa áfram þá litlu verðbólgu sem mælist þessi misserin.Costco vöruhúsið hóf starfsemi sína í Garðabæ hinn 23. maí síðast liðinn og hefur því verið við lýði í um einn og hálfan mánuð. Án húsnæðis hefur verið verðhjöðnun á Íslandi síðast liðna tólf mánuði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands og hefur verðlag án húsnæðis lækkað um 3,5 prósentustig á þessum tíma. Hagdeild Alþýðusambandsins Íslands fylgist náið með verðlagi helstu verslana á Íslandi. Henný Hinz deildarstjóri hagdeildar ASÍ segir að greina megi titring í versluninni eftir að Costco tók til starfa og verð hafi lækkað. „Við sjáum kannski einhverja vísbendingu í nýjustu tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs sem komu í síðustu viku. Þar sér maður merki um að þetta er líklega að hafa áhrif víða og á ýmsum mörkuðum. Matvara t.d. lækkaði um ríflega eitt prósent sem er talsvert milli mánaða,“ segir Henný. Þá hafi til dæmis verð á lyfjum og raftækjum lækkað. Að einhverjum hluta megi rekja þessar verðlækkanir til tilkomu Costco og meiri samkeppni á markaði. „Við skulum vona það. Þetta er nýtt enn þá og maður þarf kannski að horfa á áhrifin af svona breytingu yfir svolítið lengri tíma. Við erum í okkar verðlagseftirliti núna að mæla og skoða og munum fylgjast vel með,“ segir Henný Mestu máli skipti að aukin samkeppni hafi varanleg áhrif. Myndin ætti að skýrast betur með haustinu.Það er í raun verðhjöðnun ef húsnæði er ekki talið með? „Já það er það og verðlag var óbreytt á milli mánaða núna. Húsnæði er og hefur verið að drífa þá verðbólgu sem er áfram. Það hefur ekki orðið nein breyting á því og þetta ýtir þá undir það,“ segir Henný Hinz.
Neytendur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira