Telur hækkun fasteignagjalda óeðlilega Sæunn Gísladóttir skrifar 4. júlí 2017 06:00 Að öllu óbreyttu mun fasteignagjald í Reykjavík hækka ríflega um áramótin. vísir/anton brink Útlit er fyrir að um næstu áramót muni fasteignagjöld hækka umtalsvert vegna hækkunar fasteignamats sem tekur gildi 1. janúar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kallar eftir því að sveitarfélög lækki álagningarprósentuna til mótvægis við hækkanir. Í sama streng tekur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, hann segir þetta sjálfskapað vandamál sveitarfélaganna. „Þetta eru óeðlilegar hækkanir, það er óeðlilegt að fyrirtæki og heimili þurfi að bera þetta ár eftir ár,“ segir Halldór sem lagði fram tillögu í borgarráði um miðjan júní þess efnis að álagningarprósentan verði lækkuð vegna hækkunar fasteignamats umfram eðlilega verðlagsþróun. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018 þar sem meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu er 14,5 prósent.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg.vísir/daníel„Það hefur ekki verið vilji til lækkunar til þessa. En meirihlutinn felldi allavega ekki þessa tillögu heldur vísaði henni í þessa vinnu þannig að ég ætla bara að vona,“ segir Halldór. „En það má segja að þetta sé heimatilbúinn vandi. Það hefur verið viðvarandi lóðaskortur alveg sama hvað hver segir. Þegar vantar 5.000 íbúðir er það að hluta til vegna lóðaskorts. Lóðaskortur hefur áhrif á hækkunina líka,“ segir Halldór. Gylfi Arnbjörnsson segist algjörlega hvetja til þess að álagningarprósentan verði lækkuð. „Sveitarfélögin hafa áður með plúsum og mínusum breytt hlutfallinu þannig að skatturinn sem slíkur, það sem fólk borgar, sé ekki að taka óeðlilegum breytingum. Ég tel að það séu allir sem krefjist þess og ég minni á að það eru kosningar á næsta vori. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnarmenn þurfa að íhuga.“Samkvæmt upplýsingum frá stærstu sveitarfélögum landsins verða mögulegar lækkanir ræddar í tengslum við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna í haust. Það getur þó verið vandasamt vegna mismunandi hækkunar milli hverfa. Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem munu skoða málið í haust, en þar er útlit fyrir að fasteignamat hækki um 11,25 prósent, en lóðamat um 12 prósent. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um þróun mála í borginni en benti á S. Björn Blöndal, formann borgarráðs, sem sagði lækkun vera í skoðun. „Við höfum verið að skoða þetta og viðrað skoðanir okkar undanfarin ár. Ég minni á það að við lækkuðum fasteignagjöld árið 2011. Við erum alltaf vakandi fyrir þessu. Við erum með mjög lágt hlutfall af gjöldum miðað við önnur sveitarfélög en fasteignagjöld eru eðlilega hæst hér,“ segir Björn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Mynd/Larus Karl IngasonHjá Hafnarfjarðarbæ er gert ráð fyrir því að láta tekjur af fasteignagjöldum hækka í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu og þar af leiðandi mun álagningarprósentan lækka þar sem fasteignamatið hefur hækkað umtalsvert meira en vísitalan á milli áranna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir líkt og aðrir bæjarstjórar að málið verði rætt í haust. Þá verði allir tekjupóstar og álagningarpóstar teknir til umræðu. Reykjanesbær hefur staðið frammi fyrir verulegum skuldum og skuldbindingum sem sveitarfélag en hann segist þó ekki geta rætt það hvort svigrúm sé til lækkunar miðað við þær skuldbindingar. „Það er ein hlið málsins sem hefur ekki verið rædd þannig að ég get ekki sagt um það og vil ekki tjá mig um það.“ Húsnæðismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Útlit er fyrir að um næstu áramót muni fasteignagjöld hækka umtalsvert vegna hækkunar fasteignamats sem tekur gildi 1. janúar. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, kallar eftir því að sveitarfélög lækki álagningarprósentuna til mótvægis við hækkanir. Í sama streng tekur Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg, hann segir þetta sjálfskapað vandamál sveitarfélaganna. „Þetta eru óeðlilegar hækkanir, það er óeðlilegt að fyrirtæki og heimili þurfi að bera þetta ár eftir ár,“ segir Halldór sem lagði fram tillögu í borgarráði um miðjan júní þess efnis að álagningarprósentan verði lækkuð vegna hækkunar fasteignamats umfram eðlilega verðlagsþróun. Í fundargerð borgarráðs kemur fram að nýtt fasteignamat tekur gildi 1. janúar 2018 þar sem meðalhækkun á höfuðborgarsvæðinu er 14,5 prósent.Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg.vísir/daníel„Það hefur ekki verið vilji til lækkunar til þessa. En meirihlutinn felldi allavega ekki þessa tillögu heldur vísaði henni í þessa vinnu þannig að ég ætla bara að vona,“ segir Halldór. „En það má segja að þetta sé heimatilbúinn vandi. Það hefur verið viðvarandi lóðaskortur alveg sama hvað hver segir. Þegar vantar 5.000 íbúðir er það að hluta til vegna lóðaskorts. Lóðaskortur hefur áhrif á hækkunina líka,“ segir Halldór. Gylfi Arnbjörnsson segist algjörlega hvetja til þess að álagningarprósentan verði lækkuð. „Sveitarfélögin hafa áður með plúsum og mínusum breytt hlutfallinu þannig að skatturinn sem slíkur, það sem fólk borgar, sé ekki að taka óeðlilegum breytingum. Ég tel að það séu allir sem krefjist þess og ég minni á að það eru kosningar á næsta vori. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnarmenn þurfa að íhuga.“Samkvæmt upplýsingum frá stærstu sveitarfélögum landsins verða mögulegar lækkanir ræddar í tengslum við gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaganna í haust. Það getur þó verið vandasamt vegna mismunandi hækkunar milli hverfa. Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem munu skoða málið í haust, en þar er útlit fyrir að fasteignamat hækki um 11,25 prósent, en lóðamat um 12 prósent. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið um þróun mála í borginni en benti á S. Björn Blöndal, formann borgarráðs, sem sagði lækkun vera í skoðun. „Við höfum verið að skoða þetta og viðrað skoðanir okkar undanfarin ár. Ég minni á það að við lækkuðum fasteignagjöld árið 2011. Við erum alltaf vakandi fyrir þessu. Við erum með mjög lágt hlutfall af gjöldum miðað við önnur sveitarfélög en fasteignagjöld eru eðlilega hæst hér,“ segir Björn.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Mynd/Larus Karl IngasonHjá Hafnarfjarðarbæ er gert ráð fyrir því að láta tekjur af fasteignagjöldum hækka í samræmi við hækkun á neysluverðsvísitölu og þar af leiðandi mun álagningarprósentan lækka þar sem fasteignamatið hefur hækkað umtalsvert meira en vísitalan á milli áranna. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir líkt og aðrir bæjarstjórar að málið verði rætt í haust. Þá verði allir tekjupóstar og álagningarpóstar teknir til umræðu. Reykjanesbær hefur staðið frammi fyrir verulegum skuldum og skuldbindingum sem sveitarfélag en hann segist þó ekki geta rætt það hvort svigrúm sé til lækkunar miðað við þær skuldbindingar. „Það er ein hlið málsins sem hefur ekki verið rædd þannig að ég get ekki sagt um það og vil ekki tjá mig um það.“
Húsnæðismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent