Upprætum ofbeldi gegn börnum Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 21. júní 2017 07:00 Sífellt kemur betur og betur í ljós, hversu hræðilega algengt það er að börn séu beitt ofbeldi í okkar annars friðsæla samfélagi. Samkvæmt rannsóknum hafa 10-13% allra barna í 10. bekk grunnskóla orðið fyrir kynferðisofbeldi og í u.þ.b. 10% allra heimilisofbeldismála á höfuðborgarsvæðinu beinist ofbeldið gegn börnum. Eru þá ótalin þau óbeinu skaðlegu áhrif sem börn verða fyrir vegna heimilisofbeldis, en í um 70% tilfella eru börn á þeim heimilum, þar sem ofbeldi er beitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að oftar en ekki þurfa börn sem beitt eru ofbeldi að bera harm sinn í hljóði. Allt of sjaldan er hlustað á neyðarköll barnanna og gripið inn í með viðeigandi hætti. Þannig hefur komið í ljós að barn er oft búið að reyna að segja fullorðnum frá ofbeldi sem það verður fyrir 7 – 10 sinnum áður en einhver hlustar. Samfélag sem þannig hlúir að börnum sínum getur varla talist siðað og það hlýtur að vera forgangsmál stjórnmálanna og okkar allra að bregðast við. Á sameiginlegum fundi ofbeldisvarnarnefndar og borgarstjórnar Reykjavíkur, var nýverið samþykkt tillaga nefndarinnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Markmið verkefnisins er að tryggja að barn þurfi bara að segja einu sinni frá og að starfsmenn borgarinnar sem vinna með börnum séu þjálfaðir í að sjá merki um að barn sé beitt ofbeldi. Einnig er verkefninu ætlað að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða um ofbeldi opinskátt og taka afstöðu gegn því. Verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ hefur á liðnum árum verið þróað sem tilraunaverkefni á nokkrum starfsstöðvum borgarinnar með góðum árangri. Ljóst er að starfsfólkið sem tók þátt í verkefninu er betur í stakk búið til að takast á við það ef barn upplýsir að það hafi orðið fyrir ofbeldi og það er einnig betur í stakk búið til að greina birtingarmyndir þess. Umræðan er opnari og verkferlar skýrari. Með samþykkt borgarstjórnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum Reykjavíkurborgar, er því stigið afar mikilvægt skref í að vernda börn fyrir ofbeldi. Eitt af mörgum í átt til betra samfélags án ofbeldis. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Sífellt kemur betur og betur í ljós, hversu hræðilega algengt það er að börn séu beitt ofbeldi í okkar annars friðsæla samfélagi. Samkvæmt rannsóknum hafa 10-13% allra barna í 10. bekk grunnskóla orðið fyrir kynferðisofbeldi og í u.þ.b. 10% allra heimilisofbeldismála á höfuðborgarsvæðinu beinist ofbeldið gegn börnum. Eru þá ótalin þau óbeinu skaðlegu áhrif sem börn verða fyrir vegna heimilisofbeldis, en í um 70% tilfella eru börn á þeim heimilum, þar sem ofbeldi er beitt. Rannsóknir hafa einnig sýnt að oftar en ekki þurfa börn sem beitt eru ofbeldi að bera harm sinn í hljóði. Allt of sjaldan er hlustað á neyðarköll barnanna og gripið inn í með viðeigandi hætti. Þannig hefur komið í ljós að barn er oft búið að reyna að segja fullorðnum frá ofbeldi sem það verður fyrir 7 – 10 sinnum áður en einhver hlustar. Samfélag sem þannig hlúir að börnum sínum getur varla talist siðað og það hlýtur að vera forgangsmál stjórnmálanna og okkar allra að bregðast við. Á sameiginlegum fundi ofbeldisvarnarnefndar og borgarstjórnar Reykjavíkur, var nýverið samþykkt tillaga nefndarinnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar. Markmið verkefnisins er að tryggja að barn þurfi bara að segja einu sinni frá og að starfsmenn borgarinnar sem vinna með börnum séu þjálfaðir í að sjá merki um að barn sé beitt ofbeldi. Einnig er verkefninu ætlað að auka þekkingu barna á ofbeldi og gera þau fær um að ræða um ofbeldi opinskátt og taka afstöðu gegn því. Verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ hefur á liðnum árum verið þróað sem tilraunaverkefni á nokkrum starfsstöðvum borgarinnar með góðum árangri. Ljóst er að starfsfólkið sem tók þátt í verkefninu er betur í stakk búið til að takast á við það ef barn upplýsir að það hafi orðið fyrir ofbeldi og það er einnig betur í stakk búið til að greina birtingarmyndir þess. Umræðan er opnari og verkferlar skýrari. Með samþykkt borgarstjórnar um að innleiða verkefnið „Opinskátt um ofbeldi“ í öllum grunnskólum, leikskólum og frístundamiðstöðvum Reykjavíkurborgar, er því stigið afar mikilvægt skref í að vernda börn fyrir ofbeldi. Eitt af mörgum í átt til betra samfélags án ofbeldis. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar og formaður Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar