May neyðst til að bakka með stefnumál Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Jeremy Corbyn og Theresa May gengu saman í þingsal áður en drottning hélt stefnuræðu sína. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forystu Theresu May er uppiskroppa með hugmyndir og hefur tapað meirihluta sínum. Þetta sagði Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, í umræðum eftir stefnuræðu drottningar á breska þinginu í gær. Hefð er fyrir því að drottning fari með stefnuræðu fyrir nýja ríkisstjórn eftir kosningar, í þessu tilfelli minnihlutastjórn May. Stjórnmálagreinandi BBC, Laura Kuenssberg, sagði í gær að May hefði væntanlega séð daginn fyrir sér sem einhvers konar krýningarathöfn fyrir nokkrum vikum en eftir að flokkurinn tapaði meirihluta í kosningum hafi gærdagurinn þess í stað kórónað fall May. Corbyn sagði að í ljósi þess að May hefði tapað þó nokkrum völdum hefði flokkur hennar þurft að bakka með ýmis stefnumál. Til að mynda áform um að afnema lög um ókeypis upphitun fyrir eldri borgara og sjálfkrafa hækkun eftirlauna sem og áform um að hætta að gefa ungum skólabörnum ókeypis hádegismat.Elísabet Bretadrottning og Karl Bretaprins sátu í þessum einkar vel skreyttu sætum.nordicphotos/AFPSjálf sagði May í umræðunum að stærsta áskorun sem ríkið stæði frammi fyrir væri að sameina sundraða þjóð. „Ég er tilbúin að vinna að þjóðarhag með hverjum sem er úr hvaða flokki sem er þegar kemur að Brexit og öðrum málum,“ sagði May. „Þingið getur ekki leyst allt en samvinna er þáttur í því að styrkja samkennd og sjálfstraust þjóðarinnar,“ bætti May við. Forsætisráðherrann tjáði sig einnig um bruna Grenfell-turnsins. Baðst hún afsökunar á mistökum yfirvalda sem hún sagði ekki hafa brugðist við brunanum á réttan hátt. Lofaði hún óháðum lögfræðingi til að starfa fyrir fjölskyldur sem urðu fyrir tjóni í brunanum. Engin stefnuræða drottningar verður á næsta ári og því þurfti ræða hennar í gær að spanna tveggja ára áform. Af þeim 27 frumvörpum sem útlistuð voru fjalla alls átta um Brexit, til að mynda um áhrif Brexit á innflytjendamál, milliríkjaviðskipti, sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. Mikilvægast þessara frumvarpa snýr að því að binda enda á lögsögu Evrópudómstólsins yfir Bretlandi og að innleiða öll Evrópusambandslög í bresk lög þess í stað. Á meðal annarra mála sem komust á dagskrá voru frumvörp um stofnun nýs embættis sem á að beita sér gegn heimilisofbeldi, um að klára að koma á lestarsamgöngum á milli Birmingham og Crewe og um aukna persónuvernd á netinu og hinn svokallaða rétt til að gleymast. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Bruni í Grenfell-turni England Kosningar í Bretlandi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins á Bretlandi undir forystu Theresu May er uppiskroppa með hugmyndir og hefur tapað meirihluta sínum. Þetta sagði Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, í umræðum eftir stefnuræðu drottningar á breska þinginu í gær. Hefð er fyrir því að drottning fari með stefnuræðu fyrir nýja ríkisstjórn eftir kosningar, í þessu tilfelli minnihlutastjórn May. Stjórnmálagreinandi BBC, Laura Kuenssberg, sagði í gær að May hefði væntanlega séð daginn fyrir sér sem einhvers konar krýningarathöfn fyrir nokkrum vikum en eftir að flokkurinn tapaði meirihluta í kosningum hafi gærdagurinn þess í stað kórónað fall May. Corbyn sagði að í ljósi þess að May hefði tapað þó nokkrum völdum hefði flokkur hennar þurft að bakka með ýmis stefnumál. Til að mynda áform um að afnema lög um ókeypis upphitun fyrir eldri borgara og sjálfkrafa hækkun eftirlauna sem og áform um að hætta að gefa ungum skólabörnum ókeypis hádegismat.Elísabet Bretadrottning og Karl Bretaprins sátu í þessum einkar vel skreyttu sætum.nordicphotos/AFPSjálf sagði May í umræðunum að stærsta áskorun sem ríkið stæði frammi fyrir væri að sameina sundraða þjóð. „Ég er tilbúin að vinna að þjóðarhag með hverjum sem er úr hvaða flokki sem er þegar kemur að Brexit og öðrum málum,“ sagði May. „Þingið getur ekki leyst allt en samvinna er þáttur í því að styrkja samkennd og sjálfstraust þjóðarinnar,“ bætti May við. Forsætisráðherrann tjáði sig einnig um bruna Grenfell-turnsins. Baðst hún afsökunar á mistökum yfirvalda sem hún sagði ekki hafa brugðist við brunanum á réttan hátt. Lofaði hún óháðum lögfræðingi til að starfa fyrir fjölskyldur sem urðu fyrir tjóni í brunanum. Engin stefnuræða drottningar verður á næsta ári og því þurfti ræða hennar í gær að spanna tveggja ára áform. Af þeim 27 frumvörpum sem útlistuð voru fjalla alls átta um Brexit, til að mynda um áhrif Brexit á innflytjendamál, milliríkjaviðskipti, sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál. Mikilvægast þessara frumvarpa snýr að því að binda enda á lögsögu Evrópudómstólsins yfir Bretlandi og að innleiða öll Evrópusambandslög í bresk lög þess í stað. Á meðal annarra mála sem komust á dagskrá voru frumvörp um stofnun nýs embættis sem á að beita sér gegn heimilisofbeldi, um að klára að koma á lestarsamgöngum á milli Birmingham og Crewe og um aukna persónuvernd á netinu og hinn svokallaða rétt til að gleymast.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Bruni í Grenfell-turni England Kosningar í Bretlandi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira