Stormviðvörun og svalt: „Ekki kræsilegt veður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. júní 2017 07:48 Það er ekkert sérstaklega sumarlegt á landinu þessa dagana en Veðurstofan varar við stormi suðaustanlands þar sem jafnframt má búast við mikilli úrkomu. vísir/vilhelm Veðurstofa Íslands varar við stormi í dag, meira en 20 metrum á sekúndu, austan Öræfa og sunnan til á Austfjörðum. Vindhviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu og þá verður mikil úrkoma austan til á landinu og síðan einnig á Ströndum í kvöld. Ekkert ferðaveður verður á þeim slóðum þar sem spáð er stormi fyrir þá sem eru á farartækjum sem taka á sig vind. „Norðaustan hvassviðri eða stormur austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum í dag en norðanstæðari í kvöld og ekki ferðaveður fyrir farartæki sem taka á sig vind. Lægir smám saman á morgun. Í öðrum landshlutum má búast við norðaustan 8-15 m/s. Ausandi hellirigning verður á austanverðu landinu, þó einna mest á norðanverðum Austfjörðum. Einnig bleytir vel í á Ströndum. Rigning með köflum suðvestanlands fram eftir degi. Áfram vætusamt á norðanverðu landinu á morgun en skýjað með köflum sunnantil. Heldur svalt í veðri, 7 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands. Síðan er nú útlit fyrir öllu rólegra veður fram á fimmtudag, breytilega átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum en víða síðdegisskúrir. Hiti 8 til 16 stig að deginum. Sannarlega ekki kræsilegt veður nú í vorvertíðarlok og ekki gott að stripplast á Jónsmessunótt. En kaldara hefur verið að velta sér í snjónum 1992 en þá gerði hret með snjókomu um allt norðanvert landið og jafnvel í uppsveitum suðvestanlands. Mest mældist snjódýptin 7 cm í Dalsmynni í Hjaltadal og 4 cm á Nautabúi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Veðurhorfur næstu daga:Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning og svalt í veðri norðan- og austanlands, en léttir til sunnan- og vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir sunnan- og vestanlands og hiti 8 til 12 stig. Skýjað og þurrt að mestu um landið norðaustanvert og hiti 4 til 8 stig.Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og víða síðdegisskúrir, einkum inn til landsins. Hiti 8 til 16 stig að deginum. Veður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Veðurstofa Íslands varar við stormi í dag, meira en 20 metrum á sekúndu, austan Öræfa og sunnan til á Austfjörðum. Vindhviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu og þá verður mikil úrkoma austan til á landinu og síðan einnig á Ströndum í kvöld. Ekkert ferðaveður verður á þeim slóðum þar sem spáð er stormi fyrir þá sem eru á farartækjum sem taka á sig vind. „Norðaustan hvassviðri eða stormur austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum í dag en norðanstæðari í kvöld og ekki ferðaveður fyrir farartæki sem taka á sig vind. Lægir smám saman á morgun. Í öðrum landshlutum má búast við norðaustan 8-15 m/s. Ausandi hellirigning verður á austanverðu landinu, þó einna mest á norðanverðum Austfjörðum. Einnig bleytir vel í á Ströndum. Rigning með köflum suðvestanlands fram eftir degi. Áfram vætusamt á norðanverðu landinu á morgun en skýjað með köflum sunnantil. Heldur svalt í veðri, 7 til 14 stig, hlýjast suðvestanlands. Síðan er nú útlit fyrir öllu rólegra veður fram á fimmtudag, breytilega átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum en víða síðdegisskúrir. Hiti 8 til 16 stig að deginum. Sannarlega ekki kræsilegt veður nú í vorvertíðarlok og ekki gott að stripplast á Jónsmessunótt. En kaldara hefur verið að velta sér í snjónum 1992 en þá gerði hret með snjókomu um allt norðanvert landið og jafnvel í uppsveitum suðvestanlands. Mest mældist snjódýptin 7 cm í Dalsmynni í Hjaltadal og 4 cm á Nautabúi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.Veðurhorfur næstu daga:Á laugardag: Norðaustan 8-15 m/s, hvassast austast. Rigning og svalt í veðri norðan- og austanlands, en léttir til sunnan- og vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað með köflum og stöku síðdegisskúrir sunnan- og vestanlands og hiti 8 til 12 stig. Skýjað og þurrt að mestu um landið norðaustanvert og hiti 4 til 8 stig.Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og víða síðdegisskúrir, einkum inn til landsins. Hiti 8 til 16 stig að deginum.
Veður Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira