Eldri borgarar bíða í allt að ár eftir að komast að í dagvist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. júní 2017 23:14 Um eitt hundrað eldri borgarar bíða eftir því að komast að í dagvist í Múlabæ og er meðalbiðtími allt að eitt ár. Forstöðumaður þar segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning. Múlabær er eitt þeirra dagvistunarúrræða sem í boði eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir aldraða. Skjólstæðingarnir í hverri viku eru 117. Í Múlabæ er félagsstarf og hjúkrunarstarf í boði. Þeir sem þangað koma búa heimahúsi en þurfa á stuðningi að halda. „Við erum að fylgjast með heilsufari fólks. Við erum að sjá teikn um að heilsu sé farið að hraka og þá getum við brugðist við í tíma,“ segir Þórunn Bjarney Garðarsdóttir forstöðumaður í Múlabæ og Hlíðarbæ. Bæði aldraðir og öryrkjar geta sótt um í Múlabæ. Oft eru það heimilislæknar sem sækja um fyrir fólk og sumir sem þangað hafa komið hafa verið að bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. „Við erum núna með um tæplega hundrað manns á biðlista og biðtíminn er svona, það hefur verið, allt upp í eitt ár,“ segir Þórunn. Meðalaldur þeirra sem koma í Múlabæ er 86 ár og segja flestir þeirra það hafa mikla þýðingu að fá þá þjónustu sem þar er í boði. „Maður er voðalega einmana einn þó maður geti ýmislegt. Hér er allt gert sem hugsast getur,“ segir Erla Svavarsdóttir. Í sama streng tekur Gunnar Andrésson en hann hefur komið í Múlabæ reglulega í nokkur ár. „Fyrir fimm sex árum var ég nú á Landspítalanum og upp úr því kom ég hingað sko. Ég var farinn að finna fyrir því að áður en ég kom hingað sko að hafa mig bara ekki fram úr á morgnana,“ segir Gunnar. Þórunn segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning, bæði dagvistun og hjúkrunarrými. „Það að fólk skuli vera að liggja inni á Landspítalanum, í rauninni búið í meðferð og ekki komast í önnur úrræði að það segir náttúrulega sína sögu. Við þurfum einhvers staðar að gefa í,“ segir Þórunn. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Um eitt hundrað eldri borgarar bíða eftir því að komast að í dagvist í Múlabæ og er meðalbiðtími allt að eitt ár. Forstöðumaður þar segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning. Múlabær er eitt þeirra dagvistunarúrræða sem í boði eru á höfuðborgarsvæðinu fyrir aldraða. Skjólstæðingarnir í hverri viku eru 117. Í Múlabæ er félagsstarf og hjúkrunarstarf í boði. Þeir sem þangað koma búa heimahúsi en þurfa á stuðningi að halda. „Við erum að fylgjast með heilsufari fólks. Við erum að sjá teikn um að heilsu sé farið að hraka og þá getum við brugðist við í tíma,“ segir Þórunn Bjarney Garðarsdóttir forstöðumaður í Múlabæ og Hlíðarbæ. Bæði aldraðir og öryrkjar geta sótt um í Múlabæ. Oft eru það heimilislæknar sem sækja um fyrir fólk og sumir sem þangað hafa komið hafa verið að bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili. „Við erum núna með um tæplega hundrað manns á biðlista og biðtíminn er svona, það hefur verið, allt upp í eitt ár,“ segir Þórunn. Meðalaldur þeirra sem koma í Múlabæ er 86 ár og segja flestir þeirra það hafa mikla þýðingu að fá þá þjónustu sem þar er í boði. „Maður er voðalega einmana einn þó maður geti ýmislegt. Hér er allt gert sem hugsast getur,“ segir Erla Svavarsdóttir. Í sama streng tekur Gunnar Andrésson en hann hefur komið í Múlabæ reglulega í nokkur ár. „Fyrir fimm sex árum var ég nú á Landspítalanum og upp úr því kom ég hingað sko. Ég var farinn að finna fyrir því að áður en ég kom hingað sko að hafa mig bara ekki fram úr á morgnana,“ segir Gunnar. Þórunn segir skorta úrræði fyrir aldraða sem þurfa stuðning, bæði dagvistun og hjúkrunarrými. „Það að fólk skuli vera að liggja inni á Landspítalanum, í rauninni búið í meðferð og ekki komast í önnur úrræði að það segir náttúrulega sína sögu. Við þurfum einhvers staðar að gefa í,“ segir Þórunn.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira