Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 20:22 Malcolm Turnbull. Vísir/Getty Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, hæddist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í ræðu fyrir framan ástralska fjölmiðla og gerði stólpagrín að háttalagi hans en ummælin voru látin falla á lokuðum kvöldverðarfundi sem allajafna er ekki fluttar fréttir af. Forsætisráðherrann segir að um algjöran trúnaðarbrest sé að ræða en hann hafi einungis verið að slá á létta strengi fyrir fjölmiðlamenn á þessum kvöldverð sem haldinn er einu sinni á ári. Laurie Oakes, fréttastjóri fréttastofunnar Nine, sem lak myndbandinu, segir hins vegar að hann hafi tekið ákvörðun um að leka myndefninu á þeim grundvelli að það sé hlutverk fjölmiðla að flytja almenningi fréttir, hvaðan sem þær koma. Turnbull hafi bugtað sig og beygt fyrir Trump á fundi sínum með honum og hljóti að geta staðið við eigin orð sem hann lét falla á fundinum. Þau eigi erindi við almenning. Í myndbandinu sem lekið var sést Turnbull flytja nokkuð laglega eftirhermu af bandaríska forsetanum, þar sem hann vísar til þekktra orða hans um eigin sigur í kosningunum.Donaldinn og ég, erum að vinna og vinna í könnunum. Við erum að vinna svo mikið, við erum að vinna, við erum að vinna líkt og við höfum aldrei gert áður. Leiðtogarnir tveir hittust á opinberum fundi í New York í síðasta mánuði og sagði Trump að sambandið á milli þeirra tveggja væri gott. Áður höfðu borist fréttir af því að þeim hefði lent saman í fyrsta símtalinu sín á milli og að Trump hefði skellt á hann. Turnbull, sem er formaður hins íhaldssama frjálslynda flokks, í tveggja flokka kerfi Ástralíu sem á rætur að rekja til hins breska, hefur átt á brattann að sækja að undanförnu en ríkisstjórn hans hefur ítrekað mælst með minni stuðning áströlsku þjóðarinnar en áður. Þá er Trump sjálfur einnig fórnarlamb skoðanakannana en forsetinn bandaríski en 60 prósent Bandaríkjamanna sögðu í nýlegri könnun Gallup að þeir væru óánægðir með störf forsetans.Sjá má ummæli fréttastjórans og brot úr ræðu Turnbull hér að neðan.Vision has surfaced of Malcolm Turnbull mocking U.S. President Donald Trump. @LaurieOakes broke the story on https://t.co/HTuswl1ECx. #9News pic.twitter.com/qWoy91LpKB— Nine News Australia (@9NewsAUS) June 15, 2017 Donald Trump Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, hæddist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í ræðu fyrir framan ástralska fjölmiðla og gerði stólpagrín að háttalagi hans en ummælin voru látin falla á lokuðum kvöldverðarfundi sem allajafna er ekki fluttar fréttir af. Forsætisráðherrann segir að um algjöran trúnaðarbrest sé að ræða en hann hafi einungis verið að slá á létta strengi fyrir fjölmiðlamenn á þessum kvöldverð sem haldinn er einu sinni á ári. Laurie Oakes, fréttastjóri fréttastofunnar Nine, sem lak myndbandinu, segir hins vegar að hann hafi tekið ákvörðun um að leka myndefninu á þeim grundvelli að það sé hlutverk fjölmiðla að flytja almenningi fréttir, hvaðan sem þær koma. Turnbull hafi bugtað sig og beygt fyrir Trump á fundi sínum með honum og hljóti að geta staðið við eigin orð sem hann lét falla á fundinum. Þau eigi erindi við almenning. Í myndbandinu sem lekið var sést Turnbull flytja nokkuð laglega eftirhermu af bandaríska forsetanum, þar sem hann vísar til þekktra orða hans um eigin sigur í kosningunum.Donaldinn og ég, erum að vinna og vinna í könnunum. Við erum að vinna svo mikið, við erum að vinna, við erum að vinna líkt og við höfum aldrei gert áður. Leiðtogarnir tveir hittust á opinberum fundi í New York í síðasta mánuði og sagði Trump að sambandið á milli þeirra tveggja væri gott. Áður höfðu borist fréttir af því að þeim hefði lent saman í fyrsta símtalinu sín á milli og að Trump hefði skellt á hann. Turnbull, sem er formaður hins íhaldssama frjálslynda flokks, í tveggja flokka kerfi Ástralíu sem á rætur að rekja til hins breska, hefur átt á brattann að sækja að undanförnu en ríkisstjórn hans hefur ítrekað mælst með minni stuðning áströlsku þjóðarinnar en áður. Þá er Trump sjálfur einnig fórnarlamb skoðanakannana en forsetinn bandaríski en 60 prósent Bandaríkjamanna sögðu í nýlegri könnun Gallup að þeir væru óánægðir með störf forsetans.Sjá má ummæli fréttastjórans og brot úr ræðu Turnbull hér að neðan.Vision has surfaced of Malcolm Turnbull mocking U.S. President Donald Trump. @LaurieOakes broke the story on https://t.co/HTuswl1ECx. #9News pic.twitter.com/qWoy91LpKB— Nine News Australia (@9NewsAUS) June 15, 2017
Donald Trump Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira