Samfélagið og annað tækifæri Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 19. júní 2017 10:28 Tilfinningar geta truflað umræðu um viðkvæm mál og stundum missir fólk sjónar á skóginum og sér bara eitt tré úr fjöldanum. Fyrir félag sem berst fyrir betrunarstefnu í fangelsismálum er slæmt þegar mál eins einstaklings er dregið fram í dagsljósið og forseti landsins lýsir því yfir að almenningur allur vilji að hann – og hans líkar – verði lokaðir ævilangt inni. Með yfirlýsingu sinni fullyrti forseti Íslands að þjóðin vilji hverfa frá betrunarstefnu í fangelsismálum þegar kemur að mönnum sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum. Þjóðin telji að með brotum sínum hafi þeir fyrirgert rétti sínum til að búa meðal annarra íbúa og skuli lokaðir inni til dauðadags. Afstaða telur að forsetinn hafi ekki séð heildarmyndina þegar hann tjáði sig um málefnið við fjölmiðla og hafi mögulega oftúlkað vilja þjóðarinnar. Vel menntuð og upplýst samfélög hafa nefnilega horfið frá refsistefnu í anda miðalda. Þau átta sig á mikilvægi þess að reyna betra menn sem brotið hafa af sér, burtséð frá brotaflokkum, og umbuna þeim sem greiða skuld sína við samfélagið með afplánun refsingar og góðri hegðun í framhaldinu. Betrunarstefnan gengur út á refsingu með frelsissviptingu, endurhæfingu með meðferðum, námi og starfsþjálfun og svo aðlögun að samfélaginu á nýjan leik. Ef viðkomandi sýnir að hann getur tekið þátt í samfélagi manna án þess að brjóta af sér og vinnur sér aftur inn traust getur hann sótt um að fá full réttindi að nýju, að í lagalegum skilningi sé mannorðið óflekkað. Hafa ber í huga að betrunarstefnan nær yfir alla þá sem brjóta af sér, ekki er hægt að gera upp á milli afbrota eða handvelja þá sem fá tækifæri til betrunar. Allir eiga skilið annað tækifæri. Hér á landi er hins vegar betrunarstefnan langt frá því að vera virk og er aðeins smá vísir af henni miðað við Norðurlöndin og það er það sem almenningur ætti að hafa áhyggjur af. Ef ráðherra dómsmála hefur áhuga á að breyta einhverju í þessum málum ætti hún strax að hefjast handa við að tryggja að fangar fái viðeigandi meðferðir og eftirfylgni eftir afplánun og að hún hefji strax samtal um að heildarendurskoða betrunarstefnuna, því aðalmarkmiðið með henni hlýtur alltaf að vera að fækka brotaþolendum, kostnaði og glæpum.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Tilfinningar geta truflað umræðu um viðkvæm mál og stundum missir fólk sjónar á skóginum og sér bara eitt tré úr fjöldanum. Fyrir félag sem berst fyrir betrunarstefnu í fangelsismálum er slæmt þegar mál eins einstaklings er dregið fram í dagsljósið og forseti landsins lýsir því yfir að almenningur allur vilji að hann – og hans líkar – verði lokaðir ævilangt inni. Með yfirlýsingu sinni fullyrti forseti Íslands að þjóðin vilji hverfa frá betrunarstefnu í fangelsismálum þegar kemur að mönnum sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum. Þjóðin telji að með brotum sínum hafi þeir fyrirgert rétti sínum til að búa meðal annarra íbúa og skuli lokaðir inni til dauðadags. Afstaða telur að forsetinn hafi ekki séð heildarmyndina þegar hann tjáði sig um málefnið við fjölmiðla og hafi mögulega oftúlkað vilja þjóðarinnar. Vel menntuð og upplýst samfélög hafa nefnilega horfið frá refsistefnu í anda miðalda. Þau átta sig á mikilvægi þess að reyna betra menn sem brotið hafa af sér, burtséð frá brotaflokkum, og umbuna þeim sem greiða skuld sína við samfélagið með afplánun refsingar og góðri hegðun í framhaldinu. Betrunarstefnan gengur út á refsingu með frelsissviptingu, endurhæfingu með meðferðum, námi og starfsþjálfun og svo aðlögun að samfélaginu á nýjan leik. Ef viðkomandi sýnir að hann getur tekið þátt í samfélagi manna án þess að brjóta af sér og vinnur sér aftur inn traust getur hann sótt um að fá full réttindi að nýju, að í lagalegum skilningi sé mannorðið óflekkað. Hafa ber í huga að betrunarstefnan nær yfir alla þá sem brjóta af sér, ekki er hægt að gera upp á milli afbrota eða handvelja þá sem fá tækifæri til betrunar. Allir eiga skilið annað tækifæri. Hér á landi er hins vegar betrunarstefnan langt frá því að vera virk og er aðeins smá vísir af henni miðað við Norðurlöndin og það er það sem almenningur ætti að hafa áhyggjur af. Ef ráðherra dómsmála hefur áhuga á að breyta einhverju í þessum málum ætti hún strax að hefjast handa við að tryggja að fangar fái viðeigandi meðferðir og eftirfylgni eftir afplánun og að hún hefji strax samtal um að heildarendurskoða betrunarstefnuna, því aðalmarkmiðið með henni hlýtur alltaf að vera að fækka brotaþolendum, kostnaði og glæpum.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun