Alls 349 Íslendingar í 61 aflandsfélagi í skattagögnunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 11:11 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Alls eru 349 íslenskar kennitölur í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattrannsóknarstjóri keypti sumarið 2015. Fjöldi aflandsfélaga með íslenska kennitölu er 61 talsins. Í sumum tilfellum nema undandregnir skattstofnar allt að nokkrum hundruðum milljóna króna.Þetta kemur fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, um skattrannsókn á grundvelli keyptra gagna. Benedikt segir að alls hafi 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna grunns um skattalagabrot sem tengjast Panamagögnunum. Þá hafi eitt mál verið tekið til rannsóknar eftir að skattrannsóknarstjóri keypti gögnin. Fyrirséð sé að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum.Engin ákæra verið gefin út Grunur um skattalagabrot í sex öðrum málum hefur vaknað við rannsóknina, að sögn Benedikts. Rannsókn er lokið í þremur málum; tveimur hefur verið vísað til héraðssaksóknara og ákvörðun verið tekin um að gera kröfu um sekt hjá yfirskattamál í þriðja málinu. Engin ákæra hefur verið gefin út. Rannsóknir á sjö málum eru á lokastigi og þá hefur rannsókn átta mála verið felld niður. Í svari Benedikts segir að þegar hafi verið send út bréf til 229 einstaklinga í tengslum við hin keyptu gögn og til viðbótar þeim sem hafi fengið bréf hafi fleiri íslenskir aðilar, sem komu fram í gögnunum, verið skoðaðir hjá embættinu. Það sé þó án þess að formlegar bréfaskriftir hafi átt sér stað. Þá segir hann að útilokað sé að segja með nákvæmni um hversu háar fjárhæðir sé að ræða í óloknum málum. Hins vegar nemi undandregnir skattstofnar í einstökum málum allt að nokkrum hundruðum milljónum króna. Þá sé fyrirséð að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum, þar sem grunur liggi fyrir um skattlagabrot, en rannsókn ekki formlega hafin. Tengdar fréttir Skattarannsóknarstjóri staðfestir að undanskotin hlaupi á hundruðum milljóna Að minnsta kosti 46 stórfelld brot komin á borð saksóknara. 13. nóvember 2016 22:01 Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Kaup íslenskra yfirvalda á skattagögnum hefur skilað gífurlegum tekjum í ríkissjóð. 26. febrúar 2017 23:48 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Alls eru 349 íslenskar kennitölur í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sem skattrannsóknarstjóri keypti sumarið 2015. Fjöldi aflandsfélaga með íslenska kennitölu er 61 talsins. Í sumum tilfellum nema undandregnir skattstofnar allt að nokkrum hundruðum milljóna króna.Þetta kemur fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, um skattrannsókn á grundvelli keyptra gagna. Benedikt segir að alls hafi 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar hjá skattrannsóknarstjóra vegna grunns um skattalagabrot sem tengjast Panamagögnunum. Þá hafi eitt mál verið tekið til rannsóknar eftir að skattrannsóknarstjóri keypti gögnin. Fyrirséð sé að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum.Engin ákæra verið gefin út Grunur um skattalagabrot í sex öðrum málum hefur vaknað við rannsóknina, að sögn Benedikts. Rannsókn er lokið í þremur málum; tveimur hefur verið vísað til héraðssaksóknara og ákvörðun verið tekin um að gera kröfu um sekt hjá yfirskattamál í þriðja málinu. Engin ákæra hefur verið gefin út. Rannsóknir á sjö málum eru á lokastigi og þá hefur rannsókn átta mála verið felld niður. Í svari Benedikts segir að þegar hafi verið send út bréf til 229 einstaklinga í tengslum við hin keyptu gögn og til viðbótar þeim sem hafi fengið bréf hafi fleiri íslenskir aðilar, sem komu fram í gögnunum, verið skoðaðir hjá embættinu. Það sé þó án þess að formlegar bréfaskriftir hafi átt sér stað. Þá segir hann að útilokað sé að segja með nákvæmni um hversu háar fjárhæðir sé að ræða í óloknum málum. Hins vegar nemi undandregnir skattstofnar í einstökum málum allt að nokkrum hundruðum milljónum króna. Þá sé fyrirséð að fleiri mál verði tekin til rannsóknar á næstu mánuðum, þar sem grunur liggi fyrir um skattlagabrot, en rannsókn ekki formlega hafin.
Tengdar fréttir Skattarannsóknarstjóri staðfestir að undanskotin hlaupi á hundruðum milljóna Að minnsta kosti 46 stórfelld brot komin á borð saksóknara. 13. nóvember 2016 22:01 Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Kaup íslenskra yfirvalda á skattagögnum hefur skilað gífurlegum tekjum í ríkissjóð. 26. febrúar 2017 23:48 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Skattarannsóknarstjóri staðfestir að undanskotin hlaupi á hundruðum milljóna Að minnsta kosti 46 stórfelld brot komin á borð saksóknara. 13. nóvember 2016 22:01
Skattagögn skilað 143 milljónum í endurálagningu Kaup íslenskra yfirvalda á skattagögnum hefur skilað gífurlegum tekjum í ríkissjóð. 26. febrúar 2017 23:48
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent