Loftslagsmál eru orkumál Hörður Arnarson skrifar 18. maí 2017 07:00 Það var einkar ánægjulegt að sjá ríkisstjórnina ýta vinnu við gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum úr vör á dögunum. Stjórnvöld gera sér grein fyrir því að loftslagsmál eru alþjóðlegt verkefni og að við Íslendingar getum ekki setið hjá, án þess að taka ábyrgð á þessu sameiginlega vandamáli allra þjóða heims. Það er einmitt ánægjulegt að við Íslendingar erum í aðstöðu til að gera gott betur en aðrar þjóðir og vera í fararbroddi í loftslagsmálum í veröldinni. Áætlun ríkisstjórnarinnar miðar að því að við getum staðið við skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá 2015, sem var að mínu mati vendipunktur í því hvernig alþjóðasamfélagið fæst við vandann og miðar við að halda hlýnun andrúmsloftsins innan við 2°C, miðað við upphaf iðnbyltingarinnar. Aukum notkun hreinnar orku og minnkum orkunotkun almennt Loftslagsmál eru orkumál, enda koma rúmlega tveir þriðju af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum frá orkuvinnslu. Yfir 80% af orkunotkun í heiminum eru síðan vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, en það þýðir að leiðirnar að markmiði Parísarsamkomulagsins eru fyrst og fremst tvær. Annars vegar er mikilvægt að draga úr vexti orkunotkunar almennt; hins vegar minnka kolefnislosandi orkunýtingu sem mest í heiminum – sér í lagi vegna brennslu kola og olíu. Aukin endurnýjanleg orkuvinnsla er ein árangursríkasta leiðin til að minnka kolefnislosandi orkuvinnslu á heimsvísu. Spá Alþjóðaorkustofnunarinnar um orkunotkun til ársins 2040 gerir enda ráð fyrir tæplega 80% vexti í nýtingu endurnýjanlegrar orku, en á sama tíma er ekki gert ráð fyrir að kolanotkun í heiminum minnki, vegna aukinnar orkunotkunar. Við Íslendingar stöndum í þeim sporum að 85% af orkunotkun okkar eiga sér uppruna í endurnýjanlegum orkuauðlindum. Til okkar er yfirleitt litið sem fyrirmyndar á heimsvísu, enda er ljóst að loftslagsmál væru mun viðráðanlegra vandamál, væri þetta hlutfall svona í öllum heiminum. Með sjálfbærni að leiðarljósi Þessum góða árangri höfum við náð með sjálfbærni að leiðarljósi, þar sem efnahagsáhrif og hagkvæmni hafa verið helsti drifkrafturinn. Við höfum náð að haga málum þannig að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda þurfum við ekki að flytja inn eldsneyti fyrir raforkuframleiðslu og húshitun – óendurnýjanlega orkugjafa sem hafa í för með sér losun á gróðurhúsalofttegundum og aðra mengun. Þegar við horfum á alþjóðasamfélagið kemur í ljós að Evrópa er leiðandi í baráttunni við loftslagsbreytingar í heiminum. Þar hefur verið tekin ákvörðun um að tvískipta verkefninu; annars vegar er um að ræða staðbundin markmið innan Evrópulanda, á ábyrgð stjórnvalda í hverju landi fyrir sig. Hins vegar er hið svokallaða ETS- viðskiptakerfi með losunarheimildir, sem ekki er bundið við landamæri og er á ábyrgð fyrirtækjanna sem losa. Yfir 11.000 fyrirtæki í Evrópu eru þátttakendur í ETS og markmið með kerfinu er að losun minnki um 40% til ársins 2030 miðað við losun árið 1990. ETS-kerfið er hornsteinn í aðgerðum Evrópu í loftslagsmálum. Í því eru skýrir hagrænir hvatar til að draga úr losun með hagkvæmni að leiðarljósi með því að hvetja til framþróunar á sviðum þar sem mestir möguleikar eru á að ná árangri. Kerfið gerir ráð fyrir samdrætti í losun frá starfsemi fyrirtækja sem falla undir ETS-kerfið. Takmarkaður fjöldi losunarheimilda í Evrópu felur í sér að ef losun er aukin á ákveðnum stöðum þarf samdráttur að verða meiri annars staðar á svæðinu. Íslensk fyrirtæki sem nýta endurnýjanlega orku standa vel innan þessa kerfis. Helsti veikleiki ETS-kerfisins felst hins vegar í því að það er bundið við Evrópuálfuna, sem skapar hættu á því að kolefnislosandi starfsemi flytjist til annarra heimshluta, t.a.m. þróunarlanda, sem ekki eru með jafn metnaðarfull markmið og eftirlit í loftslagsmálum. Frumkvæði frá íslensku atvinnulífi Eins og ég vék að í byrjun er aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum fagnaðarefni. Það er þó að mínu viti afar mikilvægt, að íslensk orkufyrirtæki jafnt sem önnur fyrirtæki sýni frumkvæði í því að finna hagkvæmar leiðir og verkefni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í krafti sérstöðu okkar og sérþekkingar getum við lagt mikið af mörkum, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi, í þessu mikilvægasta verkefni samtímans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Arnarson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Það var einkar ánægjulegt að sjá ríkisstjórnina ýta vinnu við gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum úr vör á dögunum. Stjórnvöld gera sér grein fyrir því að loftslagsmál eru alþjóðlegt verkefni og að við Íslendingar getum ekki setið hjá, án þess að taka ábyrgð á þessu sameiginlega vandamáli allra þjóða heims. Það er einmitt ánægjulegt að við Íslendingar erum í aðstöðu til að gera gott betur en aðrar þjóðir og vera í fararbroddi í loftslagsmálum í veröldinni. Áætlun ríkisstjórnarinnar miðar að því að við getum staðið við skuldbindingar okkar samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá 2015, sem var að mínu mati vendipunktur í því hvernig alþjóðasamfélagið fæst við vandann og miðar við að halda hlýnun andrúmsloftsins innan við 2°C, miðað við upphaf iðnbyltingarinnar. Aukum notkun hreinnar orku og minnkum orkunotkun almennt Loftslagsmál eru orkumál, enda koma rúmlega tveir þriðju af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum frá orkuvinnslu. Yfir 80% af orkunotkun í heiminum eru síðan vegna brennslu jarðefnaeldsneytis, en það þýðir að leiðirnar að markmiði Parísarsamkomulagsins eru fyrst og fremst tvær. Annars vegar er mikilvægt að draga úr vexti orkunotkunar almennt; hins vegar minnka kolefnislosandi orkunýtingu sem mest í heiminum – sér í lagi vegna brennslu kola og olíu. Aukin endurnýjanleg orkuvinnsla er ein árangursríkasta leiðin til að minnka kolefnislosandi orkuvinnslu á heimsvísu. Spá Alþjóðaorkustofnunarinnar um orkunotkun til ársins 2040 gerir enda ráð fyrir tæplega 80% vexti í nýtingu endurnýjanlegrar orku, en á sama tíma er ekki gert ráð fyrir að kolanotkun í heiminum minnki, vegna aukinnar orkunotkunar. Við Íslendingar stöndum í þeim sporum að 85% af orkunotkun okkar eiga sér uppruna í endurnýjanlegum orkuauðlindum. Til okkar er yfirleitt litið sem fyrirmyndar á heimsvísu, enda er ljóst að loftslagsmál væru mun viðráðanlegra vandamál, væri þetta hlutfall svona í öllum heiminum. Með sjálfbærni að leiðarljósi Þessum góða árangri höfum við náð með sjálfbærni að leiðarljósi, þar sem efnahagsáhrif og hagkvæmni hafa verið helsti drifkrafturinn. Við höfum náð að haga málum þannig að með nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda þurfum við ekki að flytja inn eldsneyti fyrir raforkuframleiðslu og húshitun – óendurnýjanlega orkugjafa sem hafa í för með sér losun á gróðurhúsalofttegundum og aðra mengun. Þegar við horfum á alþjóðasamfélagið kemur í ljós að Evrópa er leiðandi í baráttunni við loftslagsbreytingar í heiminum. Þar hefur verið tekin ákvörðun um að tvískipta verkefninu; annars vegar er um að ræða staðbundin markmið innan Evrópulanda, á ábyrgð stjórnvalda í hverju landi fyrir sig. Hins vegar er hið svokallaða ETS- viðskiptakerfi með losunarheimildir, sem ekki er bundið við landamæri og er á ábyrgð fyrirtækjanna sem losa. Yfir 11.000 fyrirtæki í Evrópu eru þátttakendur í ETS og markmið með kerfinu er að losun minnki um 40% til ársins 2030 miðað við losun árið 1990. ETS-kerfið er hornsteinn í aðgerðum Evrópu í loftslagsmálum. Í því eru skýrir hagrænir hvatar til að draga úr losun með hagkvæmni að leiðarljósi með því að hvetja til framþróunar á sviðum þar sem mestir möguleikar eru á að ná árangri. Kerfið gerir ráð fyrir samdrætti í losun frá starfsemi fyrirtækja sem falla undir ETS-kerfið. Takmarkaður fjöldi losunarheimilda í Evrópu felur í sér að ef losun er aukin á ákveðnum stöðum þarf samdráttur að verða meiri annars staðar á svæðinu. Íslensk fyrirtæki sem nýta endurnýjanlega orku standa vel innan þessa kerfis. Helsti veikleiki ETS-kerfisins felst hins vegar í því að það er bundið við Evrópuálfuna, sem skapar hættu á því að kolefnislosandi starfsemi flytjist til annarra heimshluta, t.a.m. þróunarlanda, sem ekki eru með jafn metnaðarfull markmið og eftirlit í loftslagsmálum. Frumkvæði frá íslensku atvinnulífi Eins og ég vék að í byrjun er aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum fagnaðarefni. Það er þó að mínu viti afar mikilvægt, að íslensk orkufyrirtæki jafnt sem önnur fyrirtæki sýni frumkvæði í því að finna hagkvæmar leiðir og verkefni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í krafti sérstöðu okkar og sérþekkingar getum við lagt mikið af mörkum, jafnt innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi, í þessu mikilvægasta verkefni samtímans.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar