Vanmetin nýsköpun Ari Trausti Guðmundsson skrifar 13. apríl 2017 07:00 Sífellt er minnst á hve nýsköpun skiptir framvindu samfélagsins miklu máli. Í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem er hennar pólitíska hagfræði, er eitt af málefnasviðunum nefnt rannsóknir, nýsköpun og þekkingargreinar. Þar eru sett fram markmið um að Ísland verði leiðandi á sviði rannsókna og þekkingar! Hvar höfum við ekki ætlað að vera leiðandi á þessari öld? Taldar eru upp aðgerðir á málasviðinu en engar fjárhæðir til hvers hluta. Þeim mun oftar stendur: - Verður forgangsraðað innan ramma. Í yfirliti kemur fram að framlög til málefnasviðsins árið 2018 lækka um 120 millj. kr. en eftir það, næstu fjögur ár, allt til ársins 2022, hækka framlög milli ára aðeins um 120 millj. kr. Hvernig rímar þessi sérkennilega fjárhagsáætlun við þarfir samfélagsins, hvað þá undarlegt markmið um leiðandi stöðu á heimsvísu? Vissulega hafa framlög til rannsókna og þróunar verið aukin í allmörg ár, enda sér þess víða gleðilegan stað og sprotafyrirtæki, og jafnt vísinda- og tæknimenn sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands staðið sig vel.Tryggir ekki nýsköpun og þróun Ég fullyrði engu að síður að 500-600 millj. kr. framlag á fimm árum tryggi ekki næga nýsköpun, rannsóknir og þróun; þaðan af síður að upphæðin hafi mikið með hin háleitu markmið að gera, af því að í raun og veru eru framlög til málaefnanna enn undir viðmiðum nágrannaþjóða. Þarna er verið að marka stefnu er varðar loftslagsmarkmið Íslands, nýsköpun í iðnaði, ferðaþjónustu, landbúnaði og sjávarútvegi o.s.frv. Svipuð, röng fjármálastefna kemur fram gagnvart háskólastiginu. Þar vantar milljarða til fimm ára, bæði til HÍ og annarra háskóla, háskólasetra og þekkingarsetra. Það eru ekki einungis rannsókna - og þróunarsjóðirnir sem verða vanfjármagnaðir til lengri tíma litið, heldur er líka öll umgjörðin, allt háskólastigið, einfaldlega vanfjármagnað í ríkisfjármálaætluninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Sífellt er minnst á hve nýsköpun skiptir framvindu samfélagsins miklu máli. Í ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem er hennar pólitíska hagfræði, er eitt af málefnasviðunum nefnt rannsóknir, nýsköpun og þekkingargreinar. Þar eru sett fram markmið um að Ísland verði leiðandi á sviði rannsókna og þekkingar! Hvar höfum við ekki ætlað að vera leiðandi á þessari öld? Taldar eru upp aðgerðir á málasviðinu en engar fjárhæðir til hvers hluta. Þeim mun oftar stendur: - Verður forgangsraðað innan ramma. Í yfirliti kemur fram að framlög til málefnasviðsins árið 2018 lækka um 120 millj. kr. en eftir það, næstu fjögur ár, allt til ársins 2022, hækka framlög milli ára aðeins um 120 millj. kr. Hvernig rímar þessi sérkennilega fjárhagsáætlun við þarfir samfélagsins, hvað þá undarlegt markmið um leiðandi stöðu á heimsvísu? Vissulega hafa framlög til rannsókna og þróunar verið aukin í allmörg ár, enda sér þess víða gleðilegan stað og sprotafyrirtæki, og jafnt vísinda- og tæknimenn sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands staðið sig vel.Tryggir ekki nýsköpun og þróun Ég fullyrði engu að síður að 500-600 millj. kr. framlag á fimm árum tryggi ekki næga nýsköpun, rannsóknir og þróun; þaðan af síður að upphæðin hafi mikið með hin háleitu markmið að gera, af því að í raun og veru eru framlög til málaefnanna enn undir viðmiðum nágrannaþjóða. Þarna er verið að marka stefnu er varðar loftslagsmarkmið Íslands, nýsköpun í iðnaði, ferðaþjónustu, landbúnaði og sjávarútvegi o.s.frv. Svipuð, röng fjármálastefna kemur fram gagnvart háskólastiginu. Þar vantar milljarða til fimm ára, bæði til HÍ og annarra háskóla, háskólasetra og þekkingarsetra. Það eru ekki einungis rannsókna - og þróunarsjóðirnir sem verða vanfjármagnaðir til lengri tíma litið, heldur er líka öll umgjörðin, allt háskólastigið, einfaldlega vanfjármagnað í ríkisfjármálaætluninni.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun