Sænska lögreglan staðfestir þjóðerni hinna látnu og segir rannsókn miða vel Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2017 10:57 Fórnarlamba árásarinnar var minnst. Vísir/EPA Sænska lögreglan hefur staðfest að tveir Svíar, einn Breti og einn Belgi hafi látið lífið í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar, sem haldinn var klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma. Búið er að láta aðstandendur hinna látnu vita. Samkvæmt lögreglunni hafa farið fram rúmlega fimm hundruð yfirheyrslur vegna málsins en lögreglan hefur jafnframt framkvæmt húsleit í nokkrum húsum í borginni. Rannsóknin er unnin í samvinnu við Europol og Interpol. Greint hefur verið frá því að 39 ára Úsbeki er í haldi lögreglu en hann er talinn hafa ekið vörubíl á gangandi vegfarendur á helstu verslunargötunni í miðborg Stokkhólms á föstudag. Á blaðamannafundinum kom meðal annars fram að umræddur maður hafi sótt um hæli í Svíþjóð árið 2014, en þeirri beiðni var hafnað síðastliðið sumar og tekin var ákvörðun um að vísa manninum úr landi. Lýst var eftir manninum þar sem hann hafði ekki yfirgefið landið og er mál mannsins eitt af 3000 svipuðum málum, hælisleitenda sem ekki hafa hlotið hæli en eru enn í landinu. Lögreglan telur að maðurinn hafi verið undir áhrifum frá áróðursefni öfgahópa en það er til rannsóknar. Talsmenn lögreglunnar vija ekki staðfesta né neita upplýsingum um að sprengjubúnaður hafi fundist í vörubílnum. Mikill viðbúnaður er meðal lögreglu víðsvegar um Svíþjóð vegna málsins en talsmenn hennar tóku þó fram að engin hætta sé talin vera á ferðum. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Sænska lögreglan hefur staðfest að tveir Svíar, einn Breti og einn Belgi hafi látið lífið í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar, sem haldinn var klukkan 10:30 í morgun að íslenskum tíma. Búið er að láta aðstandendur hinna látnu vita. Samkvæmt lögreglunni hafa farið fram rúmlega fimm hundruð yfirheyrslur vegna málsins en lögreglan hefur jafnframt framkvæmt húsleit í nokkrum húsum í borginni. Rannsóknin er unnin í samvinnu við Europol og Interpol. Greint hefur verið frá því að 39 ára Úsbeki er í haldi lögreglu en hann er talinn hafa ekið vörubíl á gangandi vegfarendur á helstu verslunargötunni í miðborg Stokkhólms á föstudag. Á blaðamannafundinum kom meðal annars fram að umræddur maður hafi sótt um hæli í Svíþjóð árið 2014, en þeirri beiðni var hafnað síðastliðið sumar og tekin var ákvörðun um að vísa manninum úr landi. Lýst var eftir manninum þar sem hann hafði ekki yfirgefið landið og er mál mannsins eitt af 3000 svipuðum málum, hælisleitenda sem ekki hafa hlotið hæli en eru enn í landinu. Lögreglan telur að maðurinn hafi verið undir áhrifum frá áróðursefni öfgahópa en það er til rannsóknar. Talsmenn lögreglunnar vija ekki staðfesta né neita upplýsingum um að sprengjubúnaður hafi fundist í vörubílnum. Mikill viðbúnaður er meðal lögreglu víðsvegar um Svíþjóð vegna málsins en talsmenn hennar tóku þó fram að engin hætta sé talin vera á ferðum.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira