Vitni lýsa árásinni sem algjörum hryllingi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Þungvopnað lið lögreglu á vettvangi í gær. Nordicphotos/AFP Þingmenn á breska þinginu voru læstir inni í þingsal, umferð var stöðvuð og ýmsar aðrar varúðarráðstafanir voru gerðar í kjölfar árásar í nágrenni breska þinghússins í gær. Málið er rannsakað sem hryðjuverkaárás og fór rannsókn af stað í gær. Lögregla telur að einn árásarmaður hafi verið að verki. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum sögðu vitni árásarmanninn hafa ekið fólk niður og stungið lögreglumann til bana við þinghúsið. Sjálfur var árásarmaðurinn skotinn á vettvangi, lóð breska þingsins, og lést hann af sárum sínum. Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru alls fjórir látnir. Það er lögreglumaðurinn, árásarmaðurinn og tveir aðrir. Sömuleiðis voru rúmlega tuttugu særðir, þar af þrír lögreglumenn og þrjú frönsk skólabörn á unglingsaldri sem voru í vettvangsferð með samnemendum. „Fólk flaug um eins og fótboltar þegar hann ók það niður. Þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja verða vitni að á hverjum degi,“ sagði vitni að nafni Ismail í viðtali við BBC. Hann, sem og fleiri vitni, lýsti árásinni sem algjörum hryllingi. Sagðist Ismail hafa orðið líkamlega illt þegar hann sá árásarmanninn keyra fólk niður. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Garðar Agnarsson Hall, matreiðslumeistari hjá lávarðadeild þingsins, að engum væri hleypt út og engum inn. „Þetta er bara algjört „lockdown“ eins og þeir kalla það hérna. Við erum raunverulega varin af hryðjuverkalögreglunni. Það er bara búið að loka húsinu en við vitum ekkert meira,“ sagði Garðar. Hann sagði fólk rólegt þó tilfinningin væri óþægileg. Alþjóðasamfélagið vottaði Bretum samúð í kjölfar árásarinnar. Þannig sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, árásina koma sér í opna skjöldu. „Hugur minn er hjá hinum særðu. Við stöndum með Bretum,“ segir í yfirlýsingu Merkel. FranÇois Hollande, forseti Frakklands, tók í sama streng. „Hryðjuverk hafa áhrif á okkur öll. Frakkar þekkja vel þá þjáningu sem Bretar þurfa að þola í dag,“ segir í yfirlýsingu Hollande. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagði Bandaríkin fordæma árásina. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, tjáði sig einnig um árásina. Sagði hann að öryggisgæsla í borginni yrði aukin héðan í frá. „Lundúnabúar munu aldrei beygja sig fyrir hryðjuverkamönnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Þingmenn á breska þinginu voru læstir inni í þingsal, umferð var stöðvuð og ýmsar aðrar varúðarráðstafanir voru gerðar í kjölfar árásar í nágrenni breska þinghússins í gær. Málið er rannsakað sem hryðjuverkaárás og fór rannsókn af stað í gær. Lögregla telur að einn árásarmaður hafi verið að verki. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum sögðu vitni árásarmanninn hafa ekið fólk niður og stungið lögreglumann til bana við þinghúsið. Sjálfur var árásarmaðurinn skotinn á vettvangi, lóð breska þingsins, og lést hann af sárum sínum. Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru alls fjórir látnir. Það er lögreglumaðurinn, árásarmaðurinn og tveir aðrir. Sömuleiðis voru rúmlega tuttugu særðir, þar af þrír lögreglumenn og þrjú frönsk skólabörn á unglingsaldri sem voru í vettvangsferð með samnemendum. „Fólk flaug um eins og fótboltar þegar hann ók það niður. Þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja verða vitni að á hverjum degi,“ sagði vitni að nafni Ismail í viðtali við BBC. Hann, sem og fleiri vitni, lýsti árásinni sem algjörum hryllingi. Sagðist Ismail hafa orðið líkamlega illt þegar hann sá árásarmanninn keyra fólk niður. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Garðar Agnarsson Hall, matreiðslumeistari hjá lávarðadeild þingsins, að engum væri hleypt út og engum inn. „Þetta er bara algjört „lockdown“ eins og þeir kalla það hérna. Við erum raunverulega varin af hryðjuverkalögreglunni. Það er bara búið að loka húsinu en við vitum ekkert meira,“ sagði Garðar. Hann sagði fólk rólegt þó tilfinningin væri óþægileg. Alþjóðasamfélagið vottaði Bretum samúð í kjölfar árásarinnar. Þannig sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, árásina koma sér í opna skjöldu. „Hugur minn er hjá hinum særðu. Við stöndum með Bretum,“ segir í yfirlýsingu Merkel. FranÇois Hollande, forseti Frakklands, tók í sama streng. „Hryðjuverk hafa áhrif á okkur öll. Frakkar þekkja vel þá þjáningu sem Bretar þurfa að þola í dag,“ segir í yfirlýsingu Hollande. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagði Bandaríkin fordæma árásina. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, tjáði sig einnig um árásina. Sagði hann að öryggisgæsla í borginni yrði aukin héðan í frá. „Lundúnabúar munu aldrei beygja sig fyrir hryðjuverkamönnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira