Á vegum úti Magnús Guðmundsson skrifar 6. mars 2017 07:00 Það efast eflaust enginn um að ástand þjóðvega á Íslandi er langt frá því að vera með viðunandi hætti og reyndar dugar að skoða þjóðveg eitt til þess að sjá að þetta er einfaldlega ekki í lagi. Ástandið er vissulega misslæmt um landið en í Berufirði er það svo dapurlegt að þar hafa stjórnvöld ekki einu sinni getað komið því í verk að leggja bundið slitlag á átta kílómetra kafla. Álagið á hringveginn er mikið og eykst stöðugt með auknum ferðamannastraumi og því fylgir slysahætta. Vondir vegir valda slysum. Ekki síst í ljósi þess að fjölmargir þeirra ferðamanna sem streyma til Íslands þessi dægrin og setjast undir stýrið á bílaleigubílum, án þess að gera sér grein fyrir því hvað bíður þeirra, hafa aldrei keyrt á malarvegi áður. Vegarkaflar á borð við kílómetrana átta við Berufjörð eru því með þeim hætti að þar er lífi og limum vegfarenda stefnt í voða í nafni sparnaðar. Sparnaðar á kostnað öryggis umræddra ferðamanna jafnt sem allra vegfarenda og þá ekki síst íbúa svæðisins sem mest þurfa á því að halda að hafa veginn í lagi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem mætti tiltaka víða um land og þetta er auðvitað ekki í lagi. Þann 12. október síðastliðinn var samþykkt á Alþingi ný samgönguáætlun sem fól í sér að fara í umtalsverðar umbætur. Á meðal þeirra sem samþykktu þessa ágætu áætlun var Jón Gunnarsson, sem nú, nokkrum mánuðum síðar, gegnir embætti ráðherra samgöngumála, en Jón samþykkti hins vegar líka um tveimur mánuðum síðar ný fjárlög sem urðu til þess að hin nýja samgönguáætlun er marklaust plagg. Jón hefur því væntanlega verið á því að það hafi verið farið offari um tíu milljarða þann 12. október og því ákveðið að samþykkja fjárlögin með þessum róttæka niðurskurði til samgöngumála. En auðvitað á maður ekki að gera Jóni upp skoðanir eða gefa sér neitt um það hvað veldur þessum tvískinnungi. En það verður þó að segjast að það er furðulegt að sjá flokk sitja í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og gera sér ekki skýrari grein fyrir stöðu ríkissjóðs en þetta. Ferðamannaiðnaðurinn hefur á örfáaum árum farið upp úr öllu valdi á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna er gríðarleg frá ári og til árs og í raun sjáum við ekki fyrir endann á þessum mikla vexti. En á sama tíma og þessi sami ferðamannaiðnaður skilar gríðarlegum tekjum í ríkiskassann þá virðist ríkisvaldinu vera með öllu fyrirmunað að byggja upp þá innviði sem þarf til þess að standa að þessari atvinnugrein með sómasamlegum hætti. En auðvitað snýst þetta ekki aðeins um alla þessa ferðamenn sem bruna um íslenska vegi en hafa kannski aldrei áður ekið eftir malarvegi eða yfir einbreiðar brýr. Þetta snýst auðvitað um rétt okkar til þess að ferðast með öruggum hætti um landið og þetta snýst um aðgengi hinna dreifðari byggða að stjórnsýslu og þjónustu þéttbýliskjarna. Fólkið í þessum byggðum á betra skilið en það sem þeim er boðið upp á í dag. Þetta vita stjórnvöld og þeim ber að gera á þessu bót ekki seinna en strax.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það efast eflaust enginn um að ástand þjóðvega á Íslandi er langt frá því að vera með viðunandi hætti og reyndar dugar að skoða þjóðveg eitt til þess að sjá að þetta er einfaldlega ekki í lagi. Ástandið er vissulega misslæmt um landið en í Berufirði er það svo dapurlegt að þar hafa stjórnvöld ekki einu sinni getað komið því í verk að leggja bundið slitlag á átta kílómetra kafla. Álagið á hringveginn er mikið og eykst stöðugt með auknum ferðamannastraumi og því fylgir slysahætta. Vondir vegir valda slysum. Ekki síst í ljósi þess að fjölmargir þeirra ferðamanna sem streyma til Íslands þessi dægrin og setjast undir stýrið á bílaleigubílum, án þess að gera sér grein fyrir því hvað bíður þeirra, hafa aldrei keyrt á malarvegi áður. Vegarkaflar á borð við kílómetrana átta við Berufjörð eru því með þeim hætti að þar er lífi og limum vegfarenda stefnt í voða í nafni sparnaðar. Sparnaðar á kostnað öryggis umræddra ferðamanna jafnt sem allra vegfarenda og þá ekki síst íbúa svæðisins sem mest þurfa á því að halda að hafa veginn í lagi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum sem mætti tiltaka víða um land og þetta er auðvitað ekki í lagi. Þann 12. október síðastliðinn var samþykkt á Alþingi ný samgönguáætlun sem fól í sér að fara í umtalsverðar umbætur. Á meðal þeirra sem samþykktu þessa ágætu áætlun var Jón Gunnarsson, sem nú, nokkrum mánuðum síðar, gegnir embætti ráðherra samgöngumála, en Jón samþykkti hins vegar líka um tveimur mánuðum síðar ný fjárlög sem urðu til þess að hin nýja samgönguáætlun er marklaust plagg. Jón hefur því væntanlega verið á því að það hafi verið farið offari um tíu milljarða þann 12. október og því ákveðið að samþykkja fjárlögin með þessum róttæka niðurskurði til samgöngumála. En auðvitað á maður ekki að gera Jóni upp skoðanir eða gefa sér neitt um það hvað veldur þessum tvískinnungi. En það verður þó að segjast að það er furðulegt að sjá flokk sitja í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og gera sér ekki skýrari grein fyrir stöðu ríkissjóðs en þetta. Ferðamannaiðnaðurinn hefur á örfáaum árum farið upp úr öllu valdi á Íslandi. Aukning erlendra ferðamanna er gríðarleg frá ári og til árs og í raun sjáum við ekki fyrir endann á þessum mikla vexti. En á sama tíma og þessi sami ferðamannaiðnaður skilar gríðarlegum tekjum í ríkiskassann þá virðist ríkisvaldinu vera með öllu fyrirmunað að byggja upp þá innviði sem þarf til þess að standa að þessari atvinnugrein með sómasamlegum hætti. En auðvitað snýst þetta ekki aðeins um alla þessa ferðamenn sem bruna um íslenska vegi en hafa kannski aldrei áður ekið eftir malarvegi eða yfir einbreiðar brýr. Þetta snýst auðvitað um rétt okkar til þess að ferðast með öruggum hætti um landið og þetta snýst um aðgengi hinna dreifðari byggða að stjórnsýslu og þjónustu þéttbýliskjarna. Fólkið í þessum byggðum á betra skilið en það sem þeim er boðið upp á í dag. Þetta vita stjórnvöld og þeim ber að gera á þessu bót ekki seinna en strax.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar