Samgönguráðherra segir slys á Reykjanesbraut kalla á tafarlausar aðgerðir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. mars 2017 23:24 Jón Gunnarsson samgönguráðherra blæs á gagnrýni um að farið sé á svig við lög með breytingum á forgangsröðun samgönguáætlunar. Þau slys sem orðið hafi á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi kalli hins vegar á tafarlausar aðgerðir. Jón hefur á undanförnum dögum sætt harðri gagnrýni vegna 10 milljarða króna niðurskurði á samgönguáætlun. Ákvörðun ráðherrans hefur komið illa við ýmis landsvæði til að mynda í Berufirði þar sem áformum ráðherrans var mótmælt með því að loka þjóðveginum. Í gær var samgönguráðherra meðal annars sakaður af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri Grænna að ráðherra væri að kollvarpa þeirri framkvæmdaröð sem Alþingi hefði ákveðið og væri að fara á svig við lög. „Ég skil mjög vel gagnrýni sem kemur frá almenningi og víða um land. Gagnrýni í þinginu um að ég sé ekki að fara að lögum og sé að brjóta lög. Ég blæs á slíka gagnrýni,“ segir hann. Jón segir að í gegnum tíðina hafi samgönguáætlun sjaldnast verið fullfjármöguð á fjárlögum. „Þá er þetta einmitt leiðin, að forgangsraða í þau verkefni sem að eru á samgönguáætlun þessa árs.“ Þá segir hann að í fjárlögum þessa árs hafi útgjöld ríkisins aukist mikið, miðað við síðasta ár og meira en hægt er að gera væntingar um á næsta ári, þá sérstaklega til heilbrigðis- og velferðarmála. Það hafi því þurft að skera niður á öðrum stöðum eins og í samgönguáætlun. Þrátt fyrir niðurskurð samgönguáætlunar verða settir 4,5 milljarðar til viðbótar við þá áætlun sem var á síðasta ári. „Og stærsta viðbótin er auðvitað í viðhaldi vega sem er orðið mjög brýnt, og þessir staðir sem hafa verið mjög vanhaldnir í viðhaldi á undanförnum árum eins og Skógarstrandarvegur, Berufjarðarbotn og fleiri staðir, þar munum við sjá miklar breytingar í sumar.“ Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra blæs á gagnrýni um að farið sé á svig við lög með breytingum á forgangsröðun samgönguáætlunar. Þau slys sem orðið hafi á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi kalli hins vegar á tafarlausar aðgerðir. Jón hefur á undanförnum dögum sætt harðri gagnrýni vegna 10 milljarða króna niðurskurði á samgönguáætlun. Ákvörðun ráðherrans hefur komið illa við ýmis landsvæði til að mynda í Berufirði þar sem áformum ráðherrans var mótmælt með því að loka þjóðveginum. Í gær var samgönguráðherra meðal annars sakaður af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri Grænna að ráðherra væri að kollvarpa þeirri framkvæmdaröð sem Alþingi hefði ákveðið og væri að fara á svig við lög. „Ég skil mjög vel gagnrýni sem kemur frá almenningi og víða um land. Gagnrýni í þinginu um að ég sé ekki að fara að lögum og sé að brjóta lög. Ég blæs á slíka gagnrýni,“ segir hann. Jón segir að í gegnum tíðina hafi samgönguáætlun sjaldnast verið fullfjármöguð á fjárlögum. „Þá er þetta einmitt leiðin, að forgangsraða í þau verkefni sem að eru á samgönguáætlun þessa árs.“ Þá segir hann að í fjárlögum þessa árs hafi útgjöld ríkisins aukist mikið, miðað við síðasta ár og meira en hægt er að gera væntingar um á næsta ári, þá sérstaklega til heilbrigðis- og velferðarmála. Það hafi því þurft að skera niður á öðrum stöðum eins og í samgönguáætlun. Þrátt fyrir niðurskurð samgönguáætlunar verða settir 4,5 milljarðar til viðbótar við þá áætlun sem var á síðasta ári. „Og stærsta viðbótin er auðvitað í viðhaldi vega sem er orðið mjög brýnt, og þessir staðir sem hafa verið mjög vanhaldnir í viðhaldi á undanförnum árum eins og Skógarstrandarvegur, Berufjarðarbotn og fleiri staðir, þar munum við sjá miklar breytingar í sumar.“
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira