Feigðarflan og frjáls vilji Árni Páll Árnason skrifar 9. mars 2017 07:00 Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þessari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekkert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki. Það var til dæmis engin lagaskylda á neinum þingmanni að leggja til eða styðja ákæru á hendur fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir brot í starfi, án nokkurrar undangenginnar rannsóknar. Sérfræðingarnir sem unnu Rannsóknarskýrsluna höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfsskyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýðræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undangenginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna. Þingmannanefnd sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna var falið að gera tillögur til Alþingis um viðbrögð þingsins við skýrslunni. Meirihluti nefndarmanna ákvað að leggja til ákærur á hendur ráðherrum fyrir að hafa sýnt hirðuleysi og vanrækslu í aðdraganda hruns. Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafnvel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherranna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðarlaganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjaldþroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma. Allt réttsýnt fólk hefði við þær aðstæður átt að geta komist að þeirri niðurstöðu að lagaheimildir um Landsdóm ættu einfaldlega ekki við um þá atburðarás sem þarna átti sér stað. Til þess hafði þingmannanefndin og allir þingmenn fulla heimild, þrátt fyrir lögin um Landsdóm. Sumir þingmenn kusu að komast að annarri niðurstöðu.Mikilvægara að biðjast afsökunar Í Rannsóknarskýrslunni var gagnrýnd harkalega sú lagahyggja að telja að það sem með einhverjum hætti sé að hægt að færa undir lagabókstaf sé siðferðilega gott og rétt, óháð öllu siðferðilegu mati. Það er í þeim anda að hengja ábyrgð á Landsdómsmálinu á forn og úrelt lagaákvæði um Landsdóm. Í Landsdómsmálinu tók meirihluti þingmannanefndar og margir þingmenn þvert á móti ákvörðun um að meta atburðarás með röngum hætti, finna sök þar sem engin var og beita ákæruvaldi án fullnægjandi rannsóknar. Enginn getur skotið sér á bak við lagabókstaf til að réttlæta það óréttlæti. Þegar atkvæði voru greidd um ákærurnar sagði ég í atkvæðaskýringu að hér myndu eiga við hin fornu orð að skamma stund yrði hönd höggi fegin. Það hefur ræst. Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Landsdómur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að forseti Íslands skuli hafa tjáð sig um Landsdómsmálið með afgerandi hætti og tekið af skarið um að það hafi verið „feigðarflan að nýta forn og úrelt ákvæði um Landsdóm“. Í umræðu undanfarinna daga hefur nokkuð borið á því að fréttamenn staðnæmist við lögin um Landsdóm og fjalli einungis um þá staðreynd að þau hafa ekki verið afnumin, rétt eins og lögin um Landsdóm beri ábyrgð á þessari hörmungarsögu allri en ekki þeir sem kusu að beita þeim. Ekkert er fjær sanni. Rétt eins og ráða má af orðum forsetans var það í valdi Alþingis að nýta þessi fornu og úreltu ákvæði eða ekki. Það var til dæmis engin lagaskylda á neinum þingmanni að leggja til eða styðja ákæru á hendur fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir brot í starfi, án nokkurrar undangenginnar rannsóknar. Sérfræðingarnir sem unnu Rannsóknarskýrsluna höfðu meira að segja þvert á móti komist að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið starfsskyldur sínar. Með því að leggja til og greiða atkvæði með ákæru á hendur henni voru brotin á henni þau mannréttindi að þurfa ekki að sæta ákæru án rannsóknar, sem eru grundvallarréttindi í öllum lýðræðisríkjum. Atkvæði greitt ákæru gegn henni var því atkvæði greitt með pólitískri ákæru án undangenginnar rannsóknar, sem er nokkuð sem við höfum gagnrýnt ótæpilega í öðrum löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Þessi framganga var ekki lögum um Landsdóm að kenna. Þingmannanefnd sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna var falið að gera tillögur til Alþingis um viðbrögð þingsins við skýrslunni. Meirihluti nefndarmanna ákvað að leggja til ákærur á hendur ráðherrum fyrir að hafa sýnt hirðuleysi og vanrækslu í aðdraganda hruns. Í umræðum um ákærurnar kom samt aldrei fram lýsing á neinum þeim aðgerðum sem hægt hefði verið að grípa til og ekki hefðu getað valdið þjóðinni tjóni, jafnvel þótt ákærendur byggju svo vel að geta nýtt sér eftiráspeki til að leggja dóm á framgöngu ráðherranna. Þvert á móti var þá þegar að verða ljóst hversu vel hafði verið að verki staðið við setningu neyðarlaganna og undirbúning þeirra og að þau hefðu afstýrt þjóðargjaldþroti, sem grannland okkar Írland horfðist þá í augu við vegna rangra viðbragða á sama tíma. Allt réttsýnt fólk hefði við þær aðstæður átt að geta komist að þeirri niðurstöðu að lagaheimildir um Landsdóm ættu einfaldlega ekki við um þá atburðarás sem þarna átti sér stað. Til þess hafði þingmannanefndin og allir þingmenn fulla heimild, þrátt fyrir lögin um Landsdóm. Sumir þingmenn kusu að komast að annarri niðurstöðu.Mikilvægara að biðjast afsökunar Í Rannsóknarskýrslunni var gagnrýnd harkalega sú lagahyggja að telja að það sem með einhverjum hætti sé að hægt að færa undir lagabókstaf sé siðferðilega gott og rétt, óháð öllu siðferðilegu mati. Það er í þeim anda að hengja ábyrgð á Landsdómsmálinu á forn og úrelt lagaákvæði um Landsdóm. Í Landsdómsmálinu tók meirihluti þingmannanefndar og margir þingmenn þvert á móti ákvörðun um að meta atburðarás með röngum hætti, finna sök þar sem engin var og beita ákæruvaldi án fullnægjandi rannsóknar. Enginn getur skotið sér á bak við lagabókstaf til að réttlæta það óréttlæti. Þegar atkvæði voru greidd um ákærurnar sagði ég í atkvæðaskýringu að hér myndu eiga við hin fornu orð að skamma stund yrði hönd höggi fegin. Það hefur ræst. Nýtt Alþingi myndi gera vel með því að biðja þá afsökunar sem voru bornir sökum í þessu dæmalausa máli. Það væri ágætt fyrsta skref – og mikilvægara en að afnema forn og úrelt lagaákvæði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar