Erlent vinnuafl býr á dvalarheimili aldraðra Svavar Hávarðsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Markmiðið er að allt að áttatíu manns geti leigt í húsnæðinu. vísir/vilhelm Flugþjónustufyrirtækið Icelandair Ground Services (IGS), systurfyrirtæki Icelandair, vinnur þessa dagana að endurbótum á gömlu dvalarheimili aldraðra í Garði. Þar munu allt að 80 erlendir starfsmenn fyrirtækisins búa síðar á þessu ári en húsnæðismál erlends vinnuafls á Suðurnesjum er stöðugt úrlausnarefni fyrirtækja þessi misserin vegna fjölgunar starfa á Keflavíkurflugvelli.Gunnar S. OlsenGunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, staðfestir að unnið sé hörðum höndum við að gera húsnæðið tilbúið í tíma. „Þarna eru töluvert af herbergjum sem verið er að laga fyrir okkur. Snyrta til, mála og gera vistlegt. Svo leigjum við þetta til okkar fólks sem kemur í vor,“ segir Gunnar og bætir við að mögulegt verði að leigja allt að 80 starfsmönnum, bæði sem einstaklingsherbergi og fyrir þá sem kjósa að deila herbergi. „Við erum að ráða erlenda starfsmenn í nánast hverja einustu deild hjá okkur; hlaðmenn, í ræstingar, innritun, flugeldhúsi og lagerstarfsmenn,“ segir Gunnar og bætir við að ráðnir hafa verið 220 erlendir starfsmenn sem bætast í stóran hóp Íslendinga sem verða örugglega um 400 talsins sem koma til starfa á sama tíma. Spurður um frekari uppbyggingu líka þeirri sem nú stendur yfir í Garði svarar Gunnar: „Við keyptum þrjár blokkir uppi á Ásbrú nýlega. En það dugar bara ekki til. Við þurfum að finna aðstöðu langt umfram það.“ En eins og Fréttablaðið sagði frá á haustmánuðum hafa flugþjónustufyrirtækin Airport Associates og IGS keypt fimm fjölbýlishús á Ásbrú, fyrrum svæði bandaríska varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll, til að leysa húsnæðismál starfsfólks síns. Fjölgun starfsfólks hjá félögunum báðum á næstu árum verður leyst með því að fá starfskrafta að utan – sem er að sögn vandalaust. Að mæta húsnæðisþörf þeirra þúsunda starfsmanna sem hingað munu koma til að vinna á Keflavíkurflugvelli er hins vegar flóknara viðfangsefni. Jónína Magnúsdóttir, formaður bæjarráðs í Garði, segir að húsnæðið sem um ræðir hafi staðið autt um nokkurt skeið, en fyrir um tveimur árum var byggð í Reykjanesbæ ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Nesvöllum. Því var gamla dvalarheimilið selt; í það bárust nokkur tilboð en fyrirtækið Nesfiskur keypti og leigir nú áfram til IGS. Jónína segir það mjög jákvætt að húsnæðið hafi fengið nýtt hlutverk, og ekki síst að svo stór hópur bætist við sveitarfélag sem telur rúmlega fimmtán hundruð manns í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Flugþjónustufyrirtækið Icelandair Ground Services (IGS), systurfyrirtæki Icelandair, vinnur þessa dagana að endurbótum á gömlu dvalarheimili aldraðra í Garði. Þar munu allt að 80 erlendir starfsmenn fyrirtækisins búa síðar á þessu ári en húsnæðismál erlends vinnuafls á Suðurnesjum er stöðugt úrlausnarefni fyrirtækja þessi misserin vegna fjölgunar starfa á Keflavíkurflugvelli.Gunnar S. OlsenGunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, staðfestir að unnið sé hörðum höndum við að gera húsnæðið tilbúið í tíma. „Þarna eru töluvert af herbergjum sem verið er að laga fyrir okkur. Snyrta til, mála og gera vistlegt. Svo leigjum við þetta til okkar fólks sem kemur í vor,“ segir Gunnar og bætir við að mögulegt verði að leigja allt að 80 starfsmönnum, bæði sem einstaklingsherbergi og fyrir þá sem kjósa að deila herbergi. „Við erum að ráða erlenda starfsmenn í nánast hverja einustu deild hjá okkur; hlaðmenn, í ræstingar, innritun, flugeldhúsi og lagerstarfsmenn,“ segir Gunnar og bætir við að ráðnir hafa verið 220 erlendir starfsmenn sem bætast í stóran hóp Íslendinga sem verða örugglega um 400 talsins sem koma til starfa á sama tíma. Spurður um frekari uppbyggingu líka þeirri sem nú stendur yfir í Garði svarar Gunnar: „Við keyptum þrjár blokkir uppi á Ásbrú nýlega. En það dugar bara ekki til. Við þurfum að finna aðstöðu langt umfram það.“ En eins og Fréttablaðið sagði frá á haustmánuðum hafa flugþjónustufyrirtækin Airport Associates og IGS keypt fimm fjölbýlishús á Ásbrú, fyrrum svæði bandaríska varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll, til að leysa húsnæðismál starfsfólks síns. Fjölgun starfsfólks hjá félögunum báðum á næstu árum verður leyst með því að fá starfskrafta að utan – sem er að sögn vandalaust. Að mæta húsnæðisþörf þeirra þúsunda starfsmanna sem hingað munu koma til að vinna á Keflavíkurflugvelli er hins vegar flóknara viðfangsefni. Jónína Magnúsdóttir, formaður bæjarráðs í Garði, segir að húsnæðið sem um ræðir hafi staðið autt um nokkurt skeið, en fyrir um tveimur árum var byggð í Reykjanesbæ ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Nesvöllum. Því var gamla dvalarheimilið selt; í það bárust nokkur tilboð en fyrirtækið Nesfiskur keypti og leigir nú áfram til IGS. Jónína segir það mjög jákvætt að húsnæðið hafi fengið nýtt hlutverk, og ekki síst að svo stór hópur bætist við sveitarfélag sem telur rúmlega fimmtán hundruð manns í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira