Full losun hafta er möguleg strax Sigurður Hannesson skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Sterk staða þjóðarbúsins og styrking krónunnar að undanförnu hefur skapað tækifæri til tafarlauss afnáms hafta. Trúverðug áætlun um losun fjármagnshafta hefur skilað miklum árangri. Erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri en nú og Ísland hefur áunnið sér traust að nýju á alþjóðavettvangi. Íslensk fyrirtæki, félög og einstaklingar geta nú fjárfest erlendis og lífeyrissjóðir hafa að mestu nýtt heimildir sínar til þess. Tvennt þurfti til að gera erlenda fjárfestingu mögulega; tryggja að uppgjör á slitabúum gömlu bankanna stefndu Íslandi ekki í voða og aflandskrónur færðust út úr hagkerfinu með skipulegum hætti. Bæði þessi verkefni voru leyst á síðasta ári og í framhaldinu hafa skapast aðstæður til að losa höftin að fullu. Fjárfestingar á erlendum mörkuðum geta dregið úr efnahagsáhættu og eru því ekki aðeins skynsamlegar heldur nauðsynlegar fyrir lítið og opið hagkerfi. Fyrst og fremst hafa lífeyrissjóðir nýtt heimildir sínar til að fjárfesta erlendis en einstaklingar og fyrirtæki í minni mæli. Hátt vaxtastig á Íslandi þýðir að ávöxtun hérlendis er góð, fjármagn leitar frekar til landsins en frá því og krónan styrkist jafnt og þétt. Hvort tveggja freistar frekar en að fjárfesta erlendis en það getur breyst fljótt eins og dæmin sanna. Málefnum slitabúanna tókst að ljúka án nokkurra eftirmála. Aflandskrónueigendur stóðu frammi fyrir skýrum valkostum. Annars vegar að selja aflandskrónur fyrir gjaldeyri með þátttöku í útboði eða binda þær til lengri tíma, þar til búið væri að losa um höft á aðra. Stjórnvöld hafa nú gefið í skyn að hleypa ætti aflandskrónueigendum með eignir sínar úr landi á þessu ári, þvert á þær áætlanir sem hafa skapað trúverðugleika fyrir land og þjóð. Með slíkri stefnubreytingu væru hagsmunir kröfuhafa teknir fram fyrir hagsmuni landsmanna. Hið gagnstæða á ávallt að vera í forgrunni enda er það frumskylda stjórnvalda að standa vörð um hagsmuni Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Sterk staða þjóðarbúsins og styrking krónunnar að undanförnu hefur skapað tækifæri til tafarlauss afnáms hafta. Trúverðug áætlun um losun fjármagnshafta hefur skilað miklum árangri. Erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri en nú og Ísland hefur áunnið sér traust að nýju á alþjóðavettvangi. Íslensk fyrirtæki, félög og einstaklingar geta nú fjárfest erlendis og lífeyrissjóðir hafa að mestu nýtt heimildir sínar til þess. Tvennt þurfti til að gera erlenda fjárfestingu mögulega; tryggja að uppgjör á slitabúum gömlu bankanna stefndu Íslandi ekki í voða og aflandskrónur færðust út úr hagkerfinu með skipulegum hætti. Bæði þessi verkefni voru leyst á síðasta ári og í framhaldinu hafa skapast aðstæður til að losa höftin að fullu. Fjárfestingar á erlendum mörkuðum geta dregið úr efnahagsáhættu og eru því ekki aðeins skynsamlegar heldur nauðsynlegar fyrir lítið og opið hagkerfi. Fyrst og fremst hafa lífeyrissjóðir nýtt heimildir sínar til að fjárfesta erlendis en einstaklingar og fyrirtæki í minni mæli. Hátt vaxtastig á Íslandi þýðir að ávöxtun hérlendis er góð, fjármagn leitar frekar til landsins en frá því og krónan styrkist jafnt og þétt. Hvort tveggja freistar frekar en að fjárfesta erlendis en það getur breyst fljótt eins og dæmin sanna. Málefnum slitabúanna tókst að ljúka án nokkurra eftirmála. Aflandskrónueigendur stóðu frammi fyrir skýrum valkostum. Annars vegar að selja aflandskrónur fyrir gjaldeyri með þátttöku í útboði eða binda þær til lengri tíma, þar til búið væri að losa um höft á aðra. Stjórnvöld hafa nú gefið í skyn að hleypa ætti aflandskrónueigendum með eignir sínar úr landi á þessu ári, þvert á þær áætlanir sem hafa skapað trúverðugleika fyrir land og þjóð. Með slíkri stefnubreytingu væru hagsmunir kröfuhafa teknir fram fyrir hagsmuni landsmanna. Hið gagnstæða á ávallt að vera í forgrunni enda er það frumskylda stjórnvalda að standa vörð um hagsmuni Íslands. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar