Svo gæti farið að kastað verði upp á hver verður formaður KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2017 21:00 Guðni Bergsson og Björn Einarsson vilja verða næsti formaður KSÍ. Úrslitin ráðast á morgun. vísir/anton brink Mikil spenna ríkir fyrir formannskjör KSÍ sem fram fer á ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum á morgun. Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, bjóða fram krafta sína til starfsins. Báðir telja sig eiga góða möguleika á að ná kjöri og ekki að ástæðulausu. Afar erfitt er að spá fyrir um hvernig kosningarnar á morgun fara. Stefnir í góða mætingu á ársþingið en 147 þingfulltrúar af 153 hafa boðið komu sína. Kosningin er leynileg og fer þannig fram, eins og fram kemur í lögum KSÍ, að nýr formaður þarf að hljóta meirihluta greiddra atkvæða til að verða kjörinn formaður. Nái hvorugur meirihluta atkvæða, yfir 50%, skal kosið aftur. Fái formannsefnin jafnmörg atkvæði, sem ólíklegt er en þó vel mögulegt, verður kastað upp á hvor verður formaður. Þetta má skýra með einföldu dæmi: 140 fulltrúar greiða atkvæði í kosniningunni. 62 kjósa Björn, 58 kjósa Guðna og 20 skila auðu. Björn fær þá 44% atkvæða en Guðni 41% atkvæða. Björn fær þó ekki meirihluta atkvæða svo kjósa þarf aftur. Í seinni kosningunni fá báðir 69 atkvæði og tveir skila auðu. Aftur er jafnt og þá, skv. grein 15.4 verður varpað hlutkesti. Í könnun Fótbolta.net í vikunni um hug þingfulltrúa til formannsefnanna tveggja kom fram að Björn fengi 38% atkvæða, Guðni 33% atkvæða, 29% voru enn óákveðnir og ellefu vildu ekki svara. Nokkrir tóku því fram að afstaða þeirra gæti vel breyst fyrir þingið. KSÍ Tengdar fréttir Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. 10. febrúar 2017 20:00 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, mun kjósa Björn Einarsson í formannskjöri sambandsins. 10. febrúar 2017 19:15 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Mikil spenna ríkir fyrir formannskjör KSÍ sem fram fer á ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum á morgun. Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, bjóða fram krafta sína til starfsins. Báðir telja sig eiga góða möguleika á að ná kjöri og ekki að ástæðulausu. Afar erfitt er að spá fyrir um hvernig kosningarnar á morgun fara. Stefnir í góða mætingu á ársþingið en 147 þingfulltrúar af 153 hafa boðið komu sína. Kosningin er leynileg og fer þannig fram, eins og fram kemur í lögum KSÍ, að nýr formaður þarf að hljóta meirihluta greiddra atkvæða til að verða kjörinn formaður. Nái hvorugur meirihluta atkvæða, yfir 50%, skal kosið aftur. Fái formannsefnin jafnmörg atkvæði, sem ólíklegt er en þó vel mögulegt, verður kastað upp á hvor verður formaður. Þetta má skýra með einföldu dæmi: 140 fulltrúar greiða atkvæði í kosniningunni. 62 kjósa Björn, 58 kjósa Guðna og 20 skila auðu. Björn fær þá 44% atkvæða en Guðni 41% atkvæða. Björn fær þó ekki meirihluta atkvæða svo kjósa þarf aftur. Í seinni kosningunni fá báðir 69 atkvæði og tveir skila auðu. Aftur er jafnt og þá, skv. grein 15.4 verður varpað hlutkesti. Í könnun Fótbolta.net í vikunni um hug þingfulltrúa til formannsefnanna tveggja kom fram að Björn fengi 38% atkvæða, Guðni 33% atkvæða, 29% voru enn óákveðnir og ellefu vildu ekki svara. Nokkrir tóku því fram að afstaða þeirra gæti vel breyst fyrir þingið.
KSÍ Tengdar fréttir Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. 10. febrúar 2017 20:00 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, mun kjósa Björn Einarsson í formannskjöri sambandsins. 10. febrúar 2017 19:15 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. 10. febrúar 2017 20:00
Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15
Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, mun kjósa Björn Einarsson í formannskjöri sambandsins. 10. febrúar 2017 19:15
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00