Svart laxeldi Bubbi Morthens skrifar 14. febrúar 2017 07:00 Hvers vegna ráða eldismenn fyrrverandi þingmann og forseta Alþingis sem talsmann sinn? Ég held ég viti svarið. Þetta er þungavigtarmaður, klár og duglegur maður úr innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins sem hefur aðgang að öllu sem þarf að hafa aðgang að. Þetta er skiljanlegt og hefðbundið val ef þannig má taka til orða þegar menn vilja tryggja sér aðgang að því sem skiptir máli. Við sem viljum vernda íslenska laxastofninn höfum ekki þennan aðgang að kerfinu sem eldismenn virðast nú þegar hafa. Hvað má og hvað má ekki? Það er sorglegt til þess að vita að Norðmenn geti komið hingað og gert það sem má ekki lengur heima hjá þeim. Laxeldisfyrirtækið Arctic Sea Farm hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun vegna 8.000 tonna laxeldis í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Fyrirtækið vill fá leyfi til að nota norskan laxastofn til ræktunar á Íslandi en slíkt er bannað í Noregi. Lögin þar í landi kveða á um að óheimilt sé að flytja inn eða nota erlenda laxastofna vegna mikillar hættu á erfðamengun. Svart hér en grænt í Noregi Norway Royal Salmon hefur nú þegar yfir að ráða 10 grænum eldisleyfum heima fyrir en slík leyfi eru háð þeim skilyrðum að eingöngu má nota geldfisk til eldis. Hrikalegt ástand laxastofna í Noregi vegna erfðamengunar frá norsku laxeldi hefur leitt til þess að fyrirtæki fá ekki viðbótarleyfi til að ala frjóan lax í norskum fjörðum. Þetta norska fyrirtæki ætlar hins vegar að hagnast á eldi frjórra laxa í sjókvíum hér við land með þekktum afleiðingum fyrir hinn villta íslenska laxastofn. Norway Royal Salmon er tilbúið til að stunda svart eldi hér við land meðan það stundar grænt eldi heima fyrir. Notkun geldstofna ryður sér til rúms í Noregi og ætti að vera skilyrði fyrir því að leyfa norskan lax hér við land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna ráða eldismenn fyrrverandi þingmann og forseta Alþingis sem talsmann sinn? Ég held ég viti svarið. Þetta er þungavigtarmaður, klár og duglegur maður úr innsta valdakjarna Sjálfstæðisflokksins sem hefur aðgang að öllu sem þarf að hafa aðgang að. Þetta er skiljanlegt og hefðbundið val ef þannig má taka til orða þegar menn vilja tryggja sér aðgang að því sem skiptir máli. Við sem viljum vernda íslenska laxastofninn höfum ekki þennan aðgang að kerfinu sem eldismenn virðast nú þegar hafa. Hvað má og hvað má ekki? Það er sorglegt til þess að vita að Norðmenn geti komið hingað og gert það sem má ekki lengur heima hjá þeim. Laxeldisfyrirtækið Arctic Sea Farm hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun vegna 8.000 tonna laxeldis í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Fyrirtækið vill fá leyfi til að nota norskan laxastofn til ræktunar á Íslandi en slíkt er bannað í Noregi. Lögin þar í landi kveða á um að óheimilt sé að flytja inn eða nota erlenda laxastofna vegna mikillar hættu á erfðamengun. Svart hér en grænt í Noregi Norway Royal Salmon hefur nú þegar yfir að ráða 10 grænum eldisleyfum heima fyrir en slík leyfi eru háð þeim skilyrðum að eingöngu má nota geldfisk til eldis. Hrikalegt ástand laxastofna í Noregi vegna erfðamengunar frá norsku laxeldi hefur leitt til þess að fyrirtæki fá ekki viðbótarleyfi til að ala frjóan lax í norskum fjörðum. Þetta norska fyrirtæki ætlar hins vegar að hagnast á eldi frjórra laxa í sjókvíum hér við land með þekktum afleiðingum fyrir hinn villta íslenska laxastofn. Norway Royal Salmon er tilbúið til að stunda svart eldi hér við land meðan það stundar grænt eldi heima fyrir. Notkun geldstofna ryður sér til rúms í Noregi og ætti að vera skilyrði fyrir því að leyfa norskan lax hér við land.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar