Lífsýnagreiningar í glæparannsóknum Ólafur B. Einarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Kári Stefánsson skrifaði grein um greiningar lífsýna og segir frá því að hann hafi boðið ríkinu að annast þær ókeypis. Ég tek undir með Kára Stefánssyni að það væri kostur ef til væri rannsóknarstofa á Íslandi sem gæti boðið upp á greiningar á lífsýnum. Hagræðið væri t.d. sá tími og kostnaður sem fer í að senda sýnið til annars lands en einnig sá kostur að hér á landi gæti orðið til þekking til að að sinna slíkri þjónustu. Kári bendir á í pistlinum að ef sýni er sent til Svíþjóðar þá sé aðeins hægt að bera DNA af vettvangi glæps við DNA þess sem liggur undir grun en ef greining gagna ætti sér stað hér á landi væri hins vegar hægt að segja með vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitna við. Kári á væntanlega við að ef sá grunaði eða einhver skyldur honum hafi veitt sýni til vísindarannsókna að þá sé hægt að bera niðurstöður DNA-greiningar glæparannsóknar saman við gagnagrunn vísindarannsókna og leiða líkur að því hver sá seki er. Hinn möguleikinn væri að ef sá sem grunur er á að hafi verið myrtur en finnst ekki, að hægt væri að staðfesta að lífsýni sem finnst í tengslum við rannsókn væri úr honum. Þeir sem samþykkja að taka þátt í rannsóknunum hafa samþykkt að veita lífsýni til vísindarannsókna en ekki rannsókna sem tengjast glæpum. Kári bendir reyndar á þetta og að hann geri sér fyllilega grein fyrir gagnrýninni á því að nota niðurstöður vísindarannsókna til að negla glæpamenn. Kári og fyrirtæki hans hefur kynnt afburðarannsóknir í vísindagreinum og myndi ég treysta honum fullkomlega til að koma á fót og reka rannsóknarstofu til að greina lífsýni vegna glæparannsókna. Það yrði samt að setja reglur um slíka starfsemi og ef það ætti að bera niðurstöður greininga lífsýna í glæparannsóknum við gögn um þá sem veittu sýni í þágu rannsókna, þá ættu þeir síðarnefndu að fá tækifæri til að endurskoða hug sinn um þátttöku eða kippa þeim út úr vísindarannsókninni sem hafa ekki getu til þess að taka afstöðu. Sé tilgangur lífsýnasafns að nota sýni eða niðurstöður úr greiningum sýna til glæparannsókna þá sé tryggt að sú ætlun verði kynnt fyrir þátttakendum ásamt því að eftirlit sé með að kvöðum leyfishafa slíkra lífsýnasafna sé fylgt eftir af opinberum eftirlitsaðila fáist slíkt safn samþykkt. Þá skiptir máli að rannsóknarstofur sem sinna greiningum tengdum lögreglurannsóknum sinni þjónusturannsóknum en ekki vísindarannsóknum sem talsverður munur er á en það er önnur saga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson skrifaði grein um greiningar lífsýna og segir frá því að hann hafi boðið ríkinu að annast þær ókeypis. Ég tek undir með Kára Stefánssyni að það væri kostur ef til væri rannsóknarstofa á Íslandi sem gæti boðið upp á greiningar á lífsýnum. Hagræðið væri t.d. sá tími og kostnaður sem fer í að senda sýnið til annars lands en einnig sá kostur að hér á landi gæti orðið til þekking til að að sinna slíkri þjónustu. Kári bendir á í pistlinum að ef sýni er sent til Svíþjóðar þá sé aðeins hægt að bera DNA af vettvangi glæps við DNA þess sem liggur undir grun en ef greining gagna ætti sér stað hér á landi væri hins vegar hægt að segja með vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitna við. Kári á væntanlega við að ef sá grunaði eða einhver skyldur honum hafi veitt sýni til vísindarannsókna að þá sé hægt að bera niðurstöður DNA-greiningar glæparannsóknar saman við gagnagrunn vísindarannsókna og leiða líkur að því hver sá seki er. Hinn möguleikinn væri að ef sá sem grunur er á að hafi verið myrtur en finnst ekki, að hægt væri að staðfesta að lífsýni sem finnst í tengslum við rannsókn væri úr honum. Þeir sem samþykkja að taka þátt í rannsóknunum hafa samþykkt að veita lífsýni til vísindarannsókna en ekki rannsókna sem tengjast glæpum. Kári bendir reyndar á þetta og að hann geri sér fyllilega grein fyrir gagnrýninni á því að nota niðurstöður vísindarannsókna til að negla glæpamenn. Kári og fyrirtæki hans hefur kynnt afburðarannsóknir í vísindagreinum og myndi ég treysta honum fullkomlega til að koma á fót og reka rannsóknarstofu til að greina lífsýni vegna glæparannsókna. Það yrði samt að setja reglur um slíka starfsemi og ef það ætti að bera niðurstöður greininga lífsýna í glæparannsóknum við gögn um þá sem veittu sýni í þágu rannsókna, þá ættu þeir síðarnefndu að fá tækifæri til að endurskoða hug sinn um þátttöku eða kippa þeim út úr vísindarannsókninni sem hafa ekki getu til þess að taka afstöðu. Sé tilgangur lífsýnasafns að nota sýni eða niðurstöður úr greiningum sýna til glæparannsókna þá sé tryggt að sú ætlun verði kynnt fyrir þátttakendum ásamt því að eftirlit sé með að kvöðum leyfishafa slíkra lífsýnasafna sé fylgt eftir af opinberum eftirlitsaðila fáist slíkt safn samþykkt. Þá skiptir máli að rannsóknarstofur sem sinna greiningum tengdum lögreglurannsóknum sinni þjónusturannsóknum en ekki vísindarannsóknum sem talsverður munur er á en það er önnur saga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar