Um kennara í nýjum stjórnarsáttmála Guðríður Arnardóttir skrifar 11. janúar 2017 10:07 Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir m.a:Nauðsynlegt er að efla kennaramenntun til að bregðast við fækkun kennara og minnkandi aðsókn í kennaranám fyrir leikskóla og grunn- og framhaldsskóla. Ég vil benda á að kennaramenntun á Íslandi er ágæt. Auðvitað má alltaf gera betur en eins og þetta hljómar í stjórnarsáttmálanum má skilja það þannig að til þess að auka aðsókn í kennaranám verið að efla menntunina. Kennaramenntun er að lágmarki 5 ár á öllum skólastigum. Einungis fólk með meistaragráðu í sínu fagi getur hlotið starfheitið leik-, grunn- eða framhaldsskólakennari. Fagmennska í skólastarfi hefur aukist verulega á liðnum árum og þá sérstaklega kennslufræðileg nálgun. Ungir kennarar í dag eru vel menntaðir og hæfir. Það hefur sannarlega gengið illa að manna kennarastöður í leikskólum landsins og hlutfall kennara í starfsliði leikskólanna er langt undir viðmiðum. Að sama skapi má líta til grunnskólans en þar er nýliðun sáralítil. Stéttin eldist hratt og á það við kennara á öllum skólastigum. Ég vil benda nýrri ríkisstjórn á að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi menntunar kennara munu ekki leiða til þess að leysa viðvarandi manneklu í skólakerfinu. Starfsumhverfi og auðvitað fyrst og fremst laun er lykillinn að lausn málsins – verði laun kennara færð til betri vegar og gerð samkeppnishæf við laun stétta með sambærilega menntun er viðbúið að áhugi ungs fólks á kennarastarfinu aukist. Það er nefnilega gaman að vera kennari, reyndar með því skemmtilegra sem hægt er að taka sér fyrir hendur, en eins og launasetning kennara hefur verið fram til þessa sér ungt fólk ekki fram á að geta framfleytt sér á kennaralaununum. Svo ráð mitt til nýrrar ríkisstjórnar er þetta: Hækkið laun kennara, búið vel að skólakerfinu og sjá; vandamálið mun leysast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar segir m.a:Nauðsynlegt er að efla kennaramenntun til að bregðast við fækkun kennara og minnkandi aðsókn í kennaranám fyrir leikskóla og grunn- og framhaldsskóla. Ég vil benda á að kennaramenntun á Íslandi er ágæt. Auðvitað má alltaf gera betur en eins og þetta hljómar í stjórnarsáttmálanum má skilja það þannig að til þess að auka aðsókn í kennaranám verið að efla menntunina. Kennaramenntun er að lágmarki 5 ár á öllum skólastigum. Einungis fólk með meistaragráðu í sínu fagi getur hlotið starfheitið leik-, grunn- eða framhaldsskólakennari. Fagmennska í skólastarfi hefur aukist verulega á liðnum árum og þá sérstaklega kennslufræðileg nálgun. Ungir kennarar í dag eru vel menntaðir og hæfir. Það hefur sannarlega gengið illa að manna kennarastöður í leikskólum landsins og hlutfall kennara í starfsliði leikskólanna er langt undir viðmiðum. Að sama skapi má líta til grunnskólans en þar er nýliðun sáralítil. Stéttin eldist hratt og á það við kennara á öllum skólastigum. Ég vil benda nýrri ríkisstjórn á að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi menntunar kennara munu ekki leiða til þess að leysa viðvarandi manneklu í skólakerfinu. Starfsumhverfi og auðvitað fyrst og fremst laun er lykillinn að lausn málsins – verði laun kennara færð til betri vegar og gerð samkeppnishæf við laun stétta með sambærilega menntun er viðbúið að áhugi ungs fólks á kennarastarfinu aukist. Það er nefnilega gaman að vera kennari, reyndar með því skemmtilegra sem hægt er að taka sér fyrir hendur, en eins og launasetning kennara hefur verið fram til þessa sér ungt fólk ekki fram á að geta framfleytt sér á kennaralaununum. Svo ráð mitt til nýrrar ríkisstjórnar er þetta: Hækkið laun kennara, búið vel að skólakerfinu og sjá; vandamálið mun leysast.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar