Listamannalaun – hví þessi læti? Guðmundur Edgarsson skrifar 13. janúar 2017 07:00 Nú er í gangi hin árlega umræða um listamannalaunin. Nokkur hundruð listamenn fengu nefnilega úthlutað styrk úr listamannasjóði fyrir nokkru. Allmargir, sér í lagi frjálshyggjumenn, keppast við að gagnrýna þessa styrki og telja að listamenn eigi að vera sjálfum sér nógir með sölu á sínum verkum en ekki reiða sig á fjárstuðning frá ríkinu. Þótt taka megi undir þessar gagnrýnisraddir er mikilvægt að halda sig við prinsippin en hamast ekki á einum tilteknum hópi fremur en öðrum. Hvað með aðra þá er þiggja fjárstyrki úr ríkissjóði eins og afreksfólk í íþróttum (Afreksmannasjóður) eða frumkvöðla úr tæknigeiranum (Tækniþróunarsjóður)? Geta þessir hópar ekki einnig verið sjálfum sér nægir og reitt sig á tekjur af sinni vinnu á markaði eða frjáls framlög? Af hverju fá slíkir hópar frið fyrir þeirri linnulausu gagnrýni sem listamenn þurfa iðulega að þola?List skapar líka verðmæti Vera má að skýringin á hinum neikvæðu viðbrögðum sumra gagnvart ríkisstyrkjum til listamanna felist í þeirri mýtu, að þeir skapi ekki raunveruleg verðmæti fyrir þjóðfélagið líkt og t.d. íþróttamenn eða frumkvöðlar. Þetta er vitaskuld alrangt. Listsköpun hér á landi nemur nefnilega verulegu hlutfalli af þjóðarframleiðslu. Stærðargráðan er vel á annað hundrað milljarða. Ekki nóg með það, langstærsti hlutinn kemur frá hinum frjálsa markaði, ekki í formi niðurgreiðslna hins opinbera. Við frelsisunnendur og talsmenn markaðslausna verðum því að gæta samræmis í máli okkar og ekki fara hamförum gagnvart einum hópi ríkisstyrkþega á meðan fjölmargir aðrir hópar njóta sams konar fjárstuðnings gagnrýnislaust. Segjum einfaldlega: Ríkið á ekki að styrkja eða veðja á einhverja tiltekna íþróttamenn, frumkvöðla eða listamenn fremur en aðra. Markaðurinn á alfarið að sjá um slíkt í umhverfi þar sem sköttum og öðrum viðskiptahindrunum er haldið í lágmarki. Markaðurinn talar nefnilega skýrt: þeim er refsað sem fást við iðju sem þeir ráða illa við og beint annað; hinum er hampað og hvattir til enn frekari dáða. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú er í gangi hin árlega umræða um listamannalaunin. Nokkur hundruð listamenn fengu nefnilega úthlutað styrk úr listamannasjóði fyrir nokkru. Allmargir, sér í lagi frjálshyggjumenn, keppast við að gagnrýna þessa styrki og telja að listamenn eigi að vera sjálfum sér nógir með sölu á sínum verkum en ekki reiða sig á fjárstuðning frá ríkinu. Þótt taka megi undir þessar gagnrýnisraddir er mikilvægt að halda sig við prinsippin en hamast ekki á einum tilteknum hópi fremur en öðrum. Hvað með aðra þá er þiggja fjárstyrki úr ríkissjóði eins og afreksfólk í íþróttum (Afreksmannasjóður) eða frumkvöðla úr tæknigeiranum (Tækniþróunarsjóður)? Geta þessir hópar ekki einnig verið sjálfum sér nægir og reitt sig á tekjur af sinni vinnu á markaði eða frjáls framlög? Af hverju fá slíkir hópar frið fyrir þeirri linnulausu gagnrýni sem listamenn þurfa iðulega að þola?List skapar líka verðmæti Vera má að skýringin á hinum neikvæðu viðbrögðum sumra gagnvart ríkisstyrkjum til listamanna felist í þeirri mýtu, að þeir skapi ekki raunveruleg verðmæti fyrir þjóðfélagið líkt og t.d. íþróttamenn eða frumkvöðlar. Þetta er vitaskuld alrangt. Listsköpun hér á landi nemur nefnilega verulegu hlutfalli af þjóðarframleiðslu. Stærðargráðan er vel á annað hundrað milljarða. Ekki nóg með það, langstærsti hlutinn kemur frá hinum frjálsa markaði, ekki í formi niðurgreiðslna hins opinbera. Við frelsisunnendur og talsmenn markaðslausna verðum því að gæta samræmis í máli okkar og ekki fara hamförum gagnvart einum hópi ríkisstyrkþega á meðan fjölmargir aðrir hópar njóta sams konar fjárstuðnings gagnrýnislaust. Segjum einfaldlega: Ríkið á ekki að styrkja eða veðja á einhverja tiltekna íþróttamenn, frumkvöðla eða listamenn fremur en aðra. Markaðurinn á alfarið að sjá um slíkt í umhverfi þar sem sköttum og öðrum viðskiptahindrunum er haldið í lágmarki. Markaðurinn talar nefnilega skýrt: þeim er refsað sem fást við iðju sem þeir ráða illa við og beint annað; hinum er hampað og hvattir til enn frekari dáða. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun