Brexit – hvað gerist næst? Árni Páll Árnason skrifar 19. janúar 2017 07:00 Í síðustu grein minni um Brexit rakti ég valkosti Breta í fyrirhuguðum samningum við Evrópusambandið (ESB). En hvað gerist næst?Samningar um útgöngu Framundan er ferli útgöngusamninga Breta við ESB. Til að það geti hafist þurfa bresk stjórnvöld að tilkynna ESB um ætlun sína um útgöngu, skv. 50. gr. stofnsáttmála ESB. Um leið og það er gert, hefst 24 mánaða ferli samninga um útgöngu. Tíminn til samninga er því afar skammur og erfitt að sjá að hann dugi til að ljúka jafnt útgöngusamningum Breta sem og öðrum þeim viðskiptasamningum sem Bretar munu þurfa að gera við önnur viðskiptalönd. Þess vegna hafa Bretar beðið með að hefja ferlið, en May forsætisráðherra hefur nú lofað því að senda tilkynninguna um úrsögn eigi síðar en í lok mars nk. Þá mun 24 mánaða fresturinn fara að telja.Mörkun samningsafstöðu ESB Þegar þess er freistað að leggja mat á samningssvigrúm ESB og líkleg viðhorf gagnvart útgöngu Breta þarf að hafa margt í huga. Í fyrsta lagi er ekkert til sem heitir ESB sem hefur eina samræmda afstöðu. Einstök aðildarríki – 27 talsins – hafa hvert um sig sína afstöðu og hún getur verið ólík eftir ríkjum. Forseti ráðherraráðsins talar svo fyrir sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Framkvæmdastjórn ESB getur svo haft sín sjónarmið og hún mun eiga tillögurétt um samningsafstöðu. Aðalsamningamaður hefur þegar verið tilnefndur, sem er Michel Barnier, fyrrum fulltrúi Frakka í framkvæmdastjórninni. Að síðustu mun svo Evrópuþingið koma að mörkun samningsafstöðu ESB. Allar þessar stofnanir geta haft misjafnar áherslur, en þær munu koma sér saman um afstöðu áður en samningaviðræður hefjast. Öll vinna við mörkun þeirrar samningsafstöðu getur hins vegar ekki hafist fyrr en Bretar ákveða nákvæmlega hvað þeir eru að fara fram á. Um það er enn óvissa og henni verður líklega ekki að fullu eytt fyrr en May sendir tilkynninguna fyrir lok mars.Sjónarmið ESB Af þessu má ráða að það er ekki einfalt að spá fyrir um samningsafstöðu ESB, jafnvel þótt við gefum okkur hver samningsafstaða Breta er líkleg til að vera. Það er þó hægt að fullyrða eftirfarandi:1. ESB mun vilja fá fljótt botn í framtíðarfyrirkomulagið. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní hafa forystumenn ESB og einstakra aðildarríkja þrýst ákveðið á Breta að hefja útgönguferlið sem fyrst. Ástæðan er sú að núverandi staða skapar og viðheldur pólitískum óstöðugleika og tekur mikla orku úr samstarfi ríkjanna að öðru leyti.2. Samningar verða flóknir. Það er tímafrekt að semja um aðild að ESB, eins og Íslendingar vita mætavel. Þessar viðræður verða ekki síður flóknar. Í ár verða forsetakosningar í Frakklandi og þar og í Þýskalandi og Hollandi kosið til þings. Í öllum þessum ríkjum eru hreyfingar andsnúnar ESB og frjálsri för fólks í umtalsverðri sókn og sú staðreynd mun örugglega hafa áhrif á afstöðu stjórnvalda í þessum ríkjum til samningaviðræðna við Breta. Það getur hæglega farið svo að lítið sem ekkert gerist í samningaviðræðum fyrstu mánuðina, því það taki ESB umtalsverðan tíma að móta samningsafstöðu. Á meðan gengur klukkan. Það kann því vel að vera að hagsmunir beggja fari saman í að semja um tímabundna aðlögun að nýju fyrirkomulagi.3. ESB mun ekki vilja semja um hömlur á frjálsa för samhliða þátttöku á innri markaðnum. ESB hefur alla tíð talið fjórfrelsið – frjáls vöruviðskipti, þjónustuviðskipti, fjármagnsflutninga og frjálsa för launafólks – óaðskiljanlegt og engu ríki liðist að fá víðtækar undanþágur frá þessum lykilþáttum við aðild að ESB. Takmarkanir hafa þurft að vera vera vel afmarkaðar eða tímabundnar. Í samningum ríkja um aðgang að innri markaðnum hefur full þátttaka í fyrstu þremur af þessum þáttum verið óaðskiljanleg því að ríkin undirgangist frjálsa för. Þannig var það í EES-samningunum og þannig stillti ESB málum upp, þegar Sviss sóttist eftir sérstökum tvíhliða samningi við ESB. Allar yfirlýsingar helstu ráðamanna í ESB falla í sömu átt hvað þetta varðar. Eftir er hins vegar að sjá hversu miklar hömlur Bretar vilja fá á frjálsa för og hvort einhver samningsflötur geti fundist.4. Ef Bretar halda aðgangi að innri markaðnum mun ESB krefjast óháðs eftirlits með samningsskuldbindingum. Meðal þess sem andstæðingar aðildar Breta að ESB hafa sett út á er að Bretar þurfi að sætta sig við dóma dómstóls ESB. Ef Bretar halda aðild að innri markaðnum að einhverju leyti mun ESB krefjast þess að eftirlit verði með samningsskuldbindingum og einhvers konar dómstólaleið til að útkljá ágreining. Innan EES er sjálfstæð eftirlitsstofnun og dómstóll en í tilviki Sviss falla Svisslendingar undir eftirlit framkvæmdastjórnar ESB. Það getur reynst breskum stjórnmálamönnum erfitt að sannfæra breska kjósendur um að Bretland eigi áfram að heyra undir yfirþjóðlegt eftirlit og úrskurðarvald, jafnvel þótt út úr ESB sé komið.Hvað verður? Eins og hér hefur verið rakið er framhaldið mikilli óvissu háð. Í næstu grein fjalla ég ítarlegar um sjónarmið aðila í samningaviðræðunum og sérstaklega um mikilvægi spurningarinnar um frjálsa för launafólks. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í síðustu grein minni um Brexit rakti ég valkosti Breta í fyrirhuguðum samningum við Evrópusambandið (ESB). En hvað gerist næst?Samningar um útgöngu Framundan er ferli útgöngusamninga Breta við ESB. Til að það geti hafist þurfa bresk stjórnvöld að tilkynna ESB um ætlun sína um útgöngu, skv. 50. gr. stofnsáttmála ESB. Um leið og það er gert, hefst 24 mánaða ferli samninga um útgöngu. Tíminn til samninga er því afar skammur og erfitt að sjá að hann dugi til að ljúka jafnt útgöngusamningum Breta sem og öðrum þeim viðskiptasamningum sem Bretar munu þurfa að gera við önnur viðskiptalönd. Þess vegna hafa Bretar beðið með að hefja ferlið, en May forsætisráðherra hefur nú lofað því að senda tilkynninguna um úrsögn eigi síðar en í lok mars nk. Þá mun 24 mánaða fresturinn fara að telja.Mörkun samningsafstöðu ESB Þegar þess er freistað að leggja mat á samningssvigrúm ESB og líkleg viðhorf gagnvart útgöngu Breta þarf að hafa margt í huga. Í fyrsta lagi er ekkert til sem heitir ESB sem hefur eina samræmda afstöðu. Einstök aðildarríki – 27 talsins – hafa hvert um sig sína afstöðu og hún getur verið ólík eftir ríkjum. Forseti ráðherraráðsins talar svo fyrir sameiginlegri afstöðu aðildarríkjanna. Framkvæmdastjórn ESB getur svo haft sín sjónarmið og hún mun eiga tillögurétt um samningsafstöðu. Aðalsamningamaður hefur þegar verið tilnefndur, sem er Michel Barnier, fyrrum fulltrúi Frakka í framkvæmdastjórninni. Að síðustu mun svo Evrópuþingið koma að mörkun samningsafstöðu ESB. Allar þessar stofnanir geta haft misjafnar áherslur, en þær munu koma sér saman um afstöðu áður en samningaviðræður hefjast. Öll vinna við mörkun þeirrar samningsafstöðu getur hins vegar ekki hafist fyrr en Bretar ákveða nákvæmlega hvað þeir eru að fara fram á. Um það er enn óvissa og henni verður líklega ekki að fullu eytt fyrr en May sendir tilkynninguna fyrir lok mars.Sjónarmið ESB Af þessu má ráða að það er ekki einfalt að spá fyrir um samningsafstöðu ESB, jafnvel þótt við gefum okkur hver samningsafstaða Breta er líkleg til að vera. Það er þó hægt að fullyrða eftirfarandi:1. ESB mun vilja fá fljótt botn í framtíðarfyrirkomulagið. Allt frá þjóðaratkvæðagreiðslunni í júní hafa forystumenn ESB og einstakra aðildarríkja þrýst ákveðið á Breta að hefja útgönguferlið sem fyrst. Ástæðan er sú að núverandi staða skapar og viðheldur pólitískum óstöðugleika og tekur mikla orku úr samstarfi ríkjanna að öðru leyti.2. Samningar verða flóknir. Það er tímafrekt að semja um aðild að ESB, eins og Íslendingar vita mætavel. Þessar viðræður verða ekki síður flóknar. Í ár verða forsetakosningar í Frakklandi og þar og í Þýskalandi og Hollandi kosið til þings. Í öllum þessum ríkjum eru hreyfingar andsnúnar ESB og frjálsri för fólks í umtalsverðri sókn og sú staðreynd mun örugglega hafa áhrif á afstöðu stjórnvalda í þessum ríkjum til samningaviðræðna við Breta. Það getur hæglega farið svo að lítið sem ekkert gerist í samningaviðræðum fyrstu mánuðina, því það taki ESB umtalsverðan tíma að móta samningsafstöðu. Á meðan gengur klukkan. Það kann því vel að vera að hagsmunir beggja fari saman í að semja um tímabundna aðlögun að nýju fyrirkomulagi.3. ESB mun ekki vilja semja um hömlur á frjálsa för samhliða þátttöku á innri markaðnum. ESB hefur alla tíð talið fjórfrelsið – frjáls vöruviðskipti, þjónustuviðskipti, fjármagnsflutninga og frjálsa för launafólks – óaðskiljanlegt og engu ríki liðist að fá víðtækar undanþágur frá þessum lykilþáttum við aðild að ESB. Takmarkanir hafa þurft að vera vera vel afmarkaðar eða tímabundnar. Í samningum ríkja um aðgang að innri markaðnum hefur full þátttaka í fyrstu þremur af þessum þáttum verið óaðskiljanleg því að ríkin undirgangist frjálsa för. Þannig var það í EES-samningunum og þannig stillti ESB málum upp, þegar Sviss sóttist eftir sérstökum tvíhliða samningi við ESB. Allar yfirlýsingar helstu ráðamanna í ESB falla í sömu átt hvað þetta varðar. Eftir er hins vegar að sjá hversu miklar hömlur Bretar vilja fá á frjálsa för og hvort einhver samningsflötur geti fundist.4. Ef Bretar halda aðgangi að innri markaðnum mun ESB krefjast óháðs eftirlits með samningsskuldbindingum. Meðal þess sem andstæðingar aðildar Breta að ESB hafa sett út á er að Bretar þurfi að sætta sig við dóma dómstóls ESB. Ef Bretar halda aðild að innri markaðnum að einhverju leyti mun ESB krefjast þess að eftirlit verði með samningsskuldbindingum og einhvers konar dómstólaleið til að útkljá ágreining. Innan EES er sjálfstæð eftirlitsstofnun og dómstóll en í tilviki Sviss falla Svisslendingar undir eftirlit framkvæmdastjórnar ESB. Það getur reynst breskum stjórnmálamönnum erfitt að sannfæra breska kjósendur um að Bretland eigi áfram að heyra undir yfirþjóðlegt eftirlit og úrskurðarvald, jafnvel þótt út úr ESB sé komið.Hvað verður? Eins og hér hefur verið rakið er framhaldið mikilli óvissu háð. Í næstu grein fjalla ég ítarlegar um sjónarmið aðila í samningaviðræðunum og sérstaklega um mikilvægi spurningarinnar um frjálsa för launafólks. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar