Þau féllu í árás hryðjuverkamannsins í Istanbúl Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2017 10:10 Ættingjar syrgja hinn 48 Ayhan Arik sem fórst í árásinni í Istanbúl á nýársnótt. Vísir/EPA Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku borginni Istanbúl á nýársnótt. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu, en tyrkneskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum innan lögreglu að árásarmaðurinn kunni að vera frá Úsbekistan eða Kirgistan. Ellefu fórnarlambanna voru tyrknesk, en hinir erlendir ríkisborgarar. Mörg þeirra láta eftir sig börn og önnur voru sjálf rétt búin að slíta barnsskónum.Áttu í samræðum fyrir utan Reina Árásarmaðurinn réðst inn á skemmtistaðinn um klukkan 1:15 að staðartíma. Rétt áður hafði hann gengið að tveimur mönnum sem stóðu og skröfuðu fyrir utan og skotið þá báða til bana. Í frétt SVT segir að annar þeirra hafi verið Burak Yildiz, 22 ára lögreglumaður, sem einungis hafði starfað innan lögreglunnar í hálft annað ár.Ættingjar Ayhan Arik við útför hans.Vísir/EPAHinn maðurinn hét Ayhan Arik, 48 ára tveggja barna faðir, sem starfaði sem leiðsögumaður fyrir ferðamenn og bílstjóri. Hann hafði farið með hóp ferðamanna að Reina þar sem haldið var upp á að nýtt ár hafi gengið í garð. Hann beið sjálfur eftir að hópurinn kæmi aftur út þannig að hann gæti keyrt þá aftur upp á hotel, og á meðan hann beið hafði hann átt í samræðum við hinn unga Yildiz. Arik var skotinn í höfuðið.Fullkomin ringulreið Glundroðinn var alger eftir að árásarmaðurinn hélt inn á staðinn og skaut tilviljanakennt á allt sem hreyfist, en áætlað er að milli 600 og 800 manns hafi verið saman komnir til að halda upp á komu nýja ársins. Sjónarvottar og myndir úr öryggismyndavélum hafa sýnt hvernig fólk flúði undan skothríðinni. Margir ákváðu að stökkva út í Bosporussundið og synda burt í leit að skjóli. Öryggisvörðurinn Fatih Cakmak var meðal þeirra sem fyrst féll í árásinni. Bróðir hans segir í samtali við tyrkneska fjölmiðla að hann hafi naumlega komist lífs af þegar 44 manns fórust í sprengjuárás fyrir utan fótboltavöll í borginni fyrir þremur vikum. Stór hluti þeirra sem féllu í þeirri árás voru lögreglumenn. Anadolu greinir frá því að 29 ára öryggisvörður, Hatice Karcilar, hafi verið ein þeirra sem fórst í árásinni. Lík Hatice hefur nú verið flutt til heimaborgar hennar við bakka Marmarahafs.Leanne Nasser frá Ísrael féll í árásinni.Frá ýmsum löndum Hin átján ára Leanne Nasser hafði ferðast frá Ísrael til að fagna nýja árinu með þremur vinum sínum, en lík hennar verður flutt aftur til heimalandsins í dag. BBC segir frá því að ellefu fórnarlambanna hafi verið tyrknesk, sjö frá Sádi-Arabíu, fjórir frá Írak, þrír frá Líbanon, tveir frá Jórdaníu, Indlandi og Marokkó og einn frá Sýrlandi, Ísrael, Frakklandi, Túnis, Belgíu, Kúveit, Kanada og Rússlandi. Að neðan má sjá yfirlýsingu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, þar sem hann greinir frá því að kanadískur ríkisborgari hafi fallið í árásinni.Please read my full statement on the terrorist attack that claimed the life of a Canadian citizen in Istanbul: https://t.co/48jUlBH8lA— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 2, 2017 Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 „Við höfum búist við hryðjuverki“ Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt. 1. janúar 2017 19:00 ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03 Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Leit stendur enn yfir að manninum sem varð 39 manns að bana og særði tæplega sjötíu í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku borginni Istanbúl á nýársnótt. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu, en tyrkneskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum innan lögreglu að árásarmaðurinn kunni að vera frá Úsbekistan eða Kirgistan. Ellefu fórnarlambanna voru tyrknesk, en hinir erlendir ríkisborgarar. Mörg þeirra láta eftir sig börn og önnur voru sjálf rétt búin að slíta barnsskónum.Áttu í samræðum fyrir utan Reina Árásarmaðurinn réðst inn á skemmtistaðinn um klukkan 1:15 að staðartíma. Rétt áður hafði hann gengið að tveimur mönnum sem stóðu og skröfuðu fyrir utan og skotið þá báða til bana. Í frétt SVT segir að annar þeirra hafi verið Burak Yildiz, 22 ára lögreglumaður, sem einungis hafði starfað innan lögreglunnar í hálft annað ár.Ættingjar Ayhan Arik við útför hans.Vísir/EPAHinn maðurinn hét Ayhan Arik, 48 ára tveggja barna faðir, sem starfaði sem leiðsögumaður fyrir ferðamenn og bílstjóri. Hann hafði farið með hóp ferðamanna að Reina þar sem haldið var upp á að nýtt ár hafi gengið í garð. Hann beið sjálfur eftir að hópurinn kæmi aftur út þannig að hann gæti keyrt þá aftur upp á hotel, og á meðan hann beið hafði hann átt í samræðum við hinn unga Yildiz. Arik var skotinn í höfuðið.Fullkomin ringulreið Glundroðinn var alger eftir að árásarmaðurinn hélt inn á staðinn og skaut tilviljanakennt á allt sem hreyfist, en áætlað er að milli 600 og 800 manns hafi verið saman komnir til að halda upp á komu nýja ársins. Sjónarvottar og myndir úr öryggismyndavélum hafa sýnt hvernig fólk flúði undan skothríðinni. Margir ákváðu að stökkva út í Bosporussundið og synda burt í leit að skjóli. Öryggisvörðurinn Fatih Cakmak var meðal þeirra sem fyrst féll í árásinni. Bróðir hans segir í samtali við tyrkneska fjölmiðla að hann hafi naumlega komist lífs af þegar 44 manns fórust í sprengjuárás fyrir utan fótboltavöll í borginni fyrir þremur vikum. Stór hluti þeirra sem féllu í þeirri árás voru lögreglumenn. Anadolu greinir frá því að 29 ára öryggisvörður, Hatice Karcilar, hafi verið ein þeirra sem fórst í árásinni. Lík Hatice hefur nú verið flutt til heimaborgar hennar við bakka Marmarahafs.Leanne Nasser frá Ísrael féll í árásinni.Frá ýmsum löndum Hin átján ára Leanne Nasser hafði ferðast frá Ísrael til að fagna nýja árinu með þremur vinum sínum, en lík hennar verður flutt aftur til heimalandsins í dag. BBC segir frá því að ellefu fórnarlambanna hafi verið tyrknesk, sjö frá Sádi-Arabíu, fjórir frá Írak, þrír frá Líbanon, tveir frá Jórdaníu, Indlandi og Marokkó og einn frá Sýrlandi, Ísrael, Frakklandi, Túnis, Belgíu, Kúveit, Kanada og Rússlandi. Að neðan má sjá yfirlýsingu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, þar sem hann greinir frá því að kanadískur ríkisborgari hafi fallið í árásinni.Please read my full statement on the terrorist attack that claimed the life of a Canadian citizen in Istanbul: https://t.co/48jUlBH8lA— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 2, 2017
Kirgistan Tyrkland Tengdar fréttir Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29 „Við höfum búist við hryðjuverki“ Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt. 1. janúar 2017 19:00 ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03 Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Um fjörutíu látnir eftir árás á skemmtistað í Istanbúl Leit að árásarmanninum stendur enn yfir. 1. janúar 2017 09:29
„Við höfum búist við hryðjuverki“ Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt. 1. janúar 2017 19:00
ISIS lýsir yfir ábyrgð á skotárásinni 39 létu lífið og minnst 69 eru særðir, þar af fjórir í alvarlegu ástandi. 2. janúar 2017 08:03
Þetta vitum við um árásina í Istanbúl Að minnsta kosti 39 manns fórust og 69 særðust í árás á skemmtistaðnum Reina í tyrknesku stórborginni Istanbúl í nótt. 1. janúar 2017 13:03