Gosið er ekki sökudólgurinn Almar Guðmundsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Kastljósinu hefur verið beint að sykruðum gosdrykkjum sem sökudólg þess að landsmenn eru að þyngjast. Það er afar mikil einföldun að einblína á sykraða gosdrykki sem helstu orsök offituvandans. Það sem Hagstofan kallar „gosdrykki“ og er túlkað sem „sykrað gos“ er villandi þar sem staðreyndin er sú að einungis innan við helmingur af því er raunverulega sykrað gos. Það er því beinlínis rangt að leggja alla gosdrykki að jöfnu, líkt og gert hefur verið í umfjöllun undanfarið. Gosdrykkir skiptast í sykraða gosdrykki, sykurlausa drykki með sætuefnum og kolsýrða vatnsdrykki. Samkvæmt Markaðsgreiningu/AC Nielsen á árabilinu 2012 til 2016 hefur vægi sykraðra drykkja sem seldir eru á Íslandi minnkað úr 59 prósentum í 48 prósent. Á sama tíma hefur vægi sykurlausra drykkja (ósætra gosdrykkja og drykkja með sætuefnum) vaxið úr 41 prósenti í 52. Neysluhegðun Íslendinga er að breytast hratt. Það hefur ekkert með sykurskatta að gera heldur er skýringin miklu fremur sú að neytendur eru að taka upplýsta ákvörðun um sína neyslu. Vöruþróun og vöruframboð íslenskra framleiðenda tekur mið af þessu og er í stöðugri þróun til að mæta breyttu neyslumynstri. Þær vörur sem eru í langmestum vexti eru kolsýrðir vatnsdrykkir og hefur sala á slíkum drykkjum vaxið um 83 prósent frá árinu 2010. Á sama tíma hefur sala á sykruðum gosdrykkjum minnkað um 15 prósent og neysla á sykurlausum gosdrykkjum hefur dregist saman um sex prósent. Þá má nefna að sykurneysla á Íslandi hefur minnkað um nær tíu kíló á mann á nærri fimmtíu ára tímabili. Árið 1967 var neysla sykurs á mann 51,7 kg og árið 2014 var neysla sykurs komin niður í 41,8 kg á mann. Það er öfug fylgni milli heildarneyslu sykurs á mann og aukningar á líkamsþyngd og því erfitt að koma auga á orsakasamhengi þar á milli. Þessar staðreyndir staðfesta að það er ekki sykrinum einum að kenna að landsmenn þyngjast og ljóst að gosið er ekki sökudólgurinn. Það blasir því við að leita þarf orsakanna víðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Kastljósinu hefur verið beint að sykruðum gosdrykkjum sem sökudólg þess að landsmenn eru að þyngjast. Það er afar mikil einföldun að einblína á sykraða gosdrykki sem helstu orsök offituvandans. Það sem Hagstofan kallar „gosdrykki“ og er túlkað sem „sykrað gos“ er villandi þar sem staðreyndin er sú að einungis innan við helmingur af því er raunverulega sykrað gos. Það er því beinlínis rangt að leggja alla gosdrykki að jöfnu, líkt og gert hefur verið í umfjöllun undanfarið. Gosdrykkir skiptast í sykraða gosdrykki, sykurlausa drykki með sætuefnum og kolsýrða vatnsdrykki. Samkvæmt Markaðsgreiningu/AC Nielsen á árabilinu 2012 til 2016 hefur vægi sykraðra drykkja sem seldir eru á Íslandi minnkað úr 59 prósentum í 48 prósent. Á sama tíma hefur vægi sykurlausra drykkja (ósætra gosdrykkja og drykkja með sætuefnum) vaxið úr 41 prósenti í 52. Neysluhegðun Íslendinga er að breytast hratt. Það hefur ekkert með sykurskatta að gera heldur er skýringin miklu fremur sú að neytendur eru að taka upplýsta ákvörðun um sína neyslu. Vöruþróun og vöruframboð íslenskra framleiðenda tekur mið af þessu og er í stöðugri þróun til að mæta breyttu neyslumynstri. Þær vörur sem eru í langmestum vexti eru kolsýrðir vatnsdrykkir og hefur sala á slíkum drykkjum vaxið um 83 prósent frá árinu 2010. Á sama tíma hefur sala á sykruðum gosdrykkjum minnkað um 15 prósent og neysla á sykurlausum gosdrykkjum hefur dregist saman um sex prósent. Þá má nefna að sykurneysla á Íslandi hefur minnkað um nær tíu kíló á mann á nærri fimmtíu ára tímabili. Árið 1967 var neysla sykurs á mann 51,7 kg og árið 2014 var neysla sykurs komin niður í 41,8 kg á mann. Það er öfug fylgni milli heildarneyslu sykurs á mann og aukningar á líkamsþyngd og því erfitt að koma auga á orsakasamhengi þar á milli. Þessar staðreyndir staðfesta að það er ekki sykrinum einum að kenna að landsmenn þyngjast og ljóst að gosið er ekki sökudólgurinn. Það blasir því við að leita þarf orsakanna víðar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar