Gleðileg jól í ljósadýrð Ritstjórn skrifar 24. desember 2016 18:15 Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn, segir Kári Fannar Lárusson sigurvegari í jólaljósmyndakeppninni. Myndin sýnir miðbæ Akureyrar þegar kveikt var á ljósum jólatrés á torginu. mynd/kári fannar lárusson Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis, en þær má sjá hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 9-17 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kári Fannar Lárusson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Kára er loftmynd af miðbæ Akureyrar og tekin daginn sem var kveikt á ljósum jólatrésins á Ráðhústorginu. Í verðlaun fær Kári glæsilega Nikon D7200 myndavél frá Heimilistækjum. „Ljósmyndun hefur verið áhugamál mitt í meira en áratug. Myndin er tekin þennan fallega dag í miðbæ Akureyrar, birtan var góð og það hafði snjóað. Lukkulega því það hafði verið hlýtt í veðri,“ segir Kári frá fyrir utan það að vera áhugaljósmyndari starfar hann hjá Caff að verndun lífríkisins á norðurslóðum. Hann var með dóttur sinni, Dagbjörtu Önnu sex ára, á athöfninni. Myndin er tekin á flygildi. „Dóttir mín er ekkert alloft spennt þegar ég að mynda. En hún hefur gaman af því að skoða myndirnar. Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Ég gæti mín alltaf mjög vel að vera í öruggri fjarlægð frá mannfjölda þegar ég mynda með flygildinu. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn. Fyrir fáeinum árum stóð ekki til boða fyrir hinn almenna mann að sjá heiminn með þessum hætti. Þú gætir það reyndar ekki þótt að þú hefðir ótakmörkuð fjárráð því þú mátt ekki fara svona nærri. Þetta er bylting í því frá hvaða sjónarhorni við getum séð heiminn,“ segir Kári. Alls bárust hátt í 300 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Kristjönu Björgu Guðbrandsdóttur, ritstjóra helgarblaðs, Tinna Sveinssyni, vefstjóra Vísis, Stefáni Karlssyni ljósmyndara og Vilhelm Gunnarssyni, yfirmanni ljósmyndadeildar Fréttablaðsins.Egilsstaðakirkja með hrímaðan skóginn í kring. Myndin er tekin frá Fellabæ við Lagarfljótsbrúnna.mynd/borghildur hlíf stefánsdóttirGauti Sveinsson myndaði stúlku við vel skreytt piparkökuhús.mynd/gauti einarssonEydís Stefánsdóttir myndaði Andra Dór sem var feiminn við jólasvein á Laugaveginum og faldi sig á bak við ljósastaur.mynd/eydís stefánsdóttir Jólafréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Vísir sendir lesendum sínum jólakveðju með bestu ljósmyndunum sem sendar voru inn í jólamyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis, en þær má sjá hér að neðan. Fréttavakt verður á Vísi yfir hátíðarnar; á jóladag kl. 9-17 og á annan í jólum kl. 9-24. Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á ritstjorn@visir.is. Fréttastofa 365 sendir lesendum Vísis um allan heim sínar bestu óskir um gleðileg jól. Kári Fannar Lárusson er sigurvegari í jólaljósmyndakeppni Fréttablaðsins og Vísis. Sigurmynd Kára er loftmynd af miðbæ Akureyrar og tekin daginn sem var kveikt á ljósum jólatrésins á Ráðhústorginu. Í verðlaun fær Kári glæsilega Nikon D7200 myndavél frá Heimilistækjum. „Ljósmyndun hefur verið áhugamál mitt í meira en áratug. Myndin er tekin þennan fallega dag í miðbæ Akureyrar, birtan var góð og það hafði snjóað. Lukkulega því það hafði verið hlýtt í veðri,“ segir Kári frá fyrir utan það að vera áhugaljósmyndari starfar hann hjá Caff að verndun lífríkisins á norðurslóðum. Hann var með dóttur sinni, Dagbjörtu Önnu sex ára, á athöfninni. Myndin er tekin á flygildi. „Dóttir mín er ekkert alloft spennt þegar ég að mynda. En hún hefur gaman af því að skoða myndirnar. Ég brá mér til hliðar og tók myndina með flygildi. Ég gæti mín alltaf mjög vel að vera í öruggri fjarlægð frá mannfjölda þegar ég mynda með flygildinu. Tæknin er bylting og opnar alveg nýtt sjónarhorn. Fyrir fáeinum árum stóð ekki til boða fyrir hinn almenna mann að sjá heiminn með þessum hætti. Þú gætir það reyndar ekki þótt að þú hefðir ótakmörkuð fjárráð því þú mátt ekki fara svona nærri. Þetta er bylting í því frá hvaða sjónarhorni við getum séð heiminn,“ segir Kári. Alls bárust hátt í 300 myndir í jólakeppnina en þær má allar sjá hér. Dómnefndin var skipuð þeim Kristínu Þorsteinsdóttur ritstjóra, Kristjönu Björgu Guðbrandsdóttur, ritstjóra helgarblaðs, Tinna Sveinssyni, vefstjóra Vísis, Stefáni Karlssyni ljósmyndara og Vilhelm Gunnarssyni, yfirmanni ljósmyndadeildar Fréttablaðsins.Egilsstaðakirkja með hrímaðan skóginn í kring. Myndin er tekin frá Fellabæ við Lagarfljótsbrúnna.mynd/borghildur hlíf stefánsdóttirGauti Sveinsson myndaði stúlku við vel skreytt piparkökuhús.mynd/gauti einarssonEydís Stefánsdóttir myndaði Andra Dór sem var feiminn við jólasvein á Laugaveginum og faldi sig á bak við ljósastaur.mynd/eydís stefánsdóttir
Jólafréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira