Slökkviliðsmenn buðu ferðamönnum húsaskjól Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. desember 2016 13:15 Eldur kom upp í leiguíbúð sex ferðamanna við Kirkjuteig snemma í gærkvöldi. Íbúðin skemmdist mikið og voru ferðamennirnir því á vergangi eftir að slökkvistarfi lauk. Slökkviliðsmenn brugðu á það ráð að bjóða fólkinu með sér á slökkvistöðina á jólanótt. „Þetta er nú ekki svona það sem við gerum dagsdaglega. En í tilefni þess að það voru jól þá verður maður aðeins meyrari og mýkri,“ segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Næturvaktin tók þau upp á sína arma, þar til Rauði krossinn kom og greiddi götu þeirra endanlega,“ bætir hann við. Eldurinn kom upp um klukkan hálf átta. Ferðamennirnir komu hingað til lands til að fagna jólunum á Íslandi en íbúðin hafði verið leigð í gegnum Air BnB. Tveir reykskynjarar voru í íbúðinni en hvorugur virkaði; annar þeirra var án rafhlöðu og hinn gamall og óvirkur. Slökkviliðið var svo aftur kallað út á tólfta tímanum en þá hafði verið tilkynnt um eld á bekk við íbúðarhús á Álftanesi. Töluverður reykur barst inn í íbúð í gegnum þakskegg hússins en slökkviliðið slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. Þá sinnti slökkviliðið einnig vatnsleka sem kom upp í Ármúla í nótt. Þá var einnig mikið að gera í sjúkraflutningum í gærkvöldi og í nótt en sjö sjúkrabílar sinntu stöðugum útköllum til miðnættis. Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Eldur kom upp í leiguíbúð sex ferðamanna við Kirkjuteig snemma í gærkvöldi. Íbúðin skemmdist mikið og voru ferðamennirnir því á vergangi eftir að slökkvistarfi lauk. Slökkviliðsmenn brugðu á það ráð að bjóða fólkinu með sér á slökkvistöðina á jólanótt. „Þetta er nú ekki svona það sem við gerum dagsdaglega. En í tilefni þess að það voru jól þá verður maður aðeins meyrari og mýkri,“ segir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Næturvaktin tók þau upp á sína arma, þar til Rauði krossinn kom og greiddi götu þeirra endanlega,“ bætir hann við. Eldurinn kom upp um klukkan hálf átta. Ferðamennirnir komu hingað til lands til að fagna jólunum á Íslandi en íbúðin hafði verið leigð í gegnum Air BnB. Tveir reykskynjarar voru í íbúðinni en hvorugur virkaði; annar þeirra var án rafhlöðu og hinn gamall og óvirkur. Slökkviliðið var svo aftur kallað út á tólfta tímanum en þá hafði verið tilkynnt um eld á bekk við íbúðarhús á Álftanesi. Töluverður reykur barst inn í íbúð í gegnum þakskegg hússins en slökkviliðið slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. Þá sinnti slökkviliðið einnig vatnsleka sem kom upp í Ármúla í nótt. Þá var einnig mikið að gera í sjúkraflutningum í gærkvöldi og í nótt en sjö sjúkrabílar sinntu stöðugum útköllum til miðnættis.
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira