Aukið álag á heilbrigðiskerfið vegna vaxandi ferðamennsku Hrönn Garðarsdóttir og Jón H. H. Sen skrifar 13. desember 2016 07:00 Vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur á allra síðustu árum og spár gera ráð fyrir því að ferðamannafjöldinn muni halda áfram að aukast. Þessari fjölgun ferðamanna fylgja margar áskoranir og hefur álagið á innviði landsins aukist mikið í takt við hana. Þannig hefur t.d. álag á vegakerfið aukist mikið og hefur sá vandi fengið talsverða umfjöllun og tíðrætt er um úrbætur. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um aukið álag á heilbrigðiskerfið. Mest hefur álagið aukist á Suðurlandi og í Reykjavík þar sem ferðamannastraumurinn er hvað mestur. En nú er svo komið að ferðamenn sækja allt landið heim allan ársins hring þó vissulega sé straumurinn mestur yfir sumarið. Þegar fjær dregur höfuðborginni er mikill hluti ferðamanna að ferðast á eigin vegum, þ.e.a.s. þeir aka um á bílaleigubílum og skipuleggja ferðalag sitt sjálfir. Þessi ferðamáti er algengastur hér á Austurlandi á tímabilinu sept.-maí. Ferðamenn eru misvel undirbúnir og hafa mismikla reynslu af því að aka við þær aðstæður sem eru á íslenskum vegum um hávetur. Þeir verða því æði oft fyrir óhöppum og slysum sem við þarf að bregðast. Einnig veikist þetta fólk eins og aðrir og þarf að leita læknis. Skv. tölum frá vegagerðinni jókst umferð á Austurlandi um 35% milli ára 2015 og 2016 og gistinóttum fjölgaði um 49% (tölur frá Hagstofunni). Þetta endurspeglar þannig fjölgun ferðamanna í þessum landshluta. Til langs tíma hefur verið dregið saman í heilbrigðisþjónustu yfir sumarleyfismánuði, fyrir utan niðurskurð til margra ára. Deildum á spítölum er lokað, opnunartímar styttir og leguplássum fækkað yfir sumartímann. Þetta er gert bæði til að mæta manneklu sem myndast yfir sumarleyfismánuði og einnig í sparnaðarskyni. Þannig er t.d. rúmum á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands fækkað úr 23 í 15 yfir sumarleyfistímann. Afleysingastarfsfólk er oftast reynsluminna en fastráðnir starfsmenn og það hefur talsverð áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana. Á sama tíma eykst álagið vegna mikils fjölda ferðamanna. Öll umsýsla í kringum erlenda ferðamenn, sem þurfa á læknisþjónustu að halda, er umfangsmeiri, m.a. vegna innheimtu komugjalda og vottorða fyrir tryggingafélög. Engin gögn eru til um heilsufarssögu þeirra og það eru oft tungumálaörðugleikar sem gera samskipti þeirra við heilbrigðisstarfsfólk flóknari en ella.Gefa málaflokknum lítinn gaum Okkur finnst ráðamenn gefa þessum mikilvæga málaflokki lítinn gaum. Hin mikla umræða sem nú fer fram um vöxt ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og hinna mörgu þátta sem þessi vöxtur kallar á, er af hinu góða og við fögnum öllum úrbótum atvinnugreininni til handa. Við söknum hins vegar meiri umræðu um heilbrigðismálin í þessu samhengi. Við viljum vekja athygli almennings og ráðamanna á þessu og teljum að fyrr en síðar muni heilbrigðiskerfið kikna að óbreyttu og þjónustan ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Opnun Heilsugæslunnar í Reykjahlíð við Mývatn er gott dæmi um nauðsynlega úrbót sem var löngu tímabær. Við þökkum og fögnum að sjálfsögðu slíkum áföngum. Við hvetjum stjórnvöld til að hafa heilbrigðisþjónustuna með í umræðunni um ferðamennsku og beita sér fyrir því að hægt sé að mæta þessari stórauknu notkun heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu. Það er brýnt að fjölga stöðugildum, bæta aðstöðuna og endurskipuleggja þjónustuna á mörgum stöðum þar sem ferðamannastraumurinn er mjög þungur. Spár gera ráð fyrir því að ferðamönnum haldi áfram að fjölga um ókomna framtíð og ekki seinna vænna að hefjast handa að bregðast við. Í nýafstöðnum kosningum var ráðamönnum tíðrætt um heilbrigðismálin, efla heilbrigðiskerfið, styrkja þátt heilsugæslunnar og heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir að full alvara hafi fylgt þessari umræðu og við hlökkum til að vinna með ráðamönnum að þessari uppbyggingu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Vöxtur ferðaþjónustu á Íslandi hefur verið gríðarlegur á allra síðustu árum og spár gera ráð fyrir því að ferðamannafjöldinn muni halda áfram að aukast. Þessari fjölgun ferðamanna fylgja margar áskoranir og hefur álagið á innviði landsins aukist mikið í takt við hana. Þannig hefur t.d. álag á vegakerfið aukist mikið og hefur sá vandi fengið talsverða umfjöllun og tíðrætt er um úrbætur. Minna hefur farið fyrir umfjöllun um aukið álag á heilbrigðiskerfið. Mest hefur álagið aukist á Suðurlandi og í Reykjavík þar sem ferðamannastraumurinn er hvað mestur. En nú er svo komið að ferðamenn sækja allt landið heim allan ársins hring þó vissulega sé straumurinn mestur yfir sumarið. Þegar fjær dregur höfuðborginni er mikill hluti ferðamanna að ferðast á eigin vegum, þ.e.a.s. þeir aka um á bílaleigubílum og skipuleggja ferðalag sitt sjálfir. Þessi ferðamáti er algengastur hér á Austurlandi á tímabilinu sept.-maí. Ferðamenn eru misvel undirbúnir og hafa mismikla reynslu af því að aka við þær aðstæður sem eru á íslenskum vegum um hávetur. Þeir verða því æði oft fyrir óhöppum og slysum sem við þarf að bregðast. Einnig veikist þetta fólk eins og aðrir og þarf að leita læknis. Skv. tölum frá vegagerðinni jókst umferð á Austurlandi um 35% milli ára 2015 og 2016 og gistinóttum fjölgaði um 49% (tölur frá Hagstofunni). Þetta endurspeglar þannig fjölgun ferðamanna í þessum landshluta. Til langs tíma hefur verið dregið saman í heilbrigðisþjónustu yfir sumarleyfismánuði, fyrir utan niðurskurð til margra ára. Deildum á spítölum er lokað, opnunartímar styttir og leguplássum fækkað yfir sumartímann. Þetta er gert bæði til að mæta manneklu sem myndast yfir sumarleyfismánuði og einnig í sparnaðarskyni. Þannig er t.d. rúmum á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands fækkað úr 23 í 15 yfir sumarleyfistímann. Afleysingastarfsfólk er oftast reynsluminna en fastráðnir starfsmenn og það hefur talsverð áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana. Á sama tíma eykst álagið vegna mikils fjölda ferðamanna. Öll umsýsla í kringum erlenda ferðamenn, sem þurfa á læknisþjónustu að halda, er umfangsmeiri, m.a. vegna innheimtu komugjalda og vottorða fyrir tryggingafélög. Engin gögn eru til um heilsufarssögu þeirra og það eru oft tungumálaörðugleikar sem gera samskipti þeirra við heilbrigðisstarfsfólk flóknari en ella.Gefa málaflokknum lítinn gaum Okkur finnst ráðamenn gefa þessum mikilvæga málaflokki lítinn gaum. Hin mikla umræða sem nú fer fram um vöxt ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og hinna mörgu þátta sem þessi vöxtur kallar á, er af hinu góða og við fögnum öllum úrbótum atvinnugreininni til handa. Við söknum hins vegar meiri umræðu um heilbrigðismálin í þessu samhengi. Við viljum vekja athygli almennings og ráðamanna á þessu og teljum að fyrr en síðar muni heilbrigðiskerfið kikna að óbreyttu og þjónustan ekki standast þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Opnun Heilsugæslunnar í Reykjahlíð við Mývatn er gott dæmi um nauðsynlega úrbót sem var löngu tímabær. Við þökkum og fögnum að sjálfsögðu slíkum áföngum. Við hvetjum stjórnvöld til að hafa heilbrigðisþjónustuna með í umræðunni um ferðamennsku og beita sér fyrir því að hægt sé að mæta þessari stórauknu notkun heilbrigðisþjónustunnar á landinu öllu. Það er brýnt að fjölga stöðugildum, bæta aðstöðuna og endurskipuleggja þjónustuna á mörgum stöðum þar sem ferðamannastraumurinn er mjög þungur. Spár gera ráð fyrir því að ferðamönnum haldi áfram að fjölga um ókomna framtíð og ekki seinna vænna að hefjast handa að bregðast við. Í nýafstöðnum kosningum var ráðamönnum tíðrætt um heilbrigðismálin, efla heilbrigðiskerfið, styrkja þátt heilsugæslunnar og heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni. Að sjálfsögðu gerum við ráð fyrir að full alvara hafi fylgt þessari umræðu og við hlökkum til að vinna með ráðamönnum að þessari uppbyggingu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun