Rússar reiðir yfir ásökunum um afskipti af kosningum Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2016 15:45 Barack Obama, Donald Trump, og Vladimir Putin. Vísir/Getty Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hét því í gærkvöldi að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárása Rússa sem leyniþjónustur Bandaríkjanna segja að hafi verið ætlað að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Rússar eru hins vegar orðnir þreyttir á þessum ásökunum og segja yfirvöldum í Bandaríkjunum að leggja fram sannanir eða hætta þessum ásökunum. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur einnig tjáð sig um ásakanirnar. Eins og hann gerir gjarnan tísti hann um málið. Tump og stuðningsmenn hans eru sannfærðir um að ásakanirnar gegn Rússum séu til þess fallnar að draga úr trúverðugleika á sigur Trump í kosningunum.If Russia, or some other entity, was hacking, why did the White House wait so long to act? Why did they only complain after Hillary lost?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2016 Are we talking about the same cyberattack where it was revealed that head of the DNC illegally gave Hillary the questions to the debate?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 16, 2016 Í fyrra tístinu spur Trump af hverju yfirvöld í Bandaríkjunum hafi ekki brugðist við aðgerðum Rússa fyrr en eftir að hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í nóvember. Hvíta húsið sakaði þó Rússa í október um að gera tölvuárásir á vefsvæði Demókrataflokksins, fjölda tölvupósta og símtala meðlima flokksins var lekið á netið í gegnum Wikileaks. Obama ræddi málið við NPR í gærkvöldi. Þar sagði hann að ef einhver utanaðkomandi stjórnvöld reyndu að hafa áhrif á kosningar Bandaríkjanna, yrði ríkið að bregðast við. „Við munum gera það, á stað og tíma að okkar vali,“ sagði forsetinn. Hann sagðist telja öruggt að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði komið að árásunum á einhvern hátt og að á endanum beri hann ábyrgð á málinu. Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News. 12. desember 2016 07:00 CIA: Rússar skárust í leikinn til að koma Trump í forsetastól Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipst sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum 10. desember 2016 10:33 Obama krefst rannsóknar á netárásum Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir rannsókna á netárásum sem skóku forsetakosningarnar vestanhafs fyrr á árinu. 9. desember 2016 21:50 Innsláttarvilla gerði rússneskum hökkurum kleift að nálgast tölvupósta demókrata Urðu svokölluðum netveiðum að falli fyrir mistök. 14. desember 2016 14:46 Teymi Trump hafnar ásökunum CIA um aðkomu Rússa Umbreytingateymi Donald Trump hafnar ásökunum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem halda því fram að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. 10. desember 2016 16:13 Trump „trúir ekki“ ásökunum um afskipti Rússa af forsetakosningunum og segir þær „fáránlegar“ Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur enga trú á því að fregnir af því að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma honum til valda. 11. desember 2016 15:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hét því í gærkvöldi að Bandaríkin muni grípa til aðgerða vegna tölvuárása Rússa sem leyniþjónustur Bandaríkjanna segja að hafi verið ætlað að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Rússar eru hins vegar orðnir þreyttir á þessum ásökunum og segja yfirvöldum í Bandaríkjunum að leggja fram sannanir eða hætta þessum ásökunum. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur einnig tjáð sig um ásakanirnar. Eins og hann gerir gjarnan tísti hann um málið. Tump og stuðningsmenn hans eru sannfærðir um að ásakanirnar gegn Rússum séu til þess fallnar að draga úr trúverðugleika á sigur Trump í kosningunum.If Russia, or some other entity, was hacking, why did the White House wait so long to act? Why did they only complain after Hillary lost?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2016 Are we talking about the same cyberattack where it was revealed that head of the DNC illegally gave Hillary the questions to the debate?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 16, 2016 Í fyrra tístinu spur Trump af hverju yfirvöld í Bandaríkjunum hafi ekki brugðist við aðgerðum Rússa fyrr en eftir að hann bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í nóvember. Hvíta húsið sakaði þó Rússa í október um að gera tölvuárásir á vefsvæði Demókrataflokksins, fjölda tölvupósta og símtala meðlima flokksins var lekið á netið í gegnum Wikileaks. Obama ræddi málið við NPR í gærkvöldi. Þar sagði hann að ef einhver utanaðkomandi stjórnvöld reyndu að hafa áhrif á kosningar Bandaríkjanna, yrði ríkið að bregðast við. „Við munum gera það, á stað og tíma að okkar vali,“ sagði forsetinn. Hann sagðist telja öruggt að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði komið að árásunum á einhvern hátt og að á endanum beri hann ábyrgð á málinu.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News. 12. desember 2016 07:00 CIA: Rússar skárust í leikinn til að koma Trump í forsetastól Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipst sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum 10. desember 2016 10:33 Obama krefst rannsóknar á netárásum Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir rannsókna á netárásum sem skóku forsetakosningarnar vestanhafs fyrr á árinu. 9. desember 2016 21:50 Innsláttarvilla gerði rússneskum hökkurum kleift að nálgast tölvupósta demókrata Urðu svokölluðum netveiðum að falli fyrir mistök. 14. desember 2016 14:46 Teymi Trump hafnar ásökunum CIA um aðkomu Rússa Umbreytingateymi Donald Trump hafnar ásökunum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem halda því fram að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. 10. desember 2016 16:13 Trump „trúir ekki“ ásökunum um afskipti Rússa af forsetakosningunum og segir þær „fáránlegar“ Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur enga trú á því að fregnir af því að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma honum til valda. 11. desember 2016 15:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Trump segir afsakanir Demókrata neyðarlegar „Mér finnst þetta fáránlegt. Ég held að þetta sé enn ein afsökunin. Ég trúi þessu ekki,“ sagði forsetinn verðandi í viðtali við Fox News. 12. desember 2016 07:00
CIA: Rússar skárust í leikinn til að koma Trump í forsetastól Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipst sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum 10. desember 2016 10:33
Obama krefst rannsóknar á netárásum Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur óskað eftir rannsókna á netárásum sem skóku forsetakosningarnar vestanhafs fyrr á árinu. 9. desember 2016 21:50
Innsláttarvilla gerði rússneskum hökkurum kleift að nálgast tölvupósta demókrata Urðu svokölluðum netveiðum að falli fyrir mistök. 14. desember 2016 14:46
Teymi Trump hafnar ásökunum CIA um aðkomu Rússa Umbreytingateymi Donald Trump hafnar ásökunum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sem halda því fram að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. 10. desember 2016 16:13
Trump „trúir ekki“ ásökunum um afskipti Rússa af forsetakosningunum og segir þær „fáránlegar“ Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, hefur enga trú á því að fregnir af því að Rússar hafi beitt sér í forsetakosningunum í Bandaríkjunum með það að markmiði að koma honum til valda. 11. desember 2016 15:00