Prófessorar lýsa yfir þungum áhyggjum af geðheilsu Trumps nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 18. desember 2016 16:42 Donald Trump. Vísir/EPA Þrír virtir prófessorar í geðlæknisfræði hafa skrifað bréf til Baracks Obama Bandaríkjaforseta þar sem þeir viðra þungar áhyggjur sínar af geðheilsu Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna. Prófessorarnir þrír, Judith Hermann, Nanette Gartrell og Dee Mosbacher, starfa við Harvard háskóla og Kaliforníuháskóla. Í bréfinu hvetja þær Obama til þess að láta framkvæma mat á andlegri helsu Trumps áður en hann verður vígður í embætti í janúar. Þær vilja ekki slá því á fast hvaða geðsjúkdóm þær telja Trump glíma við en staðhæfðu að mikilmennskutilburðir hans, hvatvísi og óhófleg viðkvæmni fyrir gagnrýni gerðu það að verkum að hann væri vanhæfur í embætti forseta. Að sama skapi töldu þær að Trump væri óhæfur að greina á milli ímyndunar og veruleika. Bréfið má lesa í heild sinni hér. Prófessorarnir þrír eru ekki þeir fyrstu til þess að velta vöngum yfir geðheilsu Trumps. Barack Obama lýsti því yfir í ágúst á þessu ári að dómgreind Trumps og skapgerð hans gerði hann óhæfan til þess að sinna hlutverki forseta. Barack Obama lýsti því yfir í ágúst á síðasta ári að Trump væri óhæfur til þess að gegna embætti forseta.Vísir/AFPKom Trump upp um óöryggi sitt á Twitter? Umræða um geðheilsu Trump var ekki síður áberandi í gær en hinn verðandi forseti sagði í tísti að Kínverjar hefðu stolið dróna í eigu bandaríska sjóhersins. Í tístinu sagði hann að gjörð Kínverjanna væri fordæmalaus, eða „unprecedented“ á enskri tungu. Hins vegar stafsetti hann orðið óvart „unpresidented“ og Twitter logaði í kjölfarið. Skömmu síðar eyddi Trump tísti sínu og birti það aftur með orðinu rétt stafsettu. Sumir tístarar gengu langt í að lesa í rangfærsluna, einhverjir vildu meina að villan endurspeglaði óöryggi hans gagnvart embættinu á meðan aðrir gerðu grín að vankunnáttu hans í stafsetningu. Þora ekki að segja til um sjúkdómsgreininguna Prófessorarnir þrír veigruðu sér við að fullyrða nákvæmlega um hvaða geðveila kynni að vera að hrjá Trump en sálfræðingar telja að ekki sé rétt að sjúkdómsgreina fólk án þess að hafa hitt einstaklinginn í persónu. Hins vegar velti Huffington Post því upp í umfjöllun sinni um bréfið að Trump gæti mögulega verið að kljást við svokallaða sjálfhverfa persónuleikaröskun. Samkvæmt Samtökum bandarískra sálfræðinga (APA) hrjáir sjálfhverf persónuleikaröskun um eitt prósent fólks. Í stuttu máli sagt felst sjálfhverf persónuröskun í hegðunarmynstri sem einkennist af mikilmennsku, þörf fyrir aðdáun annarra og skort á samúð.Hér fyrir neðan má upprunalegt tíst Trumps:Trump deleted it, but not before I saved it. Freudian slip? We can all hope he, too, soon will be "unpresidented." #LearnToSpell pic.twitter.com/tRjYEYVMJl— George Takei (@GeorgeTakei) December 17, 2016 Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Fyrrum kosningastjóri Obama segir Trump vera siðblindan Obama hefur sjálfur áður gagnrýnt Trump harðlega. 28. ágúst 2016 19:25 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Sjá meira
Þrír virtir prófessorar í geðlæknisfræði hafa skrifað bréf til Baracks Obama Bandaríkjaforseta þar sem þeir viðra þungar áhyggjur sínar af geðheilsu Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna. Prófessorarnir þrír, Judith Hermann, Nanette Gartrell og Dee Mosbacher, starfa við Harvard háskóla og Kaliforníuháskóla. Í bréfinu hvetja þær Obama til þess að láta framkvæma mat á andlegri helsu Trumps áður en hann verður vígður í embætti í janúar. Þær vilja ekki slá því á fast hvaða geðsjúkdóm þær telja Trump glíma við en staðhæfðu að mikilmennskutilburðir hans, hvatvísi og óhófleg viðkvæmni fyrir gagnrýni gerðu það að verkum að hann væri vanhæfur í embætti forseta. Að sama skapi töldu þær að Trump væri óhæfur að greina á milli ímyndunar og veruleika. Bréfið má lesa í heild sinni hér. Prófessorarnir þrír eru ekki þeir fyrstu til þess að velta vöngum yfir geðheilsu Trumps. Barack Obama lýsti því yfir í ágúst á þessu ári að dómgreind Trumps og skapgerð hans gerði hann óhæfan til þess að sinna hlutverki forseta. Barack Obama lýsti því yfir í ágúst á síðasta ári að Trump væri óhæfur til þess að gegna embætti forseta.Vísir/AFPKom Trump upp um óöryggi sitt á Twitter? Umræða um geðheilsu Trump var ekki síður áberandi í gær en hinn verðandi forseti sagði í tísti að Kínverjar hefðu stolið dróna í eigu bandaríska sjóhersins. Í tístinu sagði hann að gjörð Kínverjanna væri fordæmalaus, eða „unprecedented“ á enskri tungu. Hins vegar stafsetti hann orðið óvart „unpresidented“ og Twitter logaði í kjölfarið. Skömmu síðar eyddi Trump tísti sínu og birti það aftur með orðinu rétt stafsettu. Sumir tístarar gengu langt í að lesa í rangfærsluna, einhverjir vildu meina að villan endurspeglaði óöryggi hans gagnvart embættinu á meðan aðrir gerðu grín að vankunnáttu hans í stafsetningu. Þora ekki að segja til um sjúkdómsgreininguna Prófessorarnir þrír veigruðu sér við að fullyrða nákvæmlega um hvaða geðveila kynni að vera að hrjá Trump en sálfræðingar telja að ekki sé rétt að sjúkdómsgreina fólk án þess að hafa hitt einstaklinginn í persónu. Hins vegar velti Huffington Post því upp í umfjöllun sinni um bréfið að Trump gæti mögulega verið að kljást við svokallaða sjálfhverfa persónuleikaröskun. Samkvæmt Samtökum bandarískra sálfræðinga (APA) hrjáir sjálfhverf persónuleikaröskun um eitt prósent fólks. Í stuttu máli sagt felst sjálfhverf persónuröskun í hegðunarmynstri sem einkennist af mikilmennsku, þörf fyrir aðdáun annarra og skort á samúð.Hér fyrir neðan má upprunalegt tíst Trumps:Trump deleted it, but not before I saved it. Freudian slip? We can all hope he, too, soon will be "unpresidented." #LearnToSpell pic.twitter.com/tRjYEYVMJl— George Takei (@GeorgeTakei) December 17, 2016
Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Fyrrum kosningastjóri Obama segir Trump vera siðblindan Obama hefur sjálfur áður gagnrýnt Trump harðlega. 28. ágúst 2016 19:25 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Sjá meira
Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26
Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00
Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10
Fyrrum kosningastjóri Obama segir Trump vera siðblindan Obama hefur sjálfur áður gagnrýnt Trump harðlega. 28. ágúst 2016 19:25