Bjartari horfur í skólamálum Skúli Helgason skrifar 6. desember 2016 07:00 Mikil umræða hefur verið um skólamál í tengslum við kjaramál kennara. Kennarar hafa um áratugaskeið barist fyrir leiðréttingum launa sinna og þó ákveðinn árangur hafi náðst þarf að gera enn betur til að kennarar njóti að fullu verðleika sinna eins og kollegar þeirra í nágrannalöndum. Í vikunni greiða kennarar atkvæði um nýjan kjarasamning sem er áfangi í rétta átt en samhliða honum ætlum við að gera úrbætur á vinnuumhverfi kennara sem gerir þeim kleift að nýta fagmennsku sína, þekkingu og reynslu í uppbyggilegum starfsaðstæðum þar sem kennsla, undirbúningur hennar og starfsþróun er í forgangi. Við munum hefja þessa vinnu hjá borginni strax í þessari viku og höfum kallað til samstarfs félög kennara, stjórnendur, foreldra, fulltrúa háskólasamfélagsins og sveitarfélaga og einsetjum okkur að ná saman um aðgerðir á fyrstu mánuðum nýs árs. Þá er alveg skýrt að nýr kjarasamningur mun ekki leiða til aukinnar hagræðingar í skólamálum borgarinnar.Umbætur á næsta ári Í dag afgreiðum við í borgarstjórn fjárhagsáætlun næsta árs og þar eru skólamál í forgangi. Fjárveitingar aukast til skólaþróunar sem samsvarar C þætti í gildandi kjarasamningi grunnskólakennara, námsráðgjöf á unglingastigi verður efld, aukin áhersla verður lögð á launuð námsleyfi starfsfólks á leikskólum og frístundaheimilum, framlög til íslensku- og móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna aukast verulega sem og túlkaþjónusta, vægi list-, verk- og tæknináms verður aukið, fjölgað verður nemendum í öllum skólahljómsveitum borgarinnar til að mæta vaxandi eftirspurn, nýtt fjármagn kemur til innleiðingar Barnasáttmálans og lýðræðisverkefna á borð við ungmennaþing og umboðsmann ungmenna. Við eflum sérhæft klúbbastarf félagsmiðstöðva með áherslu á forvarnir og félagslegan stuðning. Þá er aukinn til muna stuðningur við leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili varðandi málörvun og læsi en Miðja máls og læsis mun stýra aukinni ráðgjöf, fræðslu og handleiðslu við allar starfsstöðvar. Þá verður aukið fjármagn í endurbætur og viðhald skólahúsnæðis og skólalóða. Ýmis jákvæð teikn eru því á lofti í skóla- og frístundamálum Reykjavíkurborgar sem koma til framkvæmda á komandi ári.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um skólamál í tengslum við kjaramál kennara. Kennarar hafa um áratugaskeið barist fyrir leiðréttingum launa sinna og þó ákveðinn árangur hafi náðst þarf að gera enn betur til að kennarar njóti að fullu verðleika sinna eins og kollegar þeirra í nágrannalöndum. Í vikunni greiða kennarar atkvæði um nýjan kjarasamning sem er áfangi í rétta átt en samhliða honum ætlum við að gera úrbætur á vinnuumhverfi kennara sem gerir þeim kleift að nýta fagmennsku sína, þekkingu og reynslu í uppbyggilegum starfsaðstæðum þar sem kennsla, undirbúningur hennar og starfsþróun er í forgangi. Við munum hefja þessa vinnu hjá borginni strax í þessari viku og höfum kallað til samstarfs félög kennara, stjórnendur, foreldra, fulltrúa háskólasamfélagsins og sveitarfélaga og einsetjum okkur að ná saman um aðgerðir á fyrstu mánuðum nýs árs. Þá er alveg skýrt að nýr kjarasamningur mun ekki leiða til aukinnar hagræðingar í skólamálum borgarinnar.Umbætur á næsta ári Í dag afgreiðum við í borgarstjórn fjárhagsáætlun næsta árs og þar eru skólamál í forgangi. Fjárveitingar aukast til skólaþróunar sem samsvarar C þætti í gildandi kjarasamningi grunnskólakennara, námsráðgjöf á unglingastigi verður efld, aukin áhersla verður lögð á launuð námsleyfi starfsfólks á leikskólum og frístundaheimilum, framlög til íslensku- og móðurmálskennslu fyrir börn af erlendum uppruna aukast verulega sem og túlkaþjónusta, vægi list-, verk- og tæknináms verður aukið, fjölgað verður nemendum í öllum skólahljómsveitum borgarinnar til að mæta vaxandi eftirspurn, nýtt fjármagn kemur til innleiðingar Barnasáttmálans og lýðræðisverkefna á borð við ungmennaþing og umboðsmann ungmenna. Við eflum sérhæft klúbbastarf félagsmiðstöðva með áherslu á forvarnir og félagslegan stuðning. Þá er aukinn til muna stuðningur við leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili varðandi málörvun og læsi en Miðja máls og læsis mun stýra aukinni ráðgjöf, fræðslu og handleiðslu við allar starfsstöðvar. Þá verður aukið fjármagn í endurbætur og viðhald skólahúsnæðis og skólalóða. Ýmis jákvæð teikn eru því á lofti í skóla- og frístundamálum Reykjavíkurborgar sem koma til framkvæmda á komandi ári.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar