Guðni sefur á ákvörðun sinni fram yfir áramót Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 6. desember 2016 07:00 Guðni Bergsson í banastuði við Laugardalsvöllinn um árið. Vísir/Hörður Sveinsson Guðni Bergsson ætlar ekki að ákveða hvort hann fari í formannskjör KSÍ fyrr en í janúar. Guðni sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri nægur tími enda ársþing KSÍ ekki fyrr en 11. febrúar. „Maður er bara að vega og meta. Við sjáum hvað setur,“ sagði Guðni. Töluverður þrýstingur hefur verið á Guðna í nokkurn tíma að hann bjóði sig fram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegra en ekki að Guðni tilkynni framboð sitt strax á nýju ári. Þá hefur nokkur fjöldi skorað á Björn Einarsson, formann Víkings, um að taka slaginn í febrúar. Er hann einnig að vega og meta stöðuna og hefur ekki tekið neina ákvörðun en íhugar málin.Björn Einarsson, formaður Víkings.„Þetta eru þreifingar, ekki mjög djúpar pælingar og ég hef ekki tekið neina ákvörðun. En ímynd þessa glæsilega sambands þarf að vera önnur en hún er núna,“ segir Björn. Björn segir að síminn hafi mikið hringt og ákall um breytingar sé augljóst. „Ég hef aldrei fundið jafn mikið fyrir því og nú. Ég hef verið lengi í því að reka íþróttafélag sem er dýrmæt reynsla og ég er líka með mikla rekstrarreynslu í fyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis. Það þarf að styrkja ímynd KSÍ og það eru allir sammála því, hvar sem fólk stendur. Ég hef aldrei fundið jafn mikla spennu og togstreitu í þessum málum og nú þannig að ég ætla að meta og spá í þetta.Ímynd Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið töluverða hnekki að undanförnu vegna bónusgreiðslu formannsins, landsliðsnefndarinnar og FIFA tölvuleiksins.vísir/ernirÉg tel að ég hafi góða reynslu í þetta og ég myndi gera þetta sem hefðbundna stjórnarformennsku. Þannig að sterk skrifstofa með sterkan framkvæmdastjóra sæi um daglegan rekstur. Það er mín sýn.“ Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ síðan 2007 en gustað hefur um starfsemi KSÍ að undanförnu. Bæði eftir að greint var frá því að Geir hefði fengið tveggja mánaða bónus fyrir ótilgreinda vinnu sína í kringum EM í Frakklandi og landsliðsnefnd sambandsins. Ársþing KSÍ verður haldið í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Bónusgreiðslur Geirs tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. 29. nóvember 2016 17:45 Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Guðni Bergsson ætlar ekki að ákveða hvort hann fari í formannskjör KSÍ fyrr en í janúar. Guðni sagði í samtali við Fréttablaðið að það væri nægur tími enda ársþing KSÍ ekki fyrr en 11. febrúar. „Maður er bara að vega og meta. Við sjáum hvað setur,“ sagði Guðni. Töluverður þrýstingur hefur verið á Guðna í nokkurn tíma að hann bjóði sig fram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er líklegra en ekki að Guðni tilkynni framboð sitt strax á nýju ári. Þá hefur nokkur fjöldi skorað á Björn Einarsson, formann Víkings, um að taka slaginn í febrúar. Er hann einnig að vega og meta stöðuna og hefur ekki tekið neina ákvörðun en íhugar málin.Björn Einarsson, formaður Víkings.„Þetta eru þreifingar, ekki mjög djúpar pælingar og ég hef ekki tekið neina ákvörðun. En ímynd þessa glæsilega sambands þarf að vera önnur en hún er núna,“ segir Björn. Björn segir að síminn hafi mikið hringt og ákall um breytingar sé augljóst. „Ég hef aldrei fundið jafn mikið fyrir því og nú. Ég hef verið lengi í því að reka íþróttafélag sem er dýrmæt reynsla og ég er líka með mikla rekstrarreynslu í fyrirtækjum, bæði hér heima og erlendis. Það þarf að styrkja ímynd KSÍ og það eru allir sammála því, hvar sem fólk stendur. Ég hef aldrei fundið jafn mikla spennu og togstreitu í þessum málum og nú þannig að ég ætla að meta og spá í þetta.Ímynd Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið töluverða hnekki að undanförnu vegna bónusgreiðslu formannsins, landsliðsnefndarinnar og FIFA tölvuleiksins.vísir/ernirÉg tel að ég hafi góða reynslu í þetta og ég myndi gera þetta sem hefðbundna stjórnarformennsku. Þannig að sterk skrifstofa með sterkan framkvæmdastjóra sæi um daglegan rekstur. Það er mín sýn.“ Geir Þorsteinsson hefur verið formaður KSÍ síðan 2007 en gustað hefur um starfsemi KSÍ að undanförnu. Bæði eftir að greint var frá því að Geir hefði fengið tveggja mánaða bónus fyrir ótilgreinda vinnu sína í kringum EM í Frakklandi og landsliðsnefnd sambandsins. Ársþing KSÍ verður haldið í Vestmannaeyjum þann 11. febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Bónusgreiðslur Geirs tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. 29. nóvember 2016 17:45 Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00
Bónusgreiðslur Geirs tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá KSÍ Tveggja mánaða bónusgreiðslur sem Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk vegna vinnu sinnar á EM 2016 voru tilkomnar vegna aukaálags í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta kom fram í viðtali sem Hjörtur Hjartarson tók við Geir í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. 29. nóvember 2016 17:45
Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Gamli landsliðsfyrirliðinn Guðni Bergsson íhugar nú að fara í framboð til formanns KSÍ. Núverandi formaður, Geir Þorsteinsson, er þó hvergi banginn og er klár í slag við Guðna fari hann fram. 24. nóvember 2016 06:00