Dómsmál ársins 2016: Annþór og Börkur, manndráp og meiriháttar fíkniefnainnflutningur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2016 09:15 Það kenndi ýmissa grasa hjá dómstólum landsins á árinu en hér eru nokkrir af þeim einstaklingum sem komu fyrir dóm. vísir Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. Eins og undanfarin ár fylgdist Vísir grannt með hinum ýmsu málum sem komu til kasta dómstóla á árinu en í samantektinni sem fylgir hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur af þeim sem hæst báru hverju sinni. Athugið þó að listinn er ekki tæmandi.Annþór og Börkur sýknaðir af ákæru um stórfellda líkamsárás Þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, í klefa hans á Litla-Hrauni í maí 2012. Vildi ákæruvaldið meina að árásin hefði leitt til dauða Sigurðar. Aðalmeðferð fór ekki fram fyrr en tæpum fjórum árum seinna, eða í janúar síðastliðnum í Héraðsdómi Suðurlands. Annþór og Börkur voru báðir sýknaðir en dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem á enn eftir að taka málið fyrir.Vopnað rán var framið í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í október í fyrra og voru þrír menn dæmdir fyrir aðild að ráninu. Vísir/VilhelmRánið í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði Þremenningarnir Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson voru allir dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í maí síðastliðnum fyrir vopnað rán í skartgripaversluninni Gullsmiðjan í Hafnarfirði í október í fyrra. Var Axel Karl dæmdur í fjögurra ára fangelsi, Ásgeir Heiðar í tveggja ára fangelsi og Mikael Már í fimmtán mánuði. Sá síðastnefndi áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar samkvæmt málaskrá réttarins en málið hefur ekki verið tekið þar fyrir.Manndráp á Akranesi Gunnar Örn Arnarson var í október síðastliðnum dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa orðið Karli Birgi Þórðarsyni að bana í heimahúsi á Akranesi föstudaginn 2. október í fyrra. Með dómi Hæstaréttar var dómur Héraðdóms Vesturlands frá því apríl staðfestur.Fíkniefnainnflutningur með NorrænuHollendingarnir Angelo Uyleman og Peter Schmitz og Íslendingarnir Baldur Guðmundsson og Davíð Berndsen voru í september síðastliðnum dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fíkniefnainnflutning með Norrænu í september í fyrra. Fengu Hollendingarnir fimm ára dóm hvor en Baldur var dæmdur í átta ára fangelsi og Davíð í átta og hálfs árs langt fangelsi. Voru fjórmenningarnir fundnir sekir um að hafa flutt tæp 20 kíló af amfetamíni og 2,6 kíló af kókaíni hingað til lands frá Hollandi. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem hefur ekki tekið málið fyrir.Frá aðalmeðferð máls sem höfðað var vegna manndrápstilraunar við stúdentagarða á Sæmundargötu.vísir/eyþórManndrápstilraun við stúdentagarða á Sæmundargötu Rúnar Þór Jóhannsson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní síðastliðnum dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í mars á þessu ári. Var Rúnar Þór sakfelldur fyrir að hafa stungið vin sinn með hníf fyrir utan stúdentagarðana við Sæmundargötu. Fyrir dómi játaði Rúnar Þór að hafa stungið félaga sinn. Verjandi hans taldi ekki rétt að sakfella hann fyrir tilraun til manndráps þar sem enginn ásetningur til dráps hafi legið að baki hnífstungunni. Rétt hefði verið að sakfella hann fyrir alvarlega líkamsárás.Bankarán í Borgartúni Þeir Ólafur Ingi Gunnarsson og Jóel Maron Hannesson voru í júní síðastliðnum dæmdir í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir bankaráni í Landsbankanum í desember í fyrra. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi en þeir höfðu á brott með sér um 700 þúsund krónur úr bankanum. Var annar þeirra með eftirlíkingu af skammbyssu í ráninu en hinn með hníf.Mirjam Foekja van Twuijver hlaut átta ára fangelsisdóm á árinu fyrir fíkniefnainnflutning.VísirDómur yfir hollensku konunni mildaður Í febrúar síðastliðnum mildaði Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Mirjam Foekje van Twuijver, hollenskri konu sem dæmd hafði verið í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnaflutning. Hæstiréttur dæmdi hana í átta ára fangelsi og mildaði jafnframt dóm yfir Atla Frey Fjölnissyni úr fimm árum í fjögur. Mirjam flutti inn tuttugu kíló af fíknefnum frá Hollandi í fyrra en hlutverk Atla var að taka við fíkniefnunum og koma þeim til óþekkts aðila, en svo virtist sem hvorki Mirjam né Atli hafi vitað af því hver stóð á bak við innflutninginn.Nauðgun í Hrísey Eiríkur Fannar Traustason var í júní dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga sautján ára stúlku í tjaldi í Hrísey í fyrra. Þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um hálft ár en í október bárust fregnir af því að Eiríkur Fannar gengi laus þrátt fyrir þungan dóm. Þá var einnig greint frá því að hann væri grunaður um fleiri kynferðisbrot í Hrísey sumarið 2015 en hann fékk hlé frá afplánun í október af persónulegum ástæðum. Gekk hann enn laus um miðjan nóvember.Efnin sem fundust í bíl hollenska parsins.Vísir/GVAHollenskt par ákært fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Hollenskur maður, Barry van Tujil, var í mars síðastliðnum dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í átta og hálfs árs langt fangelsi fyrir að smygla hingað til lands 209 þúsund e-töflum og tíu kílóum af MDMA-mulningi í september í fyrra. Kona mannsins var hins vegar sýknuð af ákæru í málinu en hún neitaði ávallt sök í málinu og tók maðurinn undir það en hann játaði sök.Erlendur eltihrellir dæmdur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur dæmdi Erlend Eysteinsson í september síðastliðnum í tveggja ára fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni. Þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra sem hafði dæmt Erlend í 14 mánaða fangelsi. Kom fram í dómi Hæstaréttar að hann eigi sér engar málsbætur enda hafi brot hans gegn Ásdísi, sem meðal annars fólu í sér hótanir, hafi verið fjölmörg og staðið yfir í langan tíma. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Verstu bíóskellir ársins 2016 Ofurhetjumynd í fyrsta sæti. 12. desember 2016 10:00 Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Stærstu bíósmellir ársins 2016 Ofurhetjumyndir og talandi dýr eru allsráðandi. 12. desember 2016 10:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. Eins og undanfarin ár fylgdist Vísir grannt með hinum ýmsu málum sem komu til kasta dómstóla á árinu en í samantektinni sem fylgir hér á eftir er farið stuttlega yfir nokkur af þeim sem hæst báru hverju sinni. Athugið þó að listinn er ekki tæmandi.Annþór og Börkur sýknaðir af ákæru um stórfellda líkamsárás Þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, í klefa hans á Litla-Hrauni í maí 2012. Vildi ákæruvaldið meina að árásin hefði leitt til dauða Sigurðar. Aðalmeðferð fór ekki fram fyrr en tæpum fjórum árum seinna, eða í janúar síðastliðnum í Héraðsdómi Suðurlands. Annþór og Börkur voru báðir sýknaðir en dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem á enn eftir að taka málið fyrir.Vopnað rán var framið í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði í október í fyrra og voru þrír menn dæmdir fyrir aðild að ráninu. Vísir/VilhelmRánið í Gullsmiðjunni í Hafnarfirði Þremenningarnir Axel Karl Gíslason, Ásgeir Heiðar Stefánsson og Mikael Már Pálsson voru allir dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í maí síðastliðnum fyrir vopnað rán í skartgripaversluninni Gullsmiðjan í Hafnarfirði í október í fyrra. Var Axel Karl dæmdur í fjögurra ára fangelsi, Ásgeir Heiðar í tveggja ára fangelsi og Mikael Már í fimmtán mánuði. Sá síðastnefndi áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar samkvæmt málaskrá réttarins en málið hefur ekki verið tekið þar fyrir.Manndráp á Akranesi Gunnar Örn Arnarson var í október síðastliðnum dæmdur í 16 ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa orðið Karli Birgi Þórðarsyni að bana í heimahúsi á Akranesi föstudaginn 2. október í fyrra. Með dómi Hæstaréttar var dómur Héraðdóms Vesturlands frá því apríl staðfestur.Fíkniefnainnflutningur með NorrænuHollendingarnir Angelo Uyleman og Peter Schmitz og Íslendingarnir Baldur Guðmundsson og Davíð Berndsen voru í september síðastliðnum dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fíkniefnainnflutning með Norrænu í september í fyrra. Fengu Hollendingarnir fimm ára dóm hvor en Baldur var dæmdur í átta ára fangelsi og Davíð í átta og hálfs árs langt fangelsi. Voru fjórmenningarnir fundnir sekir um að hafa flutt tæp 20 kíló af amfetamíni og 2,6 kíló af kókaíni hingað til lands frá Hollandi. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar sem hefur ekki tekið málið fyrir.Frá aðalmeðferð máls sem höfðað var vegna manndrápstilraunar við stúdentagarða á Sæmundargötu.vísir/eyþórManndrápstilraun við stúdentagarða á Sæmundargötu Rúnar Þór Jóhannsson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní síðastliðnum dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í mars á þessu ári. Var Rúnar Þór sakfelldur fyrir að hafa stungið vin sinn með hníf fyrir utan stúdentagarðana við Sæmundargötu. Fyrir dómi játaði Rúnar Þór að hafa stungið félaga sinn. Verjandi hans taldi ekki rétt að sakfella hann fyrir tilraun til manndráps þar sem enginn ásetningur til dráps hafi legið að baki hnífstungunni. Rétt hefði verið að sakfella hann fyrir alvarlega líkamsárás.Bankarán í Borgartúni Þeir Ólafur Ingi Gunnarsson og Jóel Maron Hannesson voru í júní síðastliðnum dæmdir í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir bankaráni í Landsbankanum í desember í fyrra. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi en þeir höfðu á brott með sér um 700 þúsund krónur úr bankanum. Var annar þeirra með eftirlíkingu af skammbyssu í ráninu en hinn með hníf.Mirjam Foekja van Twuijver hlaut átta ára fangelsisdóm á árinu fyrir fíkniefnainnflutning.VísirDómur yfir hollensku konunni mildaður Í febrúar síðastliðnum mildaði Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Mirjam Foekje van Twuijver, hollenskri konu sem dæmd hafði verið í ellefu ára fangelsi fyrir fíkniefnaflutning. Hæstiréttur dæmdi hana í átta ára fangelsi og mildaði jafnframt dóm yfir Atla Frey Fjölnissyni úr fimm árum í fjögur. Mirjam flutti inn tuttugu kíló af fíknefnum frá Hollandi í fyrra en hlutverk Atla var að taka við fíkniefnunum og koma þeim til óþekkts aðila, en svo virtist sem hvorki Mirjam né Atli hafi vitað af því hver stóð á bak við innflutninginn.Nauðgun í Hrísey Eiríkur Fannar Traustason var í júní dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga sautján ára stúlku í tjaldi í Hrísey í fyrra. Þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um hálft ár en í október bárust fregnir af því að Eiríkur Fannar gengi laus þrátt fyrir þungan dóm. Þá var einnig greint frá því að hann væri grunaður um fleiri kynferðisbrot í Hrísey sumarið 2015 en hann fékk hlé frá afplánun í október af persónulegum ástæðum. Gekk hann enn laus um miðjan nóvember.Efnin sem fundust í bíl hollenska parsins.Vísir/GVAHollenskt par ákært fyrir stórfellt fíkniefnasmygl Hollenskur maður, Barry van Tujil, var í mars síðastliðnum dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í átta og hálfs árs langt fangelsi fyrir að smygla hingað til lands 209 þúsund e-töflum og tíu kílóum af MDMA-mulningi í september í fyrra. Kona mannsins var hins vegar sýknuð af ákæru í málinu en hún neitaði ávallt sök í málinu og tók maðurinn undir það en hann játaði sök.Erlendur eltihrellir dæmdur í tveggja ára fangelsi Hæstiréttur dæmdi Erlend Eysteinsson í september síðastliðnum í tveggja ára fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni. Þyngdi Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra sem hafði dæmt Erlend í 14 mánaða fangelsi. Kom fram í dómi Hæstaréttar að hann eigi sér engar málsbætur enda hafi brot hans gegn Ásdísi, sem meðal annars fólu í sér hótanir, hafi verið fjölmörg og staðið yfir í langan tíma.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Verstu bíóskellir ársins 2016 Ofurhetjumynd í fyrsta sæti. 12. desember 2016 10:00 Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Stærstu bíósmellir ársins 2016 Ofurhetjumyndir og talandi dýr eru allsráðandi. 12. desember 2016 10:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45
Stærstu bíósmellir ársins 2016 Ofurhetjumyndir og talandi dýr eru allsráðandi. 12. desember 2016 10:00