Erlendur dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot gegn Ásdísi og börnum hennar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. september 2016 17:54 Ásdís Hrönn Viðarsdóttir Vísir/GVA Hæstiréttur dæmdi í dag Erlend Eysteinsson í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni. Fyrir rúmu ári síðan staðfesti hæstiréttur nálgunarbann yfir manninum. Hæstiréttur þyngir fyrri dóm yfir Erlendi töluvert. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann dæmdur í fjórtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi, en dómurinn er þyngdur í 24 mánuði. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Erlendur hafi með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot. Auk tveggja ára fangelsisvistar var honum gert að greiða Ásdísi skaðabætur. Hæstiréttur segir Erlend hafa sýnt sterkan og einbeittan brotavilja. Í dómnum segir að Erlendur eigi sér engar málsbætur, enda séu brot hans fjölmörg og nái yfir langt tímabil. Þá hafi hann ekki látið sér segjast eftir að hafa hlotið dóm í héraðsdómi Reykjaness þann 25. júní 2015, og hafið á ný að senda Ásdísi smáskilaboð. Þar af hafi 29 þeirra haft að geyma refsiverðar hótanir. „Enn fremur er þess að gæta að ákærði hefur með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot sem öll miða að því að raska högum brotaþola. Í þeim efnum var sérlega rætið og ófyrirleitið það brot ákærða að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum, en með því smánaði hann brotaþola gróflega,” segir í dómnum. Sjá einnig:Erlendur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn Ásdísi.Brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Erlend í júní árið 2015 fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun gagnvart Ásdísi. Í dómnum segir að Erlendur hafi dregið hana úr hjónarúmi þeirra þar sem hún lá sofandi ásamt sonum sínum, þá 5 og 6 ára og ráðist á hana. Hann tók hana meðal annars hálstaki, hélt hníf upp að hálsi hennar og hótaði henni lífláti. Synir hennar urðu vitni að árásinni. „Með því beitti ákærði þá ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi,” segir í dómnum. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Erlend í nóvember árið 2015 fyrir að hóta Ásdísi ítrekað með smáskilaboðum. Skilaboðin voru 54 talsins og voru send á tímabilinu 3. júlí til 11. ágúst á síðasta ári. Tengdar fréttir Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59 Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag Erlend Eysteinsson í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn Ásdísi Viðarsdóttur, fyrrverandi sambýliskonu sinni. Fyrir rúmu ári síðan staðfesti hæstiréttur nálgunarbann yfir manninum. Hæstiréttur þyngir fyrri dóm yfir Erlendi töluvert. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann dæmdur í fjórtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi, en dómurinn er þyngdur í 24 mánuði. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Erlendur hafi með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot. Auk tveggja ára fangelsisvistar var honum gert að greiða Ásdísi skaðabætur. Hæstiréttur segir Erlend hafa sýnt sterkan og einbeittan brotavilja. Í dómnum segir að Erlendur eigi sér engar málsbætur, enda séu brot hans fjölmörg og nái yfir langt tímabil. Þá hafi hann ekki látið sér segjast eftir að hafa hlotið dóm í héraðsdómi Reykjaness þann 25. júní 2015, og hafið á ný að senda Ásdísi smáskilaboð. Þar af hafi 29 þeirra haft að geyma refsiverðar hótanir. „Enn fremur er þess að gæta að ákærði hefur með framgöngu sinni gerst sekur um alvarleg brot sem öll miða að því að raska högum brotaþola. Í þeim efnum var sérlega rætið og ófyrirleitið það brot ákærða að senda myndskeið af henni í kynferðislegum athöfnum, en með því smánaði hann brotaþola gróflega,” segir í dómnum. Sjá einnig:Erlendur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir hótanir gegn Ásdísi.Brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Erlend í júní árið 2015 fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsárás og hótun gagnvart Ásdísi. Í dómnum segir að Erlendur hafi dregið hana úr hjónarúmi þeirra þar sem hún lá sofandi ásamt sonum sínum, þá 5 og 6 ára og ráðist á hana. Hann tók hana meðal annars hálstaki, hélt hníf upp að hálsi hennar og hótaði henni lífláti. Synir hennar urðu vitni að árásinni. „Með því beitti ákærði þá ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi,” segir í dómnum. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Erlend í nóvember árið 2015 fyrir að hóta Ásdísi ítrekað með smáskilaboðum. Skilaboðin voru 54 talsins og voru send á tímabilinu 3. júlí til 11. ágúst á síðasta ári.
Tengdar fréttir Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59 Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16 „Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48 Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Nálgunarbannskröfu Ásdísar vísað aftur heim í hérað Hæstiréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómi Norðurlands eystra beri að taka nálgunarbannskröfu Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur til efnismeðferðar. 28. ágúst 2015 18:59
Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi Nálgunarbannsúrskurðinum hefur þegar verið áfrýjað til Hæstaréttar. 2. september 2015 15:16
„Þeir klúðruðu bara löggan enn og aftur“ Nálgunarbanni sem Ásdís Hrönn Viðarsdóttir fór fram á gegn fyrrverandi sambýlismanni vísað frá vegna mistaka lögreglu 21. ágúst 2015 16:48
Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012. 12. ágúst 2015 06:30