Finnst góður andi ríkja á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2016 13:00 Mario Chaves flutti nýverið til Íslands og segist hafa fengið hlýjar viðtökur hjá Icelandair og hjá Íslendingum. Vísir/Anton „Ég er mjög spenntur fyrir þessari vinnu. Ég vona að ég leggi eins mikið af mörkum og ég get til að auka vöxt Icelandair. Það er von mín að við öll getum bætt og aukið aðdráttarafl Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og viðskipti,“ segir Mario Chaves. Hann tók á dögunum við nýrri yfirmannsstöðu hjá Icelandair. Mario heyrir beint undir framkvæmdastjóra framleiðslusviðs og mun sinna umbóta- og hagræðingarverkefnum sem einkum snúa að rekstri leiðakerfisins og stöðvarekstrinum á Keflavíkurflugvelli. Mario hefur unnið talsvert fyrir Icelandair sem ráðgjafi undanfarið eitt og hálft ár. Hann er frá Portúgal og starfaði sem flugstjóri hjá TAP-Air Portugal þar til hann hóf störf hjá Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA, í Montréal árið 2013. Verkefni hans hjá IATA var að vera flugfélögum til ráðgjafar um hagræðingu og umbætur á sviði flugrekstrar auk þess sem hann starfaði sem málsvari flugfélaga gagnvart Alþjóðaflugmálastofnuninni.Flugmaður að mennt„Ég er þjálfaður flugmaður en þegar ég þurfti að hætta að fljúga fyrir nokkrum árum fór ég yfir á stjórnendahliðina í fluginu. Ég er menntaður stærðfræðingur en ferill minn hefur tengst flugi,“ segir Mario. Í nýju starfi mun Mario að eigin sögn sinna hjarta flugfélagsins. „Ekki einungis í Keflavík heldur einnig úti um allan heim. Ég mun kanna leiðir til að auka skilvirkni og áreiðanleika. Í raun og veru er starfið framhald af ráðgjafarstarfi mínu.“Kuldinn ekki vandamálMario flutti til Íslands fyrir mánuði og líst vel á landið. „Mér finnst ég vera mjög velkominn hér. Fólkið er frábært og mjög hjálpsamlegt. Ég er Evrópumaður en kem héðan frá Bandaríkjunum og Kanada, þannig að kuldinn er ekki vandamál,“ segir hann kíminn. „Ég hef fundið fyrir góðum anda hjá Icelandair, sem og á Íslandi.“ Mario telur að mikil tækifæri séu fyrir vöxt á flugmarkaðnum hér á landi. „Viðskiptaáætlun Icelandair er góð, hún er mjög metnaðarfull en það verður mögulegt að hrinda henni í framkvæmd. Ég held að hún sé bæði til góðs fyrir flugfélagið og fyrir Ísland.“ Að mati Mario einkenna sömu vandamál og hindranir markaðinn hér á landi og annars staðar. „Þegar vöxturinn er ör eru alltaf einhverjar áskoranir, en einnig tækifæri. Við þurfum auðvitað öll að vinna saman að þessu. En ég sé ekki neinar hindranir í starfinu sem ég hef ekki séð áður.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir þessari vinnu. Ég vona að ég leggi eins mikið af mörkum og ég get til að auka vöxt Icelandair. Það er von mín að við öll getum bætt og aukið aðdráttarafl Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn og viðskipti,“ segir Mario Chaves. Hann tók á dögunum við nýrri yfirmannsstöðu hjá Icelandair. Mario heyrir beint undir framkvæmdastjóra framleiðslusviðs og mun sinna umbóta- og hagræðingarverkefnum sem einkum snúa að rekstri leiðakerfisins og stöðvarekstrinum á Keflavíkurflugvelli. Mario hefur unnið talsvert fyrir Icelandair sem ráðgjafi undanfarið eitt og hálft ár. Hann er frá Portúgal og starfaði sem flugstjóri hjá TAP-Air Portugal þar til hann hóf störf hjá Alþjóðasamtökum flugfélaga, IATA, í Montréal árið 2013. Verkefni hans hjá IATA var að vera flugfélögum til ráðgjafar um hagræðingu og umbætur á sviði flugrekstrar auk þess sem hann starfaði sem málsvari flugfélaga gagnvart Alþjóðaflugmálastofnuninni.Flugmaður að mennt„Ég er þjálfaður flugmaður en þegar ég þurfti að hætta að fljúga fyrir nokkrum árum fór ég yfir á stjórnendahliðina í fluginu. Ég er menntaður stærðfræðingur en ferill minn hefur tengst flugi,“ segir Mario. Í nýju starfi mun Mario að eigin sögn sinna hjarta flugfélagsins. „Ekki einungis í Keflavík heldur einnig úti um allan heim. Ég mun kanna leiðir til að auka skilvirkni og áreiðanleika. Í raun og veru er starfið framhald af ráðgjafarstarfi mínu.“Kuldinn ekki vandamálMario flutti til Íslands fyrir mánuði og líst vel á landið. „Mér finnst ég vera mjög velkominn hér. Fólkið er frábært og mjög hjálpsamlegt. Ég er Evrópumaður en kem héðan frá Bandaríkjunum og Kanada, þannig að kuldinn er ekki vandamál,“ segir hann kíminn. „Ég hef fundið fyrir góðum anda hjá Icelandair, sem og á Íslandi.“ Mario telur að mikil tækifæri séu fyrir vöxt á flugmarkaðnum hér á landi. „Viðskiptaáætlun Icelandair er góð, hún er mjög metnaðarfull en það verður mögulegt að hrinda henni í framkvæmd. Ég held að hún sé bæði til góðs fyrir flugfélagið og fyrir Ísland.“ Að mati Mario einkenna sömu vandamál og hindranir markaðinn hér á landi og annars staðar. „Þegar vöxturinn er ör eru alltaf einhverjar áskoranir, en einnig tækifæri. Við þurfum auðvitað öll að vinna saman að þessu. En ég sé ekki neinar hindranir í starfinu sem ég hef ekki séð áður.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Sjá meira