Kjarabarátta tónlistarskólakennara er barátta okkar allra! Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 10:18 Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í rúmt ár og þó að þeir hafi vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara hefur ekkert orðið til að hreyfa við þeim. Svo mánuðum skiptir hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við kjör sambærilegra hópa. Það eina sem samninganefnd sveitarfélaga hefur lagt á borðið á undanförnum mánuðum viðheldur óréttlætanlegum launamun milli tónlistarskólakennara og annarra sambærilegra hópa. Það sem mætir tónlistarskólakennurum við samningaborðið er þöggun og ótrúlegt metnaðarleysi í garð tónlistarskólanna. Það vantar ekkert upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Himinhrópandi tómlæti ríkir í garð tónlistarmenntunar þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Stefna sveitarfélaga er að sambærileg og jafnverðmæt störf eigi að launa með sama hætti. Ekki er hægt að segja að það háttalag sem viðsemjandinn hefur sýnt af sér við samningaborðið svo mánuðum skiptir sé í samræmi við þessa stefnu. Er ekkert að marka þessa stefnu? Er þessi samningapólitík sem rekin er við samningaborðið að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en annarra kennarahópa? Er það þeirra skoðun að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en annarra hópa í kennarasamtökum landsins? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga spurðu kennarasamtökin stjórnmálaframboðin um afstöðu þeirra til mats á menntun og störfum tónlistarskólakennara til launa samanborið við aðra sambærilega kennarahópa. Í svörum flokkanna sem nú eiga sæti á þingi segir þetta um málið: • Björt framtíð: Menntun skili sér í launaumslagið. Tónlistarkennarar eru með áralangt nám að baki sér sem gerir þá að sérfræðingum í sínu fagi. Það ber að virða. • Framsókn: Eðlilegt að launakjör kennara sem kenna á sama skólastigi (aldursbili) séu sambærileg og byggð á sambærilegum grunni. • Píratar: Sambærileg menntun og starf = sömu grunnlaun. Þetta eru augljós réttindi. • Samfylking: Tónlistarkennarar séu metnir að verðleikum varðandi laun og önnur starfskjör. Það er eðlilegt að tónlistarkennarar njóti kjara sem standast jöfnuð við kjör kennarahópa með sambærilega menntun. • Sjálfstæðisflokkur: Eðlilegt að fólk fái greitt sambærileg laun fyrir sambærileg störf. • Viðreisn: Tónlistarkennarar ættu ekki að búa við lakari kjör en sambærilegir kennarahópar. • Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Tryggja tónlistarskólakennurum laun í samræmi við menntun og sérhæfingu. Framboðin sem nú eiga sæti á þingi eiga flest fulltrúa í sveitarstjórnum um allt land. Kennarasamtökin gera þá kröfu að þeir beiti sér strax fyrir því að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum, kennurum og stjórnendum þeirra. Störf þeirra á að meta að verðleikum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Skoðun Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarskólakennarar hafa nú verið samningslausir í rúmt ár og þó að þeir hafi vísað kjaraviðræðum sínum til sáttasemjara hefur ekkert orðið til að hreyfa við þeim. Svo mánuðum skiptir hefur samninganefnd sveitarfélaga daufheyrst við eðlilegum og sanngjörnum óskum kennara og stjórnenda í tónlistarskólum um að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við kjör sambærilegra hópa. Það eina sem samninganefnd sveitarfélaga hefur lagt á borðið á undanförnum mánuðum viðheldur óréttlætanlegum launamun milli tónlistarskólakennara og annarra sambærilegra hópa. Það sem mætir tónlistarskólakennurum við samningaborðið er þöggun og ótrúlegt metnaðarleysi í garð tónlistarskólanna. Það vantar ekkert upp á fögru orðin um mikilvægi tónlistarskóla fyrir blómlegt tónlistarlíf í landinu og um allt frábæra tónlistarfólkið sem ber hróður íslensks tónlistarlífs út um heiminn og sem á þátt í að laða þúsundir ferðamanna til landsins. En þegar talið berst að því hvernig búið er að skólunum sjálfum og þeim sem þar starfa kemur annað hljóð í strokkinn. Þá daprast viljinn til að meta að verðleikum það grundvallarstarf sem fram fer í tónlistarskólum landsins. Himinhrópandi tómlæti ríkir í garð tónlistarmenntunar þrátt fyrir fögur orð um gildi hennar. Stefna sveitarfélaga er að sambærileg og jafnverðmæt störf eigi að launa með sama hætti. Ekki er hægt að segja að það háttalag sem viðsemjandinn hefur sýnt af sér við samningaborðið svo mánuðum skiptir sé í samræmi við þessa stefnu. Er ekkert að marka þessa stefnu? Er þessi samningapólitík sem rekin er við samningaborðið að vilja stjórnar sambands sveitarfélaga og sveitarfélaga landsins? Er það vilji þeirra að störf tónlistarskólakennara eigi að meta minna en annarra kennarahópa? Er það þeirra skoðun að störf tónlistarskólakennara séu minna virði en annarra hópa í kennarasamtökum landsins? Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á samningaviðræðunum þurfa strax að gera hreint fyrir sínum dyrum. Í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga spurðu kennarasamtökin stjórnmálaframboðin um afstöðu þeirra til mats á menntun og störfum tónlistarskólakennara til launa samanborið við aðra sambærilega kennarahópa. Í svörum flokkanna sem nú eiga sæti á þingi segir þetta um málið: • Björt framtíð: Menntun skili sér í launaumslagið. Tónlistarkennarar eru með áralangt nám að baki sér sem gerir þá að sérfræðingum í sínu fagi. Það ber að virða. • Framsókn: Eðlilegt að launakjör kennara sem kenna á sama skólastigi (aldursbili) séu sambærileg og byggð á sambærilegum grunni. • Píratar: Sambærileg menntun og starf = sömu grunnlaun. Þetta eru augljós réttindi. • Samfylking: Tónlistarkennarar séu metnir að verðleikum varðandi laun og önnur starfskjör. Það er eðlilegt að tónlistarkennarar njóti kjara sem standast jöfnuð við kjör kennarahópa með sambærilega menntun. • Sjálfstæðisflokkur: Eðlilegt að fólk fái greitt sambærileg laun fyrir sambærileg störf. • Viðreisn: Tónlistarkennarar ættu ekki að búa við lakari kjör en sambærilegir kennarahópar. • Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Tryggja tónlistarskólakennurum laun í samræmi við menntun og sérhæfingu. Framboðin sem nú eiga sæti á þingi eiga flest fulltrúa í sveitarstjórnum um allt land. Kennarasamtökin gera þá kröfu að þeir beiti sér strax fyrir því að sveitarfélögin í landinu veiti samninganefnd sinni skýlaust umboð til að ganga strax til samninga við tónlistarskólakennara um eðlilegar og sanngjarnar launaleiðréttingar. Kennarasamtökin krefjast þess að tónlistarskólunum verði gert kleift að halda uppi gæðastarfi í þágu nemenda og tónlistarlífsins í landinu. Framtíð tónlistar á Íslandi er undir því komin að vel sé búið að tónlistarskólunum, kennurum og stjórnendum þeirra. Störf þeirra á að meta að verðleikum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar