Jon Stewart: „Enginn spurði Trump hvað gerir Bandaríkin frábær“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 16:41 Margir söknuðu Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna Vísir/Skjáskot Fyrrum spjallþáttastjórnandin Jon Stewart virðist, ótrúlegt en satt, vera hinn rólegasti yfir kjöri Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Jon Stewart stýrði spjallþættinum The Daily Show um árabil en lagðist í helgan stein á síðasta ári. Margir söknuðu raddar Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna. Stewart var í viðtali hjá Charlie Rose á CBS á dögunum. „Ég trúi ekki að við séum í grundvallaratriðum önnur þjóð í dag en fyrir tveimur vikum. Sama þjóð kaus Donald Trump og Barack Obama. Þessar kosningar eru frá mínum bæjardyrum séð bara framhald af lengra samtali sem við höfum staðið í frá því að landið var stofnað sem er: Hvað erum við?“ sagði Stewart.Hvað gerir Bandaríkin frábær? Hann sagðist undrast að enginn hefði krufið aðal slagorð Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“ (e: Make America great again). „Eitt af því sem mér fannst skrítið við þessar kosningar, og kannski fór það bara fram hjá mér, er að enginn spurði Donald Trump hvað gerir Bandaríkin frábær,“ sagði Stewart. „Hver er mælikvarðinn? Frá því sem ég hef heyrt hann segja virðist mælikvarðinn vera einhverskonar keppni. Og ég held að margir myndu segja að það sem gerir okkur frábært er að Bandaríkin eru einsdæmi í heiminum“ Trump útskýrði það raunar í viðtali við The New York Times í mars síðastliðnum hvað hann meinti með slagorðinu. Þá sagði hann að gullöld Bandaríkjanna hefði verið fimmti og sjötti áratugur síðustu aldar. Hann taldi að þá hefðu Bandaríkin ekki „látið ráðskast með sig.“Trump afneitun á Repúblikönum Stewart sagði jafnframt að sigur Trump væri ekki áfellisdómur á Demókrata, heldur einnig á Repúblikana. „Sigur Trump er ekki bara viðbragð við Demókrötum, heldur líka við Repúblikönum. Hann er ekki Repúblikani. Hann er afneitun á Repúblikönum. En þeir munu samt sem áður njóta ávaxtanna.“Brot úr viðtalinu við Stewart má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Fyrrum spjallþáttastjórnandin Jon Stewart virðist, ótrúlegt en satt, vera hinn rólegasti yfir kjöri Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna. Jon Stewart stýrði spjallþættinum The Daily Show um árabil en lagðist í helgan stein á síðasta ári. Margir söknuðu raddar Stewart í kosningabaráttunni en hann er þekktur fyrir beitta ádeilu sína á stjórnmálamenningu Bandaríkjanna. Stewart var í viðtali hjá Charlie Rose á CBS á dögunum. „Ég trúi ekki að við séum í grundvallaratriðum önnur þjóð í dag en fyrir tveimur vikum. Sama þjóð kaus Donald Trump og Barack Obama. Þessar kosningar eru frá mínum bæjardyrum séð bara framhald af lengra samtali sem við höfum staðið í frá því að landið var stofnað sem er: Hvað erum við?“ sagði Stewart.Hvað gerir Bandaríkin frábær? Hann sagðist undrast að enginn hefði krufið aðal slagorð Trump „Gerum Bandaríkin frábær aftur“ (e: Make America great again). „Eitt af því sem mér fannst skrítið við þessar kosningar, og kannski fór það bara fram hjá mér, er að enginn spurði Donald Trump hvað gerir Bandaríkin frábær,“ sagði Stewart. „Hver er mælikvarðinn? Frá því sem ég hef heyrt hann segja virðist mælikvarðinn vera einhverskonar keppni. Og ég held að margir myndu segja að það sem gerir okkur frábært er að Bandaríkin eru einsdæmi í heiminum“ Trump útskýrði það raunar í viðtali við The New York Times í mars síðastliðnum hvað hann meinti með slagorðinu. Þá sagði hann að gullöld Bandaríkjanna hefði verið fimmti og sjötti áratugur síðustu aldar. Hann taldi að þá hefðu Bandaríkin ekki „látið ráðskast með sig.“Trump afneitun á Repúblikönum Stewart sagði jafnframt að sigur Trump væri ekki áfellisdómur á Demókrata, heldur einnig á Repúblikana. „Sigur Trump er ekki bara viðbragð við Demókrötum, heldur líka við Repúblikönum. Hann er ekki Repúblikani. Hann er afneitun á Repúblikönum. En þeir munu samt sem áður njóta ávaxtanna.“Brot úr viðtalinu við Stewart má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira