Svar til Halldórs Gunnarssonar um lífeyrismál Þorvaldur Þorvaldsson skrifar 25. október 2016 07:00 19. október birti ég grein í Fréttablaðinu um lífeyrismál þar sem hulunni var svipt af þeirri hugmynd Flokks fólksins að peningar sem samsvöruðu skatti af lífeyrisiðgjöldum frá árinu 1988 lægju í lífeyrissjóðunum og hægt væri að ganga að þeim þar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja o.fl. Halldór Gunnarsson, varaformaður Flokks fólksins, maldar í móinn í sama blaði daginn eftir og segir um lífeyrissjóðsiðgjöldin m.a.: „Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna.“ Hann getur þess ekki hvaða aðili er svo rausnarlegur að inna þessa greiðslu af hendi né vísar hann á nein gögn um þessi stórmerki sem enginn annar virðist kannast við.Að færa peninga milli vasa Jafnvel þó að lífeyrissjóðirnir hefðu fengið þessar greiðslur væru þær væntanlega bara hluti af þessum ca. 3.500 milljörðum sem þeir eru sagðir eiga og duga ekki til að standa undir lífeyrisgreiðslum. Ef sjóðirnir eiga áfram að vera hluti af lífeyriskerfinu dugar lítt að skerða greiðslugetu þeirra sem er ónóg fyrir með því að taka úr þeim peninga til að greiða það sama með annars staðar frá. Það er eins og að færa peninga úr einum vasa í annan. Alþýðufylkingin tekur heils hugar undir kröfu um a.m.k. 300.000 króna ráðstöfunartekjur og hefur auk þess áform um frekari umbætur sem gera lífsbaráttuna ódýrari, t.d. með afléttingu vaxtaklyfja. En við tökum ekki undir hókus pókus tal sem byggt er á fullyrðingum úr lausu lofti.Félagsvæðing gegn markaðsvæðingu Ef Flokki fólksins er alvara með sínum kröfum um 300.000 króna ráðstöfunartekjur, ætti hann að taka undir baráttu Alþýðufylkingarinnar fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins. Það er eina leiðin til að stokka upp tekjuskiptinguna í samfélaginu þannig að allir geti lifað góðu lífi. Vandinn við lífeyrissjóðina er ekki sá að þeir séu of stórir og mikill rekstrarkostnaður þeirra er jafnvel lítill hluti af vandanum. Hins vegar byggist markmið þeirra um að tryggja lífeyri á þeirri trú að hægt sé að græða endalaust á fjármagni án þess að neinn tapi á móti. Þegar lífeyrissjóðirnir græða á því að fyrirtæki í eigu þeirra græða, þá er það ýmist með því að halda launum niðri eða vöruverðinu háu. Einnig geta þeir grætt á skuldabréfum með háum vöxtum. Í báðum tilfellum tapar almenningur sem einnig eru sjóðfélagar lífeyrissjóðanna. Þegar lífeyrissjóðirnir tapa á verðbréfahruni tapa sjóðfélagarnir líka. Þetta er það sem fæst fyrir 12% skatt til lífeyrissjóðanna, sem nú á að hækka í 15,5%. Með félagslega reknu fjármálakerfi og þar með lífeyriskerfi sparast mikið fé sem nota má til að bæta kjör aldraðra og öryrkja og okkar hinna sem loksins getum hætt að tapa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
19. október birti ég grein í Fréttablaðinu um lífeyrismál þar sem hulunni var svipt af þeirri hugmynd Flokks fólksins að peningar sem samsvöruðu skatti af lífeyrisiðgjöldum frá árinu 1988 lægju í lífeyrissjóðunum og hægt væri að ganga að þeim þar til að bæta kjör aldraðra og öryrkja o.fl. Halldór Gunnarsson, varaformaður Flokks fólksins, maldar í móinn í sama blaði daginn eftir og segir um lífeyrissjóðsiðgjöldin m.a.: „Fram til 1988 var greiddur skattur til ríkis og sveitarfélaga af þessu framlagi. Það ár var lögum breytt í þá veru að iðgjaldið var undanþegið skatti, en greiðsla sem samsvaraði skatti af iðgjaldinu var innt af hendi til lífeyrissjóðanna.“ Hann getur þess ekki hvaða aðili er svo rausnarlegur að inna þessa greiðslu af hendi né vísar hann á nein gögn um þessi stórmerki sem enginn annar virðist kannast við.Að færa peninga milli vasa Jafnvel þó að lífeyrissjóðirnir hefðu fengið þessar greiðslur væru þær væntanlega bara hluti af þessum ca. 3.500 milljörðum sem þeir eru sagðir eiga og duga ekki til að standa undir lífeyrisgreiðslum. Ef sjóðirnir eiga áfram að vera hluti af lífeyriskerfinu dugar lítt að skerða greiðslugetu þeirra sem er ónóg fyrir með því að taka úr þeim peninga til að greiða það sama með annars staðar frá. Það er eins og að færa peninga úr einum vasa í annan. Alþýðufylkingin tekur heils hugar undir kröfu um a.m.k. 300.000 króna ráðstöfunartekjur og hefur auk þess áform um frekari umbætur sem gera lífsbaráttuna ódýrari, t.d. með afléttingu vaxtaklyfja. En við tökum ekki undir hókus pókus tal sem byggt er á fullyrðingum úr lausu lofti.Félagsvæðing gegn markaðsvæðingu Ef Flokki fólksins er alvara með sínum kröfum um 300.000 króna ráðstöfunartekjur, ætti hann að taka undir baráttu Alþýðufylkingarinnar fyrir félagsvæðingu fjármálakerfisins og annarra innviða samfélagsins. Það er eina leiðin til að stokka upp tekjuskiptinguna í samfélaginu þannig að allir geti lifað góðu lífi. Vandinn við lífeyrissjóðina er ekki sá að þeir séu of stórir og mikill rekstrarkostnaður þeirra er jafnvel lítill hluti af vandanum. Hins vegar byggist markmið þeirra um að tryggja lífeyri á þeirri trú að hægt sé að græða endalaust á fjármagni án þess að neinn tapi á móti. Þegar lífeyrissjóðirnir græða á því að fyrirtæki í eigu þeirra græða, þá er það ýmist með því að halda launum niðri eða vöruverðinu háu. Einnig geta þeir grætt á skuldabréfum með háum vöxtum. Í báðum tilfellum tapar almenningur sem einnig eru sjóðfélagar lífeyrissjóðanna. Þegar lífeyrissjóðirnir tapa á verðbréfahruni tapa sjóðfélagarnir líka. Þetta er það sem fæst fyrir 12% skatt til lífeyrissjóðanna, sem nú á að hækka í 15,5%. Með félagslega reknu fjármálakerfi og þar með lífeyriskerfi sparast mikið fé sem nota má til að bæta kjör aldraðra og öryrkja og okkar hinna sem loksins getum hætt að tapa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar