Stórsókn í menntamálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 26. október 2016 07:00 Stjórnmálamenn klifa gjarnan á því að menntun sé mikilvæg og brýnt sé að hlúa að henni. Fjárfesting til framtíðar, er sagt, eins og eina ástæða þess að mennta fólk eigi að vera sú að það skili arði en ekki af því að það sé rétt, en látum það vera, það er sama hvaðan gott kemur. Skólakerfið hefur hins vegar verið afskipt hjá núverandi stjórnarflokkum þegar kemur að fjárveitingum, sem sýnir raunverulegan hug þeirra til málaflokksins. Stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir, þegar kemur að skólakerfinu, er að ef ekkert verður að gert er fyrirsjáanlegt að við stöndum frammi fyrir miklum skorti á kennurum. Ef fram heldur sem horfir verða kennarar með réttindi í grunnskólum um 22% færri árið 2031 en þeir eru í dag. Á sama tíma mun nemendum hafa fjölgað um 15%. Þetta er grafalvarlegt mál, ekki síst í því ljósi að nýnemum í kennaranámi hefur fækkað um 60% frá árinu 2008. Einhliða breytingar menntamálaráðherra á framhaldsskólanum hafa gert það að verkum að nú er búið að steypa alla í eitt og sama ríkismótið. Flokkur frelsisins hefur gefið þá fyrirskipun að allir framhaldsskólanemar skuli klára nám sitt á þremur árum og fólk yfir 25 ára aldri eigi ekkert erindi í framhaldsskóla. Og þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um bestu háskólana er staðreyndin sú að framlög til háskólanna, miðað við hvern nemanda, eru lægri hér en í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að bæta úr því, en þó ekki með þeirri aðferð að fjölga þeim krónum sem fara í háskólann, heldur fækka nemendunum. Við þurfum stórsókn í menntamálum og Vinstri græn telja það forgangsmál. Við viljum setja sjö milljarða í skólakerfið og stuðla að því að kennarastarfið verði fýsilegur kostur. Það þarf að gera með því að tryggja starfskjör, en einnig með því að efla faglegt sjálfstæði kennara og leggja áherslu á skólaþróun. Menntun er mikilvæg, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það vitum við í Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn klifa gjarnan á því að menntun sé mikilvæg og brýnt sé að hlúa að henni. Fjárfesting til framtíðar, er sagt, eins og eina ástæða þess að mennta fólk eigi að vera sú að það skili arði en ekki af því að það sé rétt, en látum það vera, það er sama hvaðan gott kemur. Skólakerfið hefur hins vegar verið afskipt hjá núverandi stjórnarflokkum þegar kemur að fjárveitingum, sem sýnir raunverulegan hug þeirra til málaflokksins. Stærsta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir, þegar kemur að skólakerfinu, er að ef ekkert verður að gert er fyrirsjáanlegt að við stöndum frammi fyrir miklum skorti á kennurum. Ef fram heldur sem horfir verða kennarar með réttindi í grunnskólum um 22% færri árið 2031 en þeir eru í dag. Á sama tíma mun nemendum hafa fjölgað um 15%. Þetta er grafalvarlegt mál, ekki síst í því ljósi að nýnemum í kennaranámi hefur fækkað um 60% frá árinu 2008. Einhliða breytingar menntamálaráðherra á framhaldsskólanum hafa gert það að verkum að nú er búið að steypa alla í eitt og sama ríkismótið. Flokkur frelsisins hefur gefið þá fyrirskipun að allir framhaldsskólanemar skuli klára nám sitt á þremur árum og fólk yfir 25 ára aldri eigi ekkert erindi í framhaldsskóla. Og þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um bestu háskólana er staðreyndin sú að framlög til háskólanna, miðað við hvern nemanda, eru lægri hér en í öllum löndum sem við berum okkur saman við. Ríkisstjórnin ætlar reyndar að bæta úr því, en þó ekki með þeirri aðferð að fjölga þeim krónum sem fara í háskólann, heldur fækka nemendunum. Við þurfum stórsókn í menntamálum og Vinstri græn telja það forgangsmál. Við viljum setja sjö milljarða í skólakerfið og stuðla að því að kennarastarfið verði fýsilegur kostur. Það þarf að gera með því að tryggja starfskjör, en einnig með því að efla faglegt sjálfstæði kennara og leggja áherslu á skólaþróun. Menntun er mikilvæg, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það vitum við í Vinstri grænum.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar