Ræða mikla hernaðaruppbyggingu NATO Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2016 11:51 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, á blaðamannafundi í Brussel í dag. Vísir/AFP Atlantshafsbandalagið mun í dag þrýsta á meðlimi sína til að leggja til menn og fjármagn til stærstu hernaðaruppbyggingar bandalagsins við landamæri Rússlands frá tímum Kalda stríðsins. Til stendur að stofna fjórar fjögurra þúsunda manna herdeildir. Til stendur að koma þeim fyrir í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum, en samband NATO-ríkjanna og Rússlands hefur versnað verulega á undanförnum árum. Þá hefur sambandið versnað einstaklega hratt á undanförnum vikum, eftir að vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna í Sýrlandi féll um sjálft sig og eftir að Rússar hafa verið sakaðir um tölvuárásir í Bandaríkjunum. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hefur stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu fjárhagslega og útvegað þeim vopn og menn. Þá segir NATO að hernaðaraðgerðum Rússa við landamæri ríkja í austur Evrópu hafi verið fjölgandi og viðvera þeirra þar sé meiri.Senda Trump skilaboðFundur varnarmálaráðherra NATO hófst í Brussel í dag þar sem málið verður rætt. Búist er við því að Bandaríkin, Þýskaland, Bretland, Kanada, Frakkland, Danmörk, Ítalía og fleiri muni koma að stofnun herdeildanna.Reuters fréttaveitan hefur eftir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að skuldbindingar Evrópuríkja til koma að herdeildunum muni sýna fastlega fram á styrkleika tengsla ríkjanna sitt hvoru megin við Atlantshafið. Það myndi einnig sýna Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, skilaboð. Hann hefur kvartað yfir því opinberlega að NATO-ríki í Evrópu greiði ekki nóg til bandalagsins.Einnig stendur til að ræða aukna viðveru NATO í Svartahafinu þar sem umsvif Rússa eru sögð hafa aukist verulega. Rússar hafa kvartað mikið yfir því að NATO sé farið að teygja anga sína of langt í austur og líta þeir á útbreiðslu bandalagsins sem ógn. Stoltenberg þvertekur fyrir að þessar áætlanir sem ræða á á fundinum gangi of langt. Hann sagði að uppbyggingunni væri ætlað að koma í veg fyrir stríð, en ekki hefja það. Rússar hafa komið fyrir langdrægum eldflaugum í boginni Kalingrad við Eystrasaltshaf en þær flaugar geta borið kjarnorkuvopn. Ekki liggur þó fyrir hvort að slík vopn hafi einnig verið flutt til borgarinnar.Sendu NATO tóninn Fyrr í mánuðinum sökuðu Rússar NATO um að auka spennu á svæðinu með auknum umsvifum við landamæri Rússlands. Þeir segja umsvifin hafa leitt til óheilbrigðs andrúmslofts og aukinnar spennu í Evrópu.Kalingrad Donald Trump Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira
Atlantshafsbandalagið mun í dag þrýsta á meðlimi sína til að leggja til menn og fjármagn til stærstu hernaðaruppbyggingar bandalagsins við landamæri Rússlands frá tímum Kalda stríðsins. Til stendur að stofna fjórar fjögurra þúsunda manna herdeildir. Til stendur að koma þeim fyrir í Póllandi og Eystrasaltsríkjunum, en samband NATO-ríkjanna og Rússlands hefur versnað verulega á undanförnum árum. Þá hefur sambandið versnað einstaklega hratt á undanförnum vikum, eftir að vopnahlé Rússlands og Bandaríkjanna í Sýrlandi féll um sjálft sig og eftir að Rússar hafa verið sakaðir um tölvuárásir í Bandaríkjunum. Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og hefur stutt við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu fjárhagslega og útvegað þeim vopn og menn. Þá segir NATO að hernaðaraðgerðum Rússa við landamæri ríkja í austur Evrópu hafi verið fjölgandi og viðvera þeirra þar sé meiri.Senda Trump skilaboðFundur varnarmálaráðherra NATO hófst í Brussel í dag þar sem málið verður rætt. Búist er við því að Bandaríkin, Þýskaland, Bretland, Kanada, Frakkland, Danmörk, Ítalía og fleiri muni koma að stofnun herdeildanna.Reuters fréttaveitan hefur eftir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, að skuldbindingar Evrópuríkja til koma að herdeildunum muni sýna fastlega fram á styrkleika tengsla ríkjanna sitt hvoru megin við Atlantshafið. Það myndi einnig sýna Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikana í Bandaríkjunum, skilaboð. Hann hefur kvartað yfir því opinberlega að NATO-ríki í Evrópu greiði ekki nóg til bandalagsins.Einnig stendur til að ræða aukna viðveru NATO í Svartahafinu þar sem umsvif Rússa eru sögð hafa aukist verulega. Rússar hafa kvartað mikið yfir því að NATO sé farið að teygja anga sína of langt í austur og líta þeir á útbreiðslu bandalagsins sem ógn. Stoltenberg þvertekur fyrir að þessar áætlanir sem ræða á á fundinum gangi of langt. Hann sagði að uppbyggingunni væri ætlað að koma í veg fyrir stríð, en ekki hefja það. Rússar hafa komið fyrir langdrægum eldflaugum í boginni Kalingrad við Eystrasaltshaf en þær flaugar geta borið kjarnorkuvopn. Ekki liggur þó fyrir hvort að slík vopn hafi einnig verið flutt til borgarinnar.Sendu NATO tóninn Fyrr í mánuðinum sökuðu Rússar NATO um að auka spennu á svæðinu með auknum umsvifum við landamæri Rússlands. Þeir segja umsvifin hafa leitt til óheilbrigðs andrúmslofts og aukinnar spennu í Evrópu.Kalingrad
Donald Trump Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Sjá meira