Það þarf reynslu og hæfni - XS Árni Páll Árnason skrifar 27. október 2016 00:00 Í kosningunum um næstu helgi stefnir allt í að breytingar verði á landsstjórninni og að núverandi stjórnarflokkar missi meirihluta sinn. Spár benda til að allt að 40 þingmenn af 63 verði nýir þingmenn. Mikill samhljómur er milli þeirra flokka sem að líkum verða í meirihluta og valið er því erfitt fyrir kjósendur. Við í Samfylkingunni minnum á að við þessar aðstæður skiptir reynsla af landsstjórn og stjórn stórra sveitarfélaga öllu máli. Umbótaöfl á Íslandi hafa af því bitra reynslu að hafa miklar vonir um breytingar en upplifa svo að sundrung og reynsluleysi kemur í veg fyrir að þjóðþrifamál náist fram, andspænis fyrirstöðu valdakerfis og hagsmunaaðila. Það skiptir líka máli að flokkar geti tekist á við erfið mál sem upp koma, þótt þau séu ekki til skammtímavinsælda fallin. Við í Samfylkingunni búum að 100 ára sögu samfélagsumbóta, viljum breytingar og höfum reynslu af því að koma breytingum í gegn af ákveðni, en í víðtækri sátt. Hreyfing jafnaðarmanna getur stært sig af því að koma á almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, verkamannabústöðum, almennum fræðslulögum og stærstu áföngunum í kvenfrelsisbaráttu og náttúruvernd. Við náðum líka í ríkisstjórnartíð okkar í hruninu að leiða farsæla efnahagsstjórn, tryggja frið á vinnumarkaði, forðast að ríkisvæða tap fjármálafyrirtækja og einstaklinga og byggja upp samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum. Á sama tíma vörðum við velferðarútgjöld öðru fremur svo eftir hefur verið tekið um allan heim. Og við réðumst í stórfellda uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land, sem aldrei hafði verið fé til að byggja á góðæristímum undir annarra stjórn. Við höfum líka öðlast reynslu af því að ná breytingum ekki í gegn og að þurfa að sætta okkur við áfangasigra. Það sem mestu skiptir er að við höfum lært finna færa leið og feta hana og alltaf sett almannahagsmuni framar sérhagsmunum og stundarvinsældum í öllum okkar verkum. Við erum stolt af okkar arfleifð og erum alltaf jafnaðarmenn – ekki bara fyrir kosningar. Samfylkingin býður upp á reynslu og hæfni við stjórn landsins. Við ráðum við erfiðu málin og treystum okkur til að nálgast þau af sanngirni og ábyrgð og leita víðtækrar samstöðu um niðurstöðu í almannaþágu. Við biðjum um stuðning þinn í kosningunum á laugardag, til að tryggja Samfylkingunni og slíkri nálgun áhrif við landsstjórnina á næsta kjörtímabili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningunum um næstu helgi stefnir allt í að breytingar verði á landsstjórninni og að núverandi stjórnarflokkar missi meirihluta sinn. Spár benda til að allt að 40 þingmenn af 63 verði nýir þingmenn. Mikill samhljómur er milli þeirra flokka sem að líkum verða í meirihluta og valið er því erfitt fyrir kjósendur. Við í Samfylkingunni minnum á að við þessar aðstæður skiptir reynsla af landsstjórn og stjórn stórra sveitarfélaga öllu máli. Umbótaöfl á Íslandi hafa af því bitra reynslu að hafa miklar vonir um breytingar en upplifa svo að sundrung og reynsluleysi kemur í veg fyrir að þjóðþrifamál náist fram, andspænis fyrirstöðu valdakerfis og hagsmunaaðila. Það skiptir líka máli að flokkar geti tekist á við erfið mál sem upp koma, þótt þau séu ekki til skammtímavinsælda fallin. Við í Samfylkingunni búum að 100 ára sögu samfélagsumbóta, viljum breytingar og höfum reynslu af því að koma breytingum í gegn af ákveðni, en í víðtækri sátt. Hreyfing jafnaðarmanna getur stært sig af því að koma á almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, verkamannabústöðum, almennum fræðslulögum og stærstu áföngunum í kvenfrelsisbaráttu og náttúruvernd. Við náðum líka í ríkisstjórnartíð okkar í hruninu að leiða farsæla efnahagsstjórn, tryggja frið á vinnumarkaði, forðast að ríkisvæða tap fjármálafyrirtækja og einstaklinga og byggja upp samningsstöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum. Á sama tíma vörðum við velferðarútgjöld öðru fremur svo eftir hefur verið tekið um allan heim. Og við réðumst í stórfellda uppbyggingu hjúkrunarrýma um allt land, sem aldrei hafði verið fé til að byggja á góðæristímum undir annarra stjórn. Við höfum líka öðlast reynslu af því að ná breytingum ekki í gegn og að þurfa að sætta okkur við áfangasigra. Það sem mestu skiptir er að við höfum lært finna færa leið og feta hana og alltaf sett almannahagsmuni framar sérhagsmunum og stundarvinsældum í öllum okkar verkum. Við erum stolt af okkar arfleifð og erum alltaf jafnaðarmenn – ekki bara fyrir kosningar. Samfylkingin býður upp á reynslu og hæfni við stjórn landsins. Við ráðum við erfiðu málin og treystum okkur til að nálgast þau af sanngirni og ábyrgð og leita víðtækrar samstöðu um niðurstöðu í almannaþágu. Við biðjum um stuðning þinn í kosningunum á laugardag, til að tryggja Samfylkingunni og slíkri nálgun áhrif við landsstjórnina á næsta kjörtímabili.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar