Fitusmánun eftir fegurðarsamkeppni Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar 28. október 2016 14:49 Pistilinn að neðan birti Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi MA og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu, á Fésbókarsíðu Örnu Ýrar Jónsdóttur. Pistillinn var fjarlægður af síðu hennar en Tara Margrét birti hann á eigin síðu og er hann nú birtur í heild sinni á Vísi. Djöfull fannst mér þú töff þegar þú sagðir eiganda keppnarinnar að fara til fjandans og lést ekki bjóða þér þessa vitleysu. Það er afskaplega leiðinlegt að þú hafir lent í svona líkamssmánun og miðað við snöppin þín virðist það hafa haft valdið þér vanlíðan. Ég þekki það vel rétt eins og svo margir aðrir, að verða fyrir líkamssmánun sökkar! Í kjölfarið tók heimurinn við sér og þú hefur verið á allra vörum. Þú ert í viðtölum út um allt og fólk fær ekki nóg af þér. En það er eitt sem er mjög áberandi og þú hefur verið gagnrýnd fyrir það á samfélagsmiðlum. Það er að í staðinn fyrir að höndla þessa athygli með virðingu að þá detturðu í það að fitusmána og viðhalda staðalímyndum um feitt fólk. Þú nýtir stöðugt tækifærið til að minna okkur á að þú sért svo sannarlega ekki feit því að það væri væntanlega ljótt og ógeðslegt. Þú setur þig í afkáralegar stellingar fyrir myndatökur til að virka feit og setur upp ömurðarsvip, því að það er náttúrulega fátt ömurlegra í heiminum en að vera feitur. Umræðan í kringum þig er slík að þú sért alls ekki feit, þú sért svo falleg og heilbrigð. Eins og þetta séu andstæður og að það sé ómögulegt fyrir konur að vera feitar, fallegar og heilbrigðar á sama tíma. Svo er það að sjálfsögðu tal þitt um að líkami þinn sé fullkominn í þínu heimalandi. Líkami sem lítill minnihluti íslenskra kvenna hefur eða getur öðlast. Þetta er farið að virka á mig sem svo að þú haldir úti herferð fitusmánunar. Eins og þú hefðir getað notað tækifærið til að upphefja og valdefla konur af öllum stærðum og gerðum, að þá bara varðstu að detta í þessa gildru. Og það þrátt fyrir að þú hafir fengið þinn skerf að gagnrýni fyrir það, það er enginn að fara að segja mér að hún hafi farið framhjá þér. Þú heldur bara fitusmánun þinni áfram. Nú ætla ég að taka ráð frá sjálfri þér úr viðtali þínu við bleikt.is: „Konur sem fá að heyra að þær eru ekki nógu góðar eins og þær eru eiga að segja stopp og standa með sjálfri sér. Auðvitað er það erfitt fyrst en þegar uppi er staðið er það besta lækning fyrir sálina sem til er." Þetta er alveg rétt hjá þér Arna og þess vegna segi ég við þig: Hættu! Nú er nóg komið! Það er vel hægt að standa með sjálfum sér og líkama sínum án þess að draga heilan minnihlutahóp niður í svaðið. Feitir Íslendingar verða kerfisbundið fyrir fordómum og mismunun á grundvelli holdafars síns og það byggir á miklu leyti á staðalmyndunum sem þú hefur verið svo dugleg að halda á lofti undanfarna daga. Þú hefur beinlínis verið að vinna gegn líkamsvirðingarboðskapnum sem ég og fleira flott fólk hefur unnið sleitulaus að því að koma á framfæri undanfarin ár. Blóð, sviti og tár hefur farið í þá baráttu. Mig langar að biðja þig um að venda kvæði þínu í kross. Farðu eftir þínum eigin orðum: „Við erum allar sem betur fer mismunandi en eitt veit ég, að við erum allar fullkomnar á okkar eigin hátt.“ Það er ekki nóg að segja það bara einu sinni, þú verður að halda áfram að segja það og hegða þér í samræmi við orðin. Taktu þátt í líkamsvirðingarbaráttunni með okkur Arna, þú hefur alla burði til að vera öflug fyrirmynd. Ást og friður.Greinin birtist sem fyrr segir fyrst á Facebook-síðu Töru Margrétar og má sjá hér að neðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Pistilinn að neðan birti Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, félagsráðgjafi MA og stjórnarmeðlimur í Samtökum um líkamsvirðingu, á Fésbókarsíðu Örnu Ýrar Jónsdóttur. Pistillinn var fjarlægður af síðu hennar en Tara Margrét birti hann á eigin síðu og er hann nú birtur í heild sinni á Vísi. Djöfull fannst mér þú töff þegar þú sagðir eiganda keppnarinnar að fara til fjandans og lést ekki bjóða þér þessa vitleysu. Það er afskaplega leiðinlegt að þú hafir lent í svona líkamssmánun og miðað við snöppin þín virðist það hafa haft valdið þér vanlíðan. Ég þekki það vel rétt eins og svo margir aðrir, að verða fyrir líkamssmánun sökkar! Í kjölfarið tók heimurinn við sér og þú hefur verið á allra vörum. Þú ert í viðtölum út um allt og fólk fær ekki nóg af þér. En það er eitt sem er mjög áberandi og þú hefur verið gagnrýnd fyrir það á samfélagsmiðlum. Það er að í staðinn fyrir að höndla þessa athygli með virðingu að þá detturðu í það að fitusmána og viðhalda staðalímyndum um feitt fólk. Þú nýtir stöðugt tækifærið til að minna okkur á að þú sért svo sannarlega ekki feit því að það væri væntanlega ljótt og ógeðslegt. Þú setur þig í afkáralegar stellingar fyrir myndatökur til að virka feit og setur upp ömurðarsvip, því að það er náttúrulega fátt ömurlegra í heiminum en að vera feitur. Umræðan í kringum þig er slík að þú sért alls ekki feit, þú sért svo falleg og heilbrigð. Eins og þetta séu andstæður og að það sé ómögulegt fyrir konur að vera feitar, fallegar og heilbrigðar á sama tíma. Svo er það að sjálfsögðu tal þitt um að líkami þinn sé fullkominn í þínu heimalandi. Líkami sem lítill minnihluti íslenskra kvenna hefur eða getur öðlast. Þetta er farið að virka á mig sem svo að þú haldir úti herferð fitusmánunar. Eins og þú hefðir getað notað tækifærið til að upphefja og valdefla konur af öllum stærðum og gerðum, að þá bara varðstu að detta í þessa gildru. Og það þrátt fyrir að þú hafir fengið þinn skerf að gagnrýni fyrir það, það er enginn að fara að segja mér að hún hafi farið framhjá þér. Þú heldur bara fitusmánun þinni áfram. Nú ætla ég að taka ráð frá sjálfri þér úr viðtali þínu við bleikt.is: „Konur sem fá að heyra að þær eru ekki nógu góðar eins og þær eru eiga að segja stopp og standa með sjálfri sér. Auðvitað er það erfitt fyrst en þegar uppi er staðið er það besta lækning fyrir sálina sem til er." Þetta er alveg rétt hjá þér Arna og þess vegna segi ég við þig: Hættu! Nú er nóg komið! Það er vel hægt að standa með sjálfum sér og líkama sínum án þess að draga heilan minnihlutahóp niður í svaðið. Feitir Íslendingar verða kerfisbundið fyrir fordómum og mismunun á grundvelli holdafars síns og það byggir á miklu leyti á staðalmyndunum sem þú hefur verið svo dugleg að halda á lofti undanfarna daga. Þú hefur beinlínis verið að vinna gegn líkamsvirðingarboðskapnum sem ég og fleira flott fólk hefur unnið sleitulaus að því að koma á framfæri undanfarin ár. Blóð, sviti og tár hefur farið í þá baráttu. Mig langar að biðja þig um að venda kvæði þínu í kross. Farðu eftir þínum eigin orðum: „Við erum allar sem betur fer mismunandi en eitt veit ég, að við erum allar fullkomnar á okkar eigin hátt.“ Það er ekki nóg að segja það bara einu sinni, þú verður að halda áfram að segja það og hegða þér í samræmi við orðin. Taktu þátt í líkamsvirðingarbaráttunni með okkur Arna, þú hefur alla burði til að vera öflug fyrirmynd. Ást og friður.Greinin birtist sem fyrr segir fyrst á Facebook-síðu Töru Margrétar og má sjá hér að neðan.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun