Gjaldfrjálsa biðlistamenningu vinstri manna eða styrka stjórn Sjálfstæðisflokksins? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 10. október 2016 11:46 Á undanförnum árum hefur vinstri meirihlutanum í borginni tekist með stjórnkænsku sinni að stórauka gjaldfrjálst aðgengi fólks að biðlistum. Reyndar má segja að hin norræna velferðarstjórn jafnréttis og réttætis hafi náð viðlíka árangri á síðasta kjörtímabili. Það er nú bara þannig að líkt og gerðist með hina norrænu velferðarstjórn jafnréttis og réttlætis, þá hefur borgarstjórnarmeirihlutanum ekki tekist að forgangsraða fjármunum til velferðarmála. Hjá vinstri mönnum er það viðtekin venja að ef að framlög til einhvers málaflokks hækka eða uppi eru áætlanir um að hækka þau, þá byggist sú hækkun alla jafna á áætlun um hækkun skatta og annarra opinberra gjalda. Áætlanir sem sjaldnast standast þar sem að slíkar hækkanir draga alla jafna úr öllum hvötum til aukinnar verðmætasköpunar og soga smámsaman allt súrefni og drifkraft úr íslensku athafnalífi. Ef að við tölum um köku þ.e. svokallaða þjóðarköku í þessu sambandi þá mætti líkja því við það, að á meðan sjálfstæðismenn eru við völd , þa´er unnið að því hörðum höndum að stækka uppskrift kökunnar, að bæta við hráefnið , til þess að stækka sjálfa kökuna . Vinstri mönnum dettur hins vegar aldrei neitt betra í hug en að bæta góðum slurki af lyftidufti við uppskriftina í þeirri trú að kakan stækki. Núverandi ríkisstjórn, með ráðherra Sjálfstæðisflokksins í embættum heilbrigðsisráðherra og fjármálaráðherra hefur hins vegar borið gæfa til þess að með aðgerðum sínum hefur þeim tekist að stækka uppskrift þjóðarkökunnar. Þess vegna erum við á yfirstandandi kjörtíambili að horfa upp á gríðarlega aukningu fjármags til heilbrigðis og velferðarmála. Þess vegna hafa t.d. biðlistar eftir brjóskloss-, augasteina- og liðskiptaaðgerðum, aðgerðum vegna kviðslits og ýmsum öðrum aðgerðum styst verulega, svo einhver dæmi séu nefnd. Auk þess sem að endurnýjunarferli tækjakosts á Landsspítala og á fleiri sjúkrahúsum er komið á góðan rekspöl, þó vissulega megi bæta verulega í. Tekist hefur að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks verulega á kjörtímabilinu ásamt því sem að búið er að tryggja fjármagn til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Það er því nokkuð ljóst að nái vinstri flokkarnir völdum hér að loknum kosningum þann 29. október næstkomandi þá muni þrátt fyrir fögur áform og loforð þeirra um „Sæluríkið Ísland“, breytast í martröðina um „Biðlistalandið Ísland“. Hverjum einasta frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum þann 29. október næstkomandi, er meðvitaður um það að verkefninu er hvergi nærri lokið og að enn þurfi verulega að bæta fjármagni í heilbrigðis og velferðarmál á komandi árum. Eina tryggingin fyrir því að svo verði er að setja X við Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum þann 29. október næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur vinstri meirihlutanum í borginni tekist með stjórnkænsku sinni að stórauka gjaldfrjálst aðgengi fólks að biðlistum. Reyndar má segja að hin norræna velferðarstjórn jafnréttis og réttætis hafi náð viðlíka árangri á síðasta kjörtímabili. Það er nú bara þannig að líkt og gerðist með hina norrænu velferðarstjórn jafnréttis og réttlætis, þá hefur borgarstjórnarmeirihlutanum ekki tekist að forgangsraða fjármunum til velferðarmála. Hjá vinstri mönnum er það viðtekin venja að ef að framlög til einhvers málaflokks hækka eða uppi eru áætlanir um að hækka þau, þá byggist sú hækkun alla jafna á áætlun um hækkun skatta og annarra opinberra gjalda. Áætlanir sem sjaldnast standast þar sem að slíkar hækkanir draga alla jafna úr öllum hvötum til aukinnar verðmætasköpunar og soga smámsaman allt súrefni og drifkraft úr íslensku athafnalífi. Ef að við tölum um köku þ.e. svokallaða þjóðarköku í þessu sambandi þá mætti líkja því við það, að á meðan sjálfstæðismenn eru við völd , þa´er unnið að því hörðum höndum að stækka uppskrift kökunnar, að bæta við hráefnið , til þess að stækka sjálfa kökuna . Vinstri mönnum dettur hins vegar aldrei neitt betra í hug en að bæta góðum slurki af lyftidufti við uppskriftina í þeirri trú að kakan stækki. Núverandi ríkisstjórn, með ráðherra Sjálfstæðisflokksins í embættum heilbrigðsisráðherra og fjármálaráðherra hefur hins vegar borið gæfa til þess að með aðgerðum sínum hefur þeim tekist að stækka uppskrift þjóðarkökunnar. Þess vegna erum við á yfirstandandi kjörtíambili að horfa upp á gríðarlega aukningu fjármags til heilbrigðis og velferðarmála. Þess vegna hafa t.d. biðlistar eftir brjóskloss-, augasteina- og liðskiptaaðgerðum, aðgerðum vegna kviðslits og ýmsum öðrum aðgerðum styst verulega, svo einhver dæmi séu nefnd. Auk þess sem að endurnýjunarferli tækjakosts á Landsspítala og á fleiri sjúkrahúsum er komið á góðan rekspöl, þó vissulega megi bæta verulega í. Tekist hefur að hækka laun heilbrigðisstarfsfólks verulega á kjörtímabilinu ásamt því sem að búið er að tryggja fjármagn til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut. Það er því nokkuð ljóst að nái vinstri flokkarnir völdum hér að loknum kosningum þann 29. október næstkomandi þá muni þrátt fyrir fögur áform og loforð þeirra um „Sæluríkið Ísland“, breytast í martröðina um „Biðlistalandið Ísland“. Hverjum einasta frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í þingkosningunum þann 29. október næstkomandi, er meðvitaður um það að verkefninu er hvergi nærri lokið og að enn þurfi verulega að bæta fjármagni í heilbrigðis og velferðarmál á komandi árum. Eina tryggingin fyrir því að svo verði er að setja X við Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum þann 29. október næstkomandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar